Fréttablaðið - 19.11.2013, Side 13

Fréttablaðið - 19.11.2013, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. nóvember 2013 | SKOÐUN | 13 Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara til- finninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög pers- ónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin bein- ist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunar- mynstur og er oft á tíðum heilmik- ið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, því- líkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfið leikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og til- verunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glím- ir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgar- ferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan. Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur til- finningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oft- sinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svoköll- uðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlut- verk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinninga- líf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skil- greina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekk- ert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megin- tilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar. Lægsta hvötin ➜ Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfi nn- ingum eða gjörðum annarra. HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Fagdeild félagsráðgjafa, sem vinna að málefnum fatl- aðs fólks, hefur verið hug- leikið hver staðan er í þjón- ustu við fatlað fólk nú þegar hartnær þrjú ár eru liðin frá tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga. Til að fá yfirsýn yfir stöð- una sendi fagdeildin félags- málastjórum fyrirspurn um hvað brynni helst á í sveitar- félögunum. Í svörum margra kemur fram að nærþjónustan sé meiri eftir að þjónustan fluttist til sveitarfélaganna sem hafi betri sýn á þarfir einstaklingsins, boð- leiðir séu styttri, aðgengi að þjón- ustunni sé betra og þarfir fatlaðs fólks sýnilegri. Hagsmunasam- tök fatlaðs fólks og réttindagæslu- menn hafa þó bent á að í Reykjavík séu boðleiðir of langar og sveigjan- leiki í þjónustunni lítill. Breytingar á lagalegu umhverfi samhliða tilfærslu þjónustunnar og það hve flókið er að samþætta þjónustu við fatlað fólk annarri félagslegri þjónustu var ærið verk- efni fyrir stærri sveitarfélögin. Í undirbúningi tilfærslunnar var gert að skilyrði að sveitarfélög með færri en 8.000 íbúa mynd- uðu sameiginleg þjónustusvæði. Þetta hefur sums staðar leitt til þess að það er óskýrt hver á að eiga frumkvæði að frekari uppbygg- ingu þjónustu þegar umsækjend- ur koma hver frá sínu sveitarfé- laginu. Þá er ljóst að óvissan um framtíð atvinnumála fatlaðs fólks, það er hvort þau flytjist til sveitar- félaganna eða verði áfram á hendi ríkisins, hefur staðið þróun þjón- ustunnar fyrir þrifum og er það áhyggjuefni. Breytt hugmyndafræði Hugmyndafræði í þjón- ustu við fatlað fólk hefur verið að breytast á undan- förnum árum. Áhersla er nú lögð á samfélagslega þátttöku einstaklingsins og sjálfstæða búsetu með stuðningi. Biðlisti Brynju hússjóðs gefur glöggt til kynna hvernig staðan er á höfuðborgarsvæðinu en þar bíða nú um 270 ein- staklingar eftir leiguhús- næði og er eftirspurnin mest eftir litlum íbúðum. Það er mismunandi eftir þjónustusvæðum hvar skórinn kreppir en sveitarfé- lögin nefndu mörg að brýnt væri að huga að uppbyggingu búsetuúr- ræða og hafa sum hver þegar hafið þá vegferð og sett sér áætlanir þar um. Það má ljóst vera að sveitarfé- lögin eiga ærin verkefni fyrir hönd- um eigi að takast að eyða biðlistum eftir húsnæði og búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsráðgjöfum hefur verið tíð- rætt um þá ólíku menningu sem ríkir í félagsþjónustu og í þjónustu við fatlað fólk. Fagdeild félagsráð- gjafa sem vinna að málefnum fatl- aðs fólks vill beina því til þjón- ustuveitenda að hafa hugfast að umönnunarhyggja getur hindrað sjálfsákvörðunarrétt einstaklings- ins og því er mikilvægt að vera stöð- ugt á verði svo þjónustan geti verið einstaklingsmiðuð og í anda Samn- ings Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks. Stjórn fagdeildar- innar vill einnig hvetja stjórnvöld til þess að leggja kapp á að halda áfram þróun atvinnumála fyrir fatl- að fólk því vinna er lykilatriði í sam- félagslegri þátttöku fólks, líka þess sem býr við fötlun. Þrjú ár frá breytingum SAMFÉLAG María Rúnarsdóttir formaður Félags- ráðgjafafélags Íslands BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 2 19 Subaru Forester, sjálfskiptur Verð: 5.790.000 kr. 6,5 l / 100 km í blönduðum akstri NÚ VÆRI GOTT AÐ VERA Á SUBARU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.