Fréttablaðið - 19.11.2013, Page 18
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson,
sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
„Kengúrumeðferð er bráðnauð-
synleg fyrir fyrirbura og dugar
oft betur en dýr bráðaþjónusta,“
segir prófessor Joy Lawn við
London School of Hygiene and
Tropical Medicine. Viðtal við
Lawn er birt á fréttavef BBC.
15 milljónir barna fæðast ár
hvert fyrir 37. viku meðgöngu og
af þeim deyr ein milljón. Af þeim
sem lifa eru um 3 prósent tölu-
vert eða mikið skert og 4,4 pró-
sent lítið skert. „Í dag er gengið
út frá því að fyrirburi þurfi á
bráðaþjónustu að halda. Stað-
reyndin er hins vegar sú að 85
prósent fyrirbura eru fædd sex
vikum eða minna fyrir tímann.
Þeir þurfa hjálp við að nærast,
viðhalda hitastigi og eru líklegri
til að fá sýkingar,“ segir Lawn
og bendir á að kengúrumeðferð
henti vel slíkum börnum. „Það
er aðeins ef börn fæðast fyrir
32. aðra viku meðgöngu að þau
þurfa hjálp við að anda enda
lungun vanþroskuð,“ segir hún.
Kengúrumeðferð er notuð víða
í vanþróuðum löndum þar sem
gjörgæsla er ekki í boði. Nú er
talið að meðferðin sé mikilvæg
öllum fyrirburum, hvar sem þeir
fæðast. Með því að setja barnið
nakið upp við húð foreldris getur
það komið reglu á andardrátt,
hitastig og hjartslátt. Þá getur
það aukið líkur á vel heppnaðri
brjóstagjöf sem aftur minnkar
líkur á sýkingum.
KENGÚRAN BJARGAR
Kengúrumeðferð bjargar fyrirburum um heim allan.
Meðferðin felst í því að móðir ber nýfætt barnið
innanklæða til að halda á því hita og örva það.
FYRIRBURI Að liggja upp við húð móður
hefur afar góð áhrif á fyrirbura.
Oft er hvatt til þess að konur taki sig á til að komast í kjólinn fyrir jólin. Þótt aðeins séu fimm vikur
til jóla er enn möguleiki til þess. „Mjög
mikilvægt er að hafa sjálfstraust ef kon-
ur vilja komast í kjólinn fyrir jólin,“
segir Tanya. „Huga þarf að heilsunni en
jafnframt fegurðinni. Það er mögulegt
að fá minni maga til dæmis með því að
fara á lágkolvetnakúrinn í fjórar vikur,
sleppa hveiti og sykri. Það hefur ótrúleg
áhrif á þyngdina. Mér finnst kvenlegt að
hafa smá læri og bossa, að hafa línur.
Flestar viljum við þó hafa stinnari læri
og rass og það krefst þjálfunar,“ segir
Tanya.
„Pilates er mjög gott æfingakerfi til
að fá stinnari líkama, sérstaklega um sig
miðja. Einhvers konar styrktarþjálfun er
góð með, til dæmis að lyfta lóðum eða
stöng. Það er líka hægt að styrkja sig
með því að nota líkamann, til dæmis með
því að dansa Zumba. Dansinn kemur
okkur í gott skap í skammdeginu og gefur
orku. Þjálfun þrisvar í viku er ákjósanleg
og hentar flestum. Það eru allir svo upp-
teknir að erfitt getur reynst að finna tíma
daglega. Mikilvægt er þó að hafa þjálf-
unina fjölbreytta, annars verður maður
leiður. Jóga er mjög gott fyrir þá sem eru
jólastressaðir,“ segir Tanya enn fremur
og bætir við að gott sé að miða við að
mittismálið sé undir 85 cm.
„Ungar konur með lítil börn geta líka
hreyft sig þótt lítill tími gefist. „Þá er
sniðugt að gera æfingar með barninu.
Setja það á „hestbak“ á sjálfum sér, gera
hnébeygjur, framstig og dans. Barninu
finnst þetta skemmtilegt og leikfimin
verður því eins og fjölskylduleikur.
Það er mjög sniðugt að hreyfa sig með
börnunum, til dæmis fara út á sleða í
snjónum, eða í göngutúr. Það er bæði
heilsusamlegt og brennir kaloríum.
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Líkamsræktin þarf bara að vera hluti af
daglegri rútínu. Sumum konum finnst
gott að koma í ræktina klukkan sex á
morgnana áður en börnin vakna en það
krefst mikils aga og að fara snemma að
sofa á kvöldin. Einungis þarf 30 mín-
útur á dag til að koma sér í gott form,“
segir Tanya sem opnaði Heilsuskóla
Tanyu í ágúst síðastliðnum. Skólinn er í
Furugrund í Kópavogi en hún leigir þar
aðstöðu með Josy Zareen sem kennir
maga- og Bollywood-dans. „Þetta er lítill
og heimilislegur staður, engin æfinga-
tæki, aðeins lóð og eigin líkami.“
elin@365.is
Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN
ÁTAK Tanya Dimitrova líkamsræktarkennari hefur komið konum í gott form
hér á landi í 24 ár. Hún segir að vel sé hægt að koma sér í ágætt form fyrir
jólin. Ekki þurfi endilega að fara í líkamsræktarstöð til þess.
TANYA
Að vera vel á sig
kominn líkamlega
eykur sjálfstraust
og bætir heilsuna.
ÆFINGAR HEIMA
Tanya segir að vel sé
hægt að gera æfingar
heima.
Kemur út
26. nóvember
Atli Bergmann
atlib@365.is
S. 512 5457
897 9144
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbirgir@365.is
S. 512 5432
694 9150
Kolbeinn Kolbeinsson
kolli@365.is
S. 512 5447
663 4055
Bryndís Hauksdóttir
bryndis@365.is
S. 512 5434
695 4999
Ívar Örn Hansen
ivarorn@365.is
S. 512 5429
615 4349
Bókið auglýsingar
tímanlega:
Meðal efnis
í blaðinu:
Jólaljósin, kökur, sætindi,
skraut, föndur, matur, borðhald,
jólasiðir, jólagjafir og venjur.
JÓLAGJAFAHANDBÓK
FRÉTTABLAÐSINS
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Opið í dag frá kl. 11 - 21
Við erum á
Facebook
Verslunin er
25 ára
í dag og býður af því tilefni
25% afsl.
í dag, þriðjudag