Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2013, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 19.11.2013, Qupperneq 31
„Ég sendi handrit myndarinn- ar í handritakeppni í Amer- íku fyrir tveimur árum og það fékk mjög góðar undir- tektir. Ég hugsaði þetta ekki sem keppni heldur vildi fá álit annarra handritshöf- unda. 2.500 handrit voru send í keppnina en aðeins tuttugu komust áfram í und- anúrslit, þar á meðal hand- ritið mitt. Það er ansi góður árangur miðað við að handrit- ið var enn í smíðum á þessum tíma,“ segir Björn Brynjúlf- ur Björnsson. Hann leikstýr- ir einnig myndinni sem ber nafnið 800 en óvíst er hvenær tökur hefjast. Búið er að taka upp stiklu sem verður notuð til að fjármagna myndina en framleiðslufyrirtækið Saga- film mun framleiða hana. „Við fengum stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að taka upp stiklu fyrir myndina og kláruðust tökur í síðustu viku. Hugmyndin er að fjárfestar viti hvað þeir eru að fara út í þegar þeir lesa handritið og sjá stikluna. Sama má segja um leikara,“ segir Björn. Myndin gerist á Íslandi árið 800 og eru írskir munkar í aðalhlutverki. Vík- ingar í leit að fjársjóði koma líka við sögu en allt bendir til að leikarar verði af ýmsu þjóðerni og að töluð verði enska, norska og íslenska í myndinni. liljakatrin@frettabladid.is Finna fj árfesta fyrir bíómynd Björn Brynjúlfur skrifar handrit og leikstýrir kvikmyndinni 800 á Íslandi. VANUR MAÐUR Björn leikstýrði meðal annars Kaldri slóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Góðar uppskriftir ganga kynslóð fram af kynslóð. Minningin um uppáhaldskökuna sem amma bakaði fylgir okkur alla tíð. Bragðið, lyktin úr ofninum ... Kökurnar verða ljómandi með Ljóma. Ljóma smjörlíki er eingöngu framleitt úr jurtaolíum og án transfitu. Taktu þátt í Ljómaleiknum á Facebook – Facebook.com/ljomasmjorliki Glæsileg Kenwood hrærivél í verðlaun. PPII PPPPPPAAAA RRRR \\\\ TTTTTTTBBB WWW AAA SSSSÍÍÍÍ AAAA ➜ Kærasta Arons Einars Gunnarssonar auglýsir breskar perur í ljósabekki. ➜ Hannes Þ. Halldórsson aðalmarkvörður leikstýrði þátt- unum Atvinnumennirnir okkar og heimsótti meðal annars Eið Smára Guðjohnsen. Við tökur á þættinum um Eið kom í ljós að undirbúningur Hannesar, sem þá lék með Fram, var mun alvarlegri en undirbún- ingur Eiðs Smára fyrir leik gegn Real Madrid. Hannes slökkti þá á símanum sínum og tók göngutúr í Laugardalnum, á meðan Eiður var sallarólegur og eyddi deginum með þátt- arstjórnanda og tökumönnum þáttarins. ➜ Jóhann Berg Guðmunds- son var efnilegur í tölvuleikn- um Counter Strike á sínum yngri árum. Áhugi hans á leiknum gekk svo langt að hann tók þátt í Skjálfta, sem er eins konar Íslandsmót í leikn- um. Jóhann Berg var einnig gítarleikari í rokkhljómsveit á grunnskólaárum sínum. ➜ Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður, er bróður- sonur Gunnleifs Gunnleifsson- ar varamarkmanns. Birkir Már er sonur Sævars Gunnleifsson- ar, sem er eldri bróðir Gunn- leifs. Birkir er mikill Valsari og er með merki félagsins flúrað á líkama sinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.