Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 1
BANDALAG FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 HÁSKÓLAMANNA B HM sem hei lda rsa m-tök háskólamenntaðra á vinnumarkaði hafa að meginmarkmiði að ef la virð-ingu fyrir menntun sem for-sendu nýsköpunar og þróun-ar. Guðlaug Kristjánsdóttir, for-maður BHM, segir bandalagið miða að því að tryggja háskóla-menntuðum aðlaðandi vinnu-markað á Íslandi. „Þegar ég tók við formennsku í BHM vorið 2008 fannst mér sem það hlyti að vera auðvelt að koma þessum skilaboðum á framfæri. Núorðið ætti þetta auðvitað að vera sjálf-sagt mál, en við erum ennþá að berjast fyrir þessu og enn virðist vera nóg verk að vinna.“ Að sögn Guðlaugar er íslensk vinnumark-aðsumræða gamaldags og hefur lítið breyst í áranna rás. „Mark-mið þau sem lesa má út úr yfir-lýsingum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda benda ekki til þess að hér sé framsækinn vinnu-markaður sem vill ð á íslenskum vinnumarkaði, um það er ég alveg sannfærð.“ Þjóðarsátt vekur engan sælu-hroll innan BHM Talið berst að komandi kjara-samningum og þeirri kröfu að allir gangi í takt sem merkja má frá stjórnvöldum og vinnuveit-endum að sögn Guðlaugar. Hún segir þjóðarsátt síst af öllu vekja sæluhroll innan BHM. „Tíminn í kringum gerð hinnar einu sönnu Þjóðarsáttar var afar erfiður þeim sem stóðu í víglínunni fyrir hönd háskólamenntaðra. Undirritað-ir höfðu verið „tímamótasamn-ingar“ sem áttu að leiðrétta kjör félagsmanna en fjármálaráð-herra felldi samninginn úr gildi. BHM var því svo sannarlega ekki aðili að sáttinni sem svo var köll-uð. Hér í húsi muna menn þetta frekar sem valdbeitingu. Ég er óneitanlega hugsi yfir stemningunni sem ú Hún segir stöðuna þannig að launakjör háskólamenntaðra hafi dregist aftur úr og séu ekki samkeppnishæf við umheiminn. Skýra stefnu skorti um uppbygg-ingu starfa fyrir þennan hóp og stjórnvöld og aðrir aðilar vinnu-markaðar virðast fastir í fortíð-inni hvað þetta varðar. „Brott-flutningur ungs fólks með hald-bæra menntun er viðvarandi ógn og yfir vötnum svífur krafa um „hóflegar launahækkanir“ og sátt á vinnumarkaði til að vinna gegn sveiflum gjaldmiðilsins okkar. Spurningin sem við hjá BHM spyrjum okkur í þessari stöðu er ein- fa ld lega: er ábyrgt að taka þátt í slíkri til- raun?“ G keppnishæfnin um vel menntað vinnuafl er afleit eins og stend-ur, en hvar verður hún ef kjör-in verða ekki bætt og efnahags-legur stöðugleiki ekki tryggður meðan eftirmálar hrunsins eru gerðir upp? Stórt er spurt.“ Verðum að stórbæta samkeppnis-hæfni um vel menntað vinnuafl Efling rannsókna og nýsköpunar er lykillinn að framtíðarmöguleikum á íslenskum vinnumarkaði. Bæta þarf alla umræðu og markmiðasetningu sem snýr að hlut háskólamenntaðra á vinnumarkaði og verður það meginverkefni BHM á næstu misserum. Samkeppnis- hæfnin um vel menntað vinnuafl er afleit eins og stendur, en hvar verður hún ef kjörin verða ekki bætt og efnahagslegur stöðugleiki ekki tryggður meðan eftirmálar hrunsins eru gerðir upp? Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði 26 aðildarfélög 10.000 félagsmenn www.bhm.is Ídag semur Sjúkraliðafélagið sjálft um laun og önnur kjarasamnings-bundin réttindi fyrir sína félags- menn,“ útskýrir Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félags Íslands, en félagið heldur úti öflugri þjónustu við félagsmenn um allt land. Á skrifstofu félagsins vinna sex starfsmenn í fimm stöðugildum og eru skrifstofur félagsins staðsettar að Grensásvegi 16 í Reykjavík. Fjölmennt félag „Alls eru félagsmenn SLFÍ 2.050. Þar til viðbótar eru lífeyrisþegar og fag- félagar, það er sjúkraliðar sem starfa við annað, svo umfangið er talsvert. Féla ið samanstendur af níu lands- hlutadeildum og þremur fagdeild- um og mynda formenn landshluta- deildanna hina eiginlegu félags- stjórn, ásamt þeim sem kosnir hafa v rið sérstaklega í framkvæmda- stjórn. Formaður er kosinn í allsherj- aratkvæðagreiðslu og er fulltrúaþing haldið árlega,“ útskýrir Kristín. Trúna armannaráð SLFÍ sam- anstendur af öllum trúnaðarmönn- um félagsins og kemur saman að lágmarki einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Þá er Sjúkraliðafélag Ísl ds aðili að BSRB og er eitt af stærstu aðildarfélögum þess. Löggild starfsstétt „Sjúkraliðastéttin er löggild starfs- stétt og starfar samkvæmt núgild- andi lögum um heilbrigðisstarfs- menn s m gildi tóku 1. jan 2013. Áður starfaði stéttin undir sérlög- um um sjúkraliða frá 1986,“ segir Kristín. „Við erum í nánu samstarfi við systursamtök okkar í Evrópu og höfum um nokkurt skeið haldið sér- staka Evrópudag sjúkraliða, sem er 26. nóvember. Þema þessa árs verð- ur sérstök áhersla á vinnuvernd og mótmæli við gríðarlegu starfsálagi á stéttina.“ Kristín bendir á að sjúkraliða- stéttin hafi þurft að beita verkfalls- rétti til að ná fram kröfum sínum og þá sérstaklega í upphafi samnings- réttarins, þegar sýna þurfti fram á að félagið hefði styrk og rétt til að semja sjálft um kjör sín og kaup. Í dag semji félagið sjálft um öll sín kjaramál. Heimasíða félagsins er www.slfi.is. STÉTTARFÉLÖG FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Kynningarblað V Sjúkr lið ná ið vinsæltBirna Ólafsdóttir, sjúkraliði og formaður fræðslunefndar SLFÍ, segir sjúkraliða eftirsótta til starfa á fjölbreyttum sviðum heilbrigðisgeirans. Félagið leggi miki n metnað í menntun sjúkraliða og hefur aðsóknin í námið verið góð. Boðið er upp á grunnnám, framhaldsnám og símenntun. Yfir tvö þúsund félagsmennSjúkraliðafélag Íslands er landsfélag stofnað 21. nóvember árið 1966 og á því 50 ára afmæli 2016. Upphaflega var það fagfélag sem ekki hafði samningsrétt en árið 1992 hófst nýr kafli í sögu félagsins þegar sjúkraliðar náðu til sín samningsréttinum. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 18 BARNAVÖRUMARKAÐUR Líf styrktarfélag stendur fyrir barnavörubasar á sunnu- daginn milli 11 og 14 í Skeifunni 19. Allur ágóði rennur óskiptur til framkvæmda Kvennadeildar Landspítalans. Tekið verður á móti barnavörum á basarinn laugardag- inn 23. nóvember milli 11 og 15 á sama stað. Stingur keppinautana af. 1. Superbeets dós = 22.5 lítrar af rauðrófusafa Eftir fertugt framleiðir líkaminn 45-50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. Nitric Oxide N Betra blóðflæði Betri líð n - betri heilsa 4 SÉRBLÖÐ Lífið | Bandalag háskólamanna | Stéttarfélög | Fólk Sími: 512 5000 22. nóvember 2013 275. tölublað 13. árgangur Vilja færa frídaga Atvinnurekendur vilja færa frídaga en afstaða verkalýðs- félaga gagnvart tillögu Bjartrar fram- tíðar er blendin. 4 26 milljarðar í styrki Íslendingar hafa fengið nærri 26 milljarða í styrki frá Evrópusambandinu frá árinu 2000. 8 Þrjátíu ár í þrældómi Maður og kona á sjötugsaldri voru handtekin í London grunuð um að hafa haldið þremur konum föngnum í þrjátíu ár. 10 SKOÐUN Heimilislausum fjölgar enn og úrræði mæta stundum ekki þörfum, segir Hrafnhildur Lilja Harðardóttir. 19 MENNING Stelpuhljómsveitin The Ten- sion frá Selfossi ætlar sér stóra hluti en leitar þó að stelpubassaleikara. 42 SPORT Ísland verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM í fótbolta 2016. 38 Lífi 22. NÓVEMBER 2013F ÖSTUDAGUR Hjalti Karlsson ð GJAFIR FYRIR ALLA VERSLUN Dæmi eru um að kjúk- lingaframleiðendur flytji inn frosna kjúklinga frá Evrópu og selji sem íslenska vöru. Í þeim til- vikum er kjötið oftast nýtt í tilbú- in elduð matvæli, svo sem kjúk- lingaborgara og bollur, og ekki sérstaklega tilgreint á umbúð- um að um erlent kjöt sé að ræða, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Neytendasamtökin sögðu í fyrradag að fyrirtækin Mat- fugl, Reykjagarður og Ísfugl hefðu alfarið hafnað fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar alþingis- manns um að kjúklingaframleið- endur selji innflutta frosna kjúk- linga sem ferska íslenska vöru. Í svari Matfugls segir að fyrir tækið hafi „aldrei flutt inn erlendan kjúkling sem pakkað er í neytendapakkningar og selt sem íslenskan kjúkling“ og í svari Ísfugls segir að fyrirtækið selji „aðeins úrvals íslenskt hráefni“. Sú fullyrðing gengur þvert á það sem Jón M. Jónsson, einn eigenda Ísfugls, sagði í útvarps- þættinum Reykjavík síðdegis 12. nóvember síðastliðinn. Þá var hann spurður hvort innflutt kjúk- lingakjöt frá Evrópu væri þítt, verkað og pakkað sem íslenskt. „Ég veit að þetta hefur tíðkast hjá öllum fyrirtækjunum í brans- anum. Við erum ekki saklausir í því en við erum nýir eigendur að Ísfugli og við höfum tekið ákvörðun um að gera þetta ekki, en ég get ekki svarað fyrir aðra framleiðendur,“ sagði Jón. „Ef kjúklingakjöt er selt með þessum hætti þá er verið að villa um fyrir neytendum. Þeir upplifa þetta sem íslenskt kjöt af því þetta er í umbúðum frá viðkomandi kjúklingabúum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. Ásmundur Friðriksson segist hafa fundað með kjúklingafram- leiðendum í kjölfar ummæla sinna. „Eftir þá fundi stend ég við allt það sem ég hef sagt um að hlutirn- ir mættu vera í betra lagi. Að öðru leyti vísa ég til þess að allir kjúk- lingaframleiðendur á Íslandi hafa nú tekið upp nýjar vörumerkingar til að merkja það sem er innlent,“ segir Ásmundur. - hg Tvísaga um sölu á kjúklingi Fullyrt er að innflutt kjúklingakjöt frá Evrópu hafi verið selt sem íslensk vara. Formaður Neytendasamtakanna segir að verið sé að villa um fyrir neytendum. Kjúklingaframleiðendur þvertaka fyrir þessa viðskiptahætti. ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON JÓHANNES GUNNARSSON Ég veit að þetta hefur tíðkast hjá öllum fyrir- tækjunum í bransanum. Jón M. Jónsson, einn eigenda Ísfugls. Bolungarvík -1° SV 5 Akureyri 1° SV 4 Egilsstaðir -1° SA 2 Kirkjubæjarkl. 2° V 2 Reykjavík 4° SSV 7 Kólnar Í dag verður yfirleitt fremur hægur vindur og bjart með köflum en strekkingur allra syðst og lítils háttar væta á stöku stað S- og SV-til. 4 LÍFIÐ FRÉTTIR Stend með mér Hera Björk hefur í nógu að snúast. Hún ræðir við Lífið um nýja jólaplötu og ævintýrið sem er fram undan í Chile. Í ÖRUGGUM HÖNDUM Ósk Geirsdóttir ljósmóðir hlúir að þessu litla barni sem fæddist í Hreiðrinu á Landspítalanum í gær og heitir enn sem komið er aðeins drengur Pétursson. Hann vó sextán merkur og var 51 sentimetri að lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Keisari fátíður á Íslandi: Hvergi betri heimaþjónusta HEILBRIGÐISMÁL Fram kemur í nýrri skýrslu OECD að tíðni ungbarnadauða er hvergi lægri en einmitt hér á landi og Ísland er í forystu í mörg- um öðrum þáttum. Anna Eðvaldsdóttir, vara- formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að margt liggi að baki þessari góðu stöðu, til dæmis náin og fagleg sam- vinna heilbrigðisstétta, en hér á landi hafi málum lengi verið vel komið. „Sérstaklega hvað varðar heimaþjónustuna sem ég held að sé hvergi í heiminum betri en hérna.“ Hvergi er gripið sjaldnar til keisaraskurðar við fæðingu en á Íslandi. Hér fæðast 14,7 prósent barna með þeim hætti en í OECD-löndunum er með- altalið 27 prósent og allt að helmingur barna í Tyrklandi og Mexíkó. - þj / sjá síðu 6 NÁTTÚRA Hrefnugengd við landið er aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem var fyrir örfáum árum. Tegundin er undirstaða hvalaskoðunar á Faxaflóa og hafa forsvarsmenn hvalaskoðunarfólks þungar áhyggjur. Sama gegnir um hrefnuveiðimenn sem hafa byggt upp veiðar og vinnslu við flóann. Þetta kom fram á málstofu um hvalveiðar og ferða- þjónustu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem stendur yfir í Reykjavík. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrann- sóknastofnunar, greindi frá því að hlýnun sjávar við Ísland hefði gjörbreytt möguleikum hrefnunn- ar til fæðuöflunar, sem aftur skýrir af hverju svo miklu minna leitar inn á grunnsævi. - shá / sjá síðu 12 Mikil fækkun hefur orðið á hrefnu við landið og er hlýrri sjó kennt um: Hrefnuleysi ógnar hvalaskoðun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.