Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 33
Ídag semur Sjúkraliðafélagið sjálft um laun og önnur kjarasamnings-bundin réttindi fyrir sína félags-
menn,“ útskýrir Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður Sjúkraliða-
félags Íslands, en félagið heldur úti
öflugri þjónustu við félagsmenn um
allt land.
Á skrifstofu félagsins vinna sex
starfsmenn í fimm stöðugildum og
eru skrifstofur félagsins staðsettar að
Grensásvegi 16 í Reykjavík.
Fjölmennt félag
„Alls eru félagsmenn SLFÍ 2.050. Þar
til viðbótar eru lífeyrisþegar og fag-
félagar, það er sjúkraliðar sem starfa
við annað, svo umfangið er talsvert.
Félagið samanstendur af níu lands-
hlutadeildum og þremur fagdeild-
um og mynda formenn landshluta-
deildanna hina eiginlegu félags-
stjórn, ásamt þeim sem kosnir hafa
verið sérstaklega í framkvæmda-
stjórn. Formaður er kosinn í allsherj-
aratkvæðagreiðslu og er fulltrúaþing
haldið árlega,“ útskýrir Kristín.
Trúnaðarmannaráð SLFÍ sam-
anstendur af öllum trúnaðarmönn-
um félagsins og kemur saman að
lágmarki einu sinni á ári og oftar
ef þurfa þykir. Þá er Sjúkraliðafélag
Íslands aðili að BSRB og er eitt af
stærstu aðildarfélögum þess.
Löggild starfsstétt
„Sjúkraliðastéttin er löggild starfs-
stétt og starfar samkvæmt núgild-
andi lögum um heilbrigðisstarfs-
menn sem gildi tóku 1. jan 2013.
Áður starfaði stéttin undir sérlög-
um um sjúkraliða frá 1986,“ segir
Kristín. „Við erum í nánu samstarfi
við systursamtök okkar í Evrópu og
höfum um nokkurt skeið haldið sér-
stakan Evrópudag sjúkraliða, sem er
26. nóvember. Þema þessa árs verð-
ur sérstök áhersla á vinnuvernd og
mótmæli við gríðarlegu starfsálagi
á stéttina.“
Kristín bendir á að sjúkraliða-
stéttin hafi þurft að beita verkfalls-
rétti til að ná fram kröfum sínum og
þá sérstaklega í upphafi samnings-
réttarins, þegar sýna þurfti fram á
að félagið hefði styrk og rétt til að
semja sjálft um kjör sín og kaup. Í
dag semji félagið sjálft um öll sín
kjaramál.
Heimasíða félagsins er www.slfi.is.
STÉTTARFÉLÖG
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Kynningarblað
Við höfum lagt mikla áherslu á að grunnmenntun sjúkra-liða sé góð, þá er boðið upp á
framhaldsmenntun á fjórða hæfni-
þrepi við Fjölbrautaskólann við Ár-
múla þar sem sjúkraliðar geta séræft
sig. Boðið hefur verið upp á fram-
haldsnám í öldrunar- og geðhjúkr-
un og hafa um það bil 160 sjúkraliðar
farið í gegnum þetta nám, sem tekur
eitt ár. Unnið er að nýrri námskrá
fyrir framhaldsnám við sótthreinsun,
speglun og störf á skurðstofum sem
væntanlega verður tilbúið 2015. Einn-
ig er boðið upp á símenntunarnám-
skeið hjá símenntunarmiðstöðinni
Framvegis,“ segir Birna Ólafsdóttir,
sjúkraliði og formaður fræðslunefnd-
ar Sjúkraliðafélags Íslands.
Hún segir sjúkraliðanámið vin-
sælt nám og aðsóknin í námið hefur
verið góð.
„Einhver hópur heldur þó allt-
af áfram til annarrar menntun-
ar og starfa því sjúkraliðamennt-
unin byggir á miklum samskiptum
sem fólk getur nýtt sér í margvíslegri
starfsemi.“
Fjölbreytt nám
Sjúkraliðanámið sjálft er 120 ein-
inga nám á framhaldsskólastigi og
á þriðja hæfniþrepi. Námið er kennt
um allt land og í tveimur framhalds-
skólum í Reykjavík, Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti og í Fjölbrautaskól-
anum við í Ármúla. Námið tekur þrjú
til þrjú og hálft ár og byggist upp á
bóklegu námi, starfsþjálfun og
vinnustaðanámi.
Í vinnustaðanámi taka leiðbein-
endur sem eru sjúkraliðar inni á
deildum stofnana að sér sjúkraliða-
nema og kenna þeim. Í starfsþjálfun
á sjúkraliðaneminn að vera orðinn
sjálfstæðari í starfi.
„Sjúkraliðanemar fara yfirleitt á
þrjú mismunandi svið, öldrunarsvið,
handlækninga-, lyf lækningasvið
og/eða sérdeild. Þeir öðlast því fjöl-
breytta reynslu og eiga að geta geng-
ið inn á hvaða svið sem er að námi
loknu,“ útskýrir Birna og segir sjúkra-
liða eftirsótta starfskrafta. „Sjúkra-
liðar starfa mjög víða. Til dæmis á
sjúkrahúsum og öldrunarheimilum,
á læknastofum og í heimahjúkrun.
Þörfin fyrir sjúkraliða í heimahjúkr-
un fer vaxandi þar sem stefna heil-
brigðisyfirvalda er að til dæmis aldr-
aðir geti verið sem lengst heima.“
Öflugt framhaldsnám og
símenntun
„Þá bjóðum við upp á framhalds-
nám á fjórða hæfnisstigi, sem er
eins árs sérnám í geðhjúkrun og
öldrunarhjúkrun í Fjölbraut í Ár-
múla. Nú þegar hafa um það bil
160 sjúkraliðar farið í gegnum
framhaldsnám. Við erum einnig
að vinna að nýju framhaldsnámi
sem fer í gang 2015, meðal annars á
skurðstofum og fleiru,“ segir Birna
og vill meina að sérhæfing sé það
sem koma skal.
„Sjúkraliðar eru að taka á sig
meiri ábyrgð og sérmennta sig til
þess. Sjúkraliðar eru einnig mjög
duglegir að sækja sér símenntun en
við höfum árum saman boðið upp á
fjölmörg námskeið sem sjúkralið-
ar geta bætt ofan á sinn grunn. Ég
leyfi mér að fullyrða að þar sé engin
heilbrigðisstétt með tærnar þar sem
sjúkraliðar eru með hælana.“
Sjúkraliðanámið vinsælt
Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði og formaður fræðslunefndar SLFÍ, segir sjúkraliða eftirsótta til starfa á fjölbreyttum sviðum
heilbrigðisgeirans. Félagið leggi mikinn metnað í menntun sjúkraliða og hefur aðsóknin í námið verið góð. Boðið er upp á
grunnnám, framhaldsnám og símenntun.
Birna Ólafsdóttir sjúkraliði og formaður
fræðslunefndar Sjúkraliðafélags Íslands.
MYND/GVA
Yfir tvö þúsund félagsmenn
Sjúkraliðafélag Íslands er landsfélag stofnað 21. nóvember árið 1966 og á því 50 ára afmæli 2016. Upphaflega var það fagfélag sem
ekki hafði samningsrétt en árið 1992 hófst nýr kafli í sögu félagsins þegar sjúkraliðar náðu til sín samningsréttinum.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI
Gunnar Örn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Ís-
lands, segir að leiðrétta þurfi laun
sjúkraliða. Stéttin haldi ekki í við
aðrar stéttir innan BSRB en vinnu-
álag stóraukist. Almennt séu sjúkra-
liðar þó ánægðir í vinnunni.
„Hagfræðingur félagsins tók
saman launaþróun stéttarinnar frá
árinu 1997 og bar saman við aðrar
stéttir innan BSRB og fram kom að
verulega þarf að leiðrétta laun stétt-
arinnar, eins og fleiri stétta innan
heilbrigðisgeirans,“ segir Gunnar.
„Kjarakönnun Capacent sýndi
fram á mikla óánægju sjúkraliða
með launin og þar kom einnig fram
að enn einu sinni hefur álagið auk-
ist, á milli áranna 2012 og 2013. Þrátt
fyrir álagið og í allt of mörgum tilvik-
um lág laun, þá eru sjúkraliðar víða
um land virkilega ánægðir í störfum
sínum,“ bendir Gunnar á. Hann segir
að sjúkraliðum þyki vænt um starf-
ið og þá sem þeir þjóni og vinni með.
„Þá skiptir ekki síður máli að
innan heilbrigðiskerfisins eru víða
hæfir stjórnendur svo fólki líður vel
í vinnunni þrátt fyrir allt. SLFÍ hóf í
haust að verðlauna þann stjórnanda
sem hefur þótt skara fram úr og getur
stjórnað sínu fólki á jákvæðan hátt og
með gagnkvæmri virðingu.“
Ánægja með störf SLFÍ
Í könnun Capacent kemur fram
að sjúkraliðar á öllu landinu nýta
sér þjónustu skrifstofu SLFÍ mikið
og er almenn ánægja með þjón-
ustuna. „Það gleður okkur auðvitað
sem sinnum þeirri þjónustu,“ segir
Gunnar. „Það er metnaður allra sem
vinna á skrifstofu Sjúkraliðafélags
Íslands að þjónusta okkar fólk sem
allra best.“
Áhersla á orlofsmál
„Eftir hrun hefur ásókn í orlofsbú-
staði félagsins aukist töluvert og
þar af leiðandi er meiri áhersla
lögð á orlofsmál innanlands,“ segir
Gunnar. „Félagsmenn SLFÍ eiga og
reka sex orlofshús víðsvegar um
landið og orlofsíbúð bæði í Reykja-
vík og á Akureyri. Einnig leigir fé-
lagið íbúð í Kaupmannahöfn og er
allt þetta húsnæði vel nýtt árið um
kring. Yfir sumartímann leigir fé-
lagið þar að auki fjögur hús til við-
bótar, í Bolungarvík, á Seyðisfirði, í
Stykkishólmi og á Hellisandi og tvo
tjaldvagna. Þá hefur orlofsnefnd
skipulagt og niðurgreitt tvær nokk-
urra daga gönguferðir innanlands
með leiðsögumanni sem einnig er
sjúkraliði. Við höfum þar að auki
verið með til sölu gjafabréf frá WOW
og Icelandair. Orlofssjóður niður-
greiðir einnig hótelmiða, veiðikort-
ið, útilegukortið, golfkortið, ferðir
hjá FÍ og dvöl í íbúðum á Spáni svo
eitthvað sé nefnt.“
Sjúkraliðar ánægðir, þrátt fyrir allt
Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir almenna starfsánægju ríkja í röðum sjúkraliða. Þeim
þyki vænt um starfið og þá sem þeir þjónusta. Launaþróun stéttarinnar sé þó ekki í takt við menntunina og aukið álag. Starfsfólk
SLFÍ leggi mikinn metnað í að þjónusta félagsmenn.
Gunnar Örn
Gunnarsson,
framkvæmda-
stjóri Sjúkraliða-
félags Íslands,
afhendir Lilju
Hauksdóttur,
deildarstóra á
Mörkinni hjúkr-
unarheimili,
viðurkenningu
fyrir góða
stjórnun.
MYND/ÚR EINKASAFNI