Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 12
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Meiriháttar breytingar hafa orðið á atferli hrefnu hér við land. Hvalur- inn er að stórum hluta horfinn af landgrunninu, þar sem hann hefur helst haldið til. Þetta veldur for- svarsmönnum hvalaskoðunarfyrir- tækja, jafnt sem hvalveiðimönnum, þungum áhyggjum. Þetta var meðal þess sem kom fram á Sjávarútvegsráðstefnunni sem stendur yfir í Reykjavík. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur Hafrannsóknastofnunar, hélt erindi í málstofu sem laut að hval- veiðum og ferðaþjónustu. Gerði hann grein fyrir breytingum á útbreiðslu og stofnstærðum hvala við Ísland. Staða hvalastofna er sterk; hnúfubak hefur fjölgað gríð- arlega og vísbendingar eru um að stofninn hafi náð sínu vistfræðilega hámarki. Sama á við um langreyði. Hins vegar eru uppi stórar spurn- ingar um hrefnuna. Hrefnan horfin Gísli útskýrði að á nokkurra ára tímabili hefði hrefnunni snar- fækkað á landgrunni Íslands, og má tala um hrun í því sambandi. Hrefna hefur löngum verið algeng allt umhverfis landið á sumrin, en þéttleikinn mestur í Faxaflóa og við suðausturhorn landsins. „Fækkun hrefnu frá 2001 til 2007, sem var regluleg hvalatalning, varð til þess að við endurtókum taln- inguna á landgrunninu. Hún stað- festi að þessi mikla fækkun hefur orðið og í samræmi við upplýsing- ar frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og hvalveiðimönnum. Þessi árin er mun minna af hrefnu á land- grunninu en verið hefur og ekki síst þar sem hún var þéttust.“ Vöxtur og áhyggjur Faxaflóinn hefur verið, og er, lang- mikilvægasta veiðislóð hrefnu- veiðimanna og á sama tíma vett- vangur eins stærsta vaxtarbrodds ferðaþjónustunnar á höfuðborgar- svæðinu, hvalaskoðunar. Rannveig Grétarsdóttir, for- maður Hvalaskoðunarsamtaka á Íslandi, sagði frá því að vöxt- ur greinarinnar væri stöðugur og mikill. Frá Reykjavík fara um 120.000 manns í hvalaskoðun í ár, og það er hrefnan sem stólað er á. En áhyggjur Rannveigar af þróun mála var augljós, hin mikla fækkun hrefnunnar á Faxaflóa. Algengt var að bátarnir fyndu nokkur dýr í hverri ferð til að sýna, en það á ekki við lengur. „Þeim hefur fækkað svo mikið að við megum ekki við því að missa þær sem þó koma,“ sagði Rannveig og bætti við að helstu rök hvalaskoð- unarfyrirtækjanna í dag væru að það þyrfti að verja þá hvali sem koma ár eftir ár. Átökin á milli ferðaþjónustunnar og veiðimanna eru því á Faxaflóa. Rannveig telur að veiðarnar séu óþarfa áhætta fyrir hvalaskoðun í ljósi mikilvægis hennar og vaxtar. Biðlaði hún til hvalveiðimanna að hætta veiðum á Faxaflóa, og stunda veiðar sínar annars staðar. Hræðsluáróður Gunnar Bergmann Jónsson, for- maður Félags hrefnuveiðimanna, benti á að hræðsluáróður úr ýmsum áttum um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna hefði sýnt sig að vera með öllu ástæðulaus. Vegna takmarkana á veiðimöguleikum á Faxaflóa með afmörkun veiði- og skoðunarsvæða hafa hrefnuveiði- menn farið á veiðislóð hringinn í kringum landið og niðurstaðan er alls staðar sú sama. „Ástand- ið er grafalvarlegt, það var mikið minna af hrefnu, ekki bara á Faxa- flóa, heldur líka annars staðar,“ sagði Gunnar og bætti við að 36 dýr hefðu náðst af 216 dýra kvóta í sumar. Allt selst innanlands, og veitingahúsin taka nú meira en almenni markaðurinn. Gunnar tók skýrt fram að það væri ekki til umræðu að hvalveiði- menn bökkuðu frá veiðum í Faxa- flóa, enda myndu veiðarnar ekki bera sig þegar veiðar, og ekki síst vinnsla, væru staðsett á svæðinu. Eins sagði Gunnar að veiðarnar væru svo litlar að þær hefðu engin áhrif á stofninn. Niðurstaða málstofunnar var ef til vill sú að seint verður hægt að sætta sjónarmið hvalveiðimanna og ferðaþjónustunnar. Hins vegar köll- uðu bæði Rannveig og Gunnar eftir rannsóknum á hrefnunni, svo hægt væri að leita svara við þeim miklu breytingum sem blasa við. 25% kynningarafsláttur föstudag & laugardag Kynnum nýja vörulínu 25% afsláttur af öllum jólavörum eru komnir aftur Jólasveinadúkarnir Ofnhanskar Svuntur Hreindýr Stærð 140x200 TILBOÐ 9.990 kr 100% Pima bómull Örn rúmföt Stærð 140x200 TILBOÐ 9.990 kr Þungar áhyggjur af hvarfi hrefnu Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og hvalveiðimanna lýsa þungum áhyggjum af breyttu atferli hrefnu við Ísland. Hrefnan sækir aðeins í litlum mæli inn á landgrunnið, minna en hún gerði. Umhverfisbreytingum er um að kenna er mat sérfræðings Hafrannsóknastofnunar. Í HVALASKOÐUN Um 200.000 manns fara í hvalaskoðun á Íslandi í ár. Alls fara 120.000 frá Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gísli Víkingsson fór yfir hugsanlegar ástæður fyrir fækkun hrefnunnar, en tók fram að fækkun hrefnu á grunnsævi segði ekkert um stöðu stofnsins, sem getur dreift sér um stórt svæði. Hann útilokaði strax að veiðar eða hvalaskoð- un hefðu nokkuð með fækkun hrefnu að gera á Faxaflóa. Sjúkdómar eru önnur stærð, en ekkert sem bendir til þess að stofninn hafi stráfallið af þeim sökum. Slíkt kæmi til dæmis fram í hvalrekum og sýnatökum á einstökum dýrum. Fækkun hrefnu á grunnsævi við Ísland á síðustu árum er því vegna breyt- inga í umhverfinu, er mat Gísla, og þá hlýnun sjávar. Því fylgjandi er gjörbreytt fæðuframboð fyrir hvalinn; þekkt er að sandsílastofninn er hruninn, göngu- mynstur og stofnstærð loðnu er breytt og vísbendingar um minni ljósátu. Útbreiðsla og atferli annarra hvala en hrefnu styðja þessa kenningu. HREFNAN HORFIN VEGNA HLÝNUNAR SJÁVAR Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.