Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGBandalag háskólamanna FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 201310
„Það sem SBU vill leggja mesta áherslu
á í komandi kjaraviðræðum er að laun
okkar fólks hækki en með áherslu á að
styrkja kaupmátt jafnframt því að ná
fram launajafnrétti kynjanna. Margir
innan okkar félags hafa dregist aftur úr
hvað varðar laun þar sem flestir í okkar
stétt vinna hjá hinu opinbera en laun
á almennum markaði eru allt að 20%
hærri. Við teljum nauðsynlegt að þeir
sem leggja á sig langt nám í háskóla eigi
að njóta samkeppnishæfra launa.
Það er mikil breyting í starfsþróun
stéttarinnar, áður fyrr voru f lestir með
okkar menntun að vinna á bókasöfnum
en í dag vinnur meirihlutinn við skjala-
stjórn, stjórnun á upplýsingum og miðl-
un þeirra. Við viljum gera okkar stétt
meira gildandi í þessum störfum og
viljum stefna að því að fólk með okkar
menntun sé það fyrsta sem atvinnu-
rekendum dettur í hug þegar kemur að
þessum störfum.
Einnig viljum við sjá að réttur til
námsleyfa sem nú er í samningum við
ríkið verði einnig í samningum við
sveitarfélög ásamt við almenna mark-
aðinn. Það er mikill munur á að eiga
rétt á að sækja um námsleyfi eða að
hafa rétt á námsleyfi.
Stór hluti háskólamenntaðra greið-
ir af námslánum en hefur ekki fengið
þau lán virt í aðgerðum vegna skuld-
setningar né við útreikninga á heild-
arskuldum. Okkur finnst að þau eigi
að vera frádráttarbær til skatts til jafns
við önnur lán. Einnig að af þeim reikn-
ist vaxtabætur, að þau verði tekin með
í eignastöðu við þær aðgerðir hjá hinu
opinbera vegna skuldsetningar hjá al-
menningi. Námslán eru ekki frábrugðin
öðrum lánum, af þeim þarf að greiða.“
Vilja
samkeppnis-
hæf laun
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga leggur mesta
áherslu á hærri laun hjá hinu opinbera og launajafnrétti
kynjanna í komandi kjaraviðræðum. Eins að námslán verði
frádráttarbær til skatts til jafns við önnur lán.
Sigrún Guðnadóttir, formaður SBU, segir flesta bókasafns- og upplýsingafræðinga vinna hjá hinu opinbera en laun
á almennum markaði eru allt að 20% hærri. MYND/STEFÁN
Það er mjög margt í gangi hjá okkur núna,“ segir Alda Hrönn. „Við erum að
undirbúa okkur fyrir komandi
kjarasamninga. Einnig er átak í
gangi að fjölga félagsmönnum,
sérstaklega af hinum almenna
vinnumarkaði, sem hefur geng-
ið vel. Meirihlutinn hefur verið
opinberir starfsmenn. Þar utan
viljum við auka stéttarfélags-
vitund félagsmanna sem okkur
hefur ekki þótt nógu mikil,“
bætir hún við. „Við teljum að
samtakamáttur okkar sé bestur
ef allir lögmenn séu í félaginu.
Sumir þeirra sem starfa á lög-
mannsstofum eru í VR. Hags-
munum þeirra er betur borgið
hjá okkur.“
Til að gerast aðili að Stéttar-
félagi lögfræðinga þarf að hafa
lokið BA-prófi í lögfræði. „Við
höfum gert samninga við nem-
endafélög í háskólum um að
kynna starfsemi félagsins fyrir
laganemum. Við bjóðum nema-
aðild en með skertum réttind-
um. Það væri gott að ná grasrót-
inni inn í félagið þannig að vit-
undin verði meiri hjá komandi
kynslóðum. Einnig er fyrirhug-
að að vinna meira í samstarfi
við Lögfræðingafélagið og Lög-
mannafélagið sem eru fagfélög.
Það hefur orðið mikil breyting
á lögfræðistéttinni undanfar-
in ár með fjölgun lagadeilda og
þar með meiri fjölda lögfræð-
inga. Það er mun meira framboð
af laganámi hér heldur en þekk-
ist í nágrannalöndum okkar.
Vegna þess hefur orðið offram-
boð af lögfræðingum og við vilj-
um skoða hvort það sé ákjósan-
legt.
Félagið er með mikla þjón-
ustu. Fjórir starfsmenn leggja
sig fram um að veita hana. Lög-
fræðingar geta til dæmis fengið
aðstoð með ráðningarsamninga
og upplýsingar um launakjör og
aðstoð ef vandamál koma upp á
milli starfsmanns og vinnuveit-
anda. Félagsmenn hafa aðgang
að góðum sjóðum, til dæmis
styrktarsjóði, sjúkrasjóði, starfs-
menntunarsjóði og orlofssjóði.
Einnig er ókeypis fræðsla í boði
hjá BHM sem er eingöngu fyrir
háskólamenntaða og sniðin að
þeirra þörfum. Við viljum gera
félagsmenn virkari en þannig
náum við bestum árangri.“
Alda Hrönn hefur verið for-
maður frá árinu 2008 og segir að
margt hafi breyst frá því að hún
byrjaði. „Félagið hefur verið í
stöðugri þróun. Það var ákveð-
in stöðnun sem ríkti í hruninu
þrátt fyrir að mikil eftirspurn
væri eftir lögfræðingum. Sú eft-
irspurn er ekki lengur fyrir hendi
og það er áhyggjuefni. Aldrei
hafa fleiri lögfræðingar verið at-
vinnulausir en núna,“ segir hún.
„Við höfum gert kannanir
meðal félagsmanna og spurt
hvað þeir vilji sjá í komandi
kjarasamningum. Flestir vilja
aukinn kaupmátt, hærri grunn-
laun og jöfn laun kynjanna,“
segir Alda Hrönn og hvetur lög-
fræðinga til að kynna sér hvað fé-
lagið hefur upp á að bjóða.
Auka þarf stéttar-
vitund lögfræðinga
Alda Hrönn Jóhannsdóttir er formaður Stéttarfélags lögfræðinga. Félagið er
innan BHM með vel á sjötta hundrað félagsmenn og rekur skrifstofu með
fjórum öðrum aðildarfélögum.
Alda Hrönn Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga, segir að margt sé í
gangi hjá félaginu um þessar mundir. MYND/GVA
Flestir vilja
aukinn
kaupmátt, hærri
grunnlaun og jöfn laun
kynjanna.
Stór hluti háskóla-
menntaðra greiðir af
námslánum en hefur ekki
fengið þau lán virt í aðgerðum
vegna skuldsetningar né við
útreikninga á heildarskuldum.
Okkur finnst að þau eigi að
vera frádráttarbær til skatts til
jafns við önnur lán.
8