Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 12
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Meiriháttar breytingar hafa orðið á atferli hrefnu hér við land. Hvalur- inn er að stórum hluta horfinn af landgrunninu, þar sem hann hefur helst haldið til. Þetta veldur for- svarsmönnum hvalaskoðunarfyrir- tækja, jafnt sem hvalveiðimönnum, þungum áhyggjum. Þetta var meðal þess sem kom fram á Sjávarútvegsráðstefnunni sem stendur yfir í Reykjavík. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur Hafrannsóknastofnunar, hélt erindi í málstofu sem laut að hval- veiðum og ferðaþjónustu. Gerði hann grein fyrir breytingum á útbreiðslu og stofnstærðum hvala við Ísland. Staða hvalastofna er sterk; hnúfubak hefur fjölgað gríð- arlega og vísbendingar eru um að stofninn hafi náð sínu vistfræðilega hámarki. Sama á við um langreyði. Hins vegar eru uppi stórar spurn- ingar um hrefnuna. Hrefnan horfin Gísli útskýrði að á nokkurra ára tímabili hefði hrefnunni snar- fækkað á landgrunni Íslands, og má tala um hrun í því sambandi. Hrefna hefur löngum verið algeng allt umhverfis landið á sumrin, en þéttleikinn mestur í Faxaflóa og við suðausturhorn landsins. „Fækkun hrefnu frá 2001 til 2007, sem var regluleg hvalatalning, varð til þess að við endurtókum taln- inguna á landgrunninu. Hún stað- festi að þessi mikla fækkun hefur orðið og í samræmi við upplýsing- ar frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og hvalveiðimönnum. Þessi árin er mun minna af hrefnu á land- grunninu en verið hefur og ekki síst þar sem hún var þéttust.“ Vöxtur og áhyggjur Faxaflóinn hefur verið, og er, lang- mikilvægasta veiðislóð hrefnu- veiðimanna og á sama tíma vett- vangur eins stærsta vaxtarbrodds ferðaþjónustunnar á höfuðborgar- svæðinu, hvalaskoðunar. Rannveig Grétarsdóttir, for- maður Hvalaskoðunarsamtaka á Íslandi, sagði frá því að vöxt- ur greinarinnar væri stöðugur og mikill. Frá Reykjavík fara um 120.000 manns í hvalaskoðun í ár, og það er hrefnan sem stólað er á. En áhyggjur Rannveigar af þróun mála var augljós, hin mikla fækkun hrefnunnar á Faxaflóa. Algengt var að bátarnir fyndu nokkur dýr í hverri ferð til að sýna, en það á ekki við lengur. „Þeim hefur fækkað svo mikið að við megum ekki við því að missa þær sem þó koma,“ sagði Rannveig og bætti við að helstu rök hvalaskoð- unarfyrirtækjanna í dag væru að það þyrfti að verja þá hvali sem koma ár eftir ár. Átökin á milli ferðaþjónustunnar og veiðimanna eru því á Faxaflóa. Rannveig telur að veiðarnar séu óþarfa áhætta fyrir hvalaskoðun í ljósi mikilvægis hennar og vaxtar. Biðlaði hún til hvalveiðimanna að hætta veiðum á Faxaflóa, og stunda veiðar sínar annars staðar. Hræðsluáróður Gunnar Bergmann Jónsson, for- maður Félags hrefnuveiðimanna, benti á að hræðsluáróður úr ýmsum áttum um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna hefði sýnt sig að vera með öllu ástæðulaus. Vegna takmarkana á veiðimöguleikum á Faxaflóa með afmörkun veiði- og skoðunarsvæða hafa hrefnuveiði- menn farið á veiðislóð hringinn í kringum landið og niðurstaðan er alls staðar sú sama. „Ástand- ið er grafalvarlegt, það var mikið minna af hrefnu, ekki bara á Faxa- flóa, heldur líka annars staðar,“ sagði Gunnar og bætti við að 36 dýr hefðu náðst af 216 dýra kvóta í sumar. Allt selst innanlands, og veitingahúsin taka nú meira en almenni markaðurinn. Gunnar tók skýrt fram að það væri ekki til umræðu að hvalveiði- menn bökkuðu frá veiðum í Faxa- flóa, enda myndu veiðarnar ekki bera sig þegar veiðar, og ekki síst vinnsla, væru staðsett á svæðinu. Eins sagði Gunnar að veiðarnar væru svo litlar að þær hefðu engin áhrif á stofninn. Niðurstaða málstofunnar var ef til vill sú að seint verður hægt að sætta sjónarmið hvalveiðimanna og ferðaþjónustunnar. Hins vegar köll- uðu bæði Rannveig og Gunnar eftir rannsóknum á hrefnunni, svo hægt væri að leita svara við þeim miklu breytingum sem blasa við. 25% kynningarafsláttur föstudag & laugardag Kynnum nýja vörulínu 25% afsláttur af öllum jólavörum eru komnir aftur Jólasveinadúkarnir Ofnhanskar Svuntur Hreindýr Stærð 140x200 TILBOÐ 9.990 kr 100% Pima bómull Örn rúmföt Stærð 140x200 TILBOÐ 9.990 kr Þungar áhyggjur af hvarfi hrefnu Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og hvalveiðimanna lýsa þungum áhyggjum af breyttu atferli hrefnu við Ísland. Hrefnan sækir aðeins í litlum mæli inn á landgrunnið, minna en hún gerði. Umhverfisbreytingum er um að kenna er mat sérfræðings Hafrannsóknastofnunar. Í HVALASKOÐUN Um 200.000 manns fara í hvalaskoðun á Íslandi í ár. Alls fara 120.000 frá Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gísli Víkingsson fór yfir hugsanlegar ástæður fyrir fækkun hrefnunnar, en tók fram að fækkun hrefnu á grunnsævi segði ekkert um stöðu stofnsins, sem getur dreift sér um stórt svæði. Hann útilokaði strax að veiðar eða hvalaskoð- un hefðu nokkuð með fækkun hrefnu að gera á Faxaflóa. Sjúkdómar eru önnur stærð, en ekkert sem bendir til þess að stofninn hafi stráfallið af þeim sökum. Slíkt kæmi til dæmis fram í hvalrekum og sýnatökum á einstökum dýrum. Fækkun hrefnu á grunnsævi við Ísland á síðustu árum er því vegna breyt- inga í umhverfinu, er mat Gísla, og þá hlýnun sjávar. Því fylgjandi er gjörbreytt fæðuframboð fyrir hvalinn; þekkt er að sandsílastofninn er hruninn, göngu- mynstur og stofnstærð loðnu er breytt og vísbendingar um minni ljósátu. Útbreiðsla og atferli annarra hvala en hrefnu styðja þessa kenningu. HREFNAN HORFIN VEGNA HLÝNUNAR SJÁVAR Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.