Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 2
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Hilmar, eignast Vestmanna-
eyingar þá sinn eigin súlustað?
„Nei, þetta verður stólpastaður.“
Hilmar Kristjánsson hyggur á að byggja
veitingahús við höfnina í Vestmannaeyjum,
sem mun standa á súlum – eða stólpum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta er ekki
lengur eins og í Kardimommubæn-
um nú er þetta eins og hjá dýrunum
í Hálsaskógi,“ segir Þorgils Torfi
Jónsson sem situr í meirihluta sveit-
arstjórnar Rangárþings ytra.
Miklar væringar hafa verið í
sveitarstjórninni síðustu daga og
vikur og raunar mun lengur. Þar
hefur meðal annars verið tekist á
um uppsögn starfsmanns og tölvu-
kaup fyrir grunnskólann.
„Það verður að viðurkennast að
við höfum oft deilt og það er búið
að vera alvega skelfilega leiðinlegt
andrúmsloft hjá okkur undanfarna
mánuði, misseri og ár,“ segir Þor-
gils Torfi.
Hann segir að nú hafi menn tekið
ákvörðun um að láta persónuleg-
ar deilur víkja fyrir hagsmunum
íbúa sveitarfélagsins. „Við töluðum
saman, það var gott samtal menn
voru einlægir á þeim fundi,“ segir Þorgils Torfi.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti segir að sam-
starfið innan meirihlutans sé gott núna. Verið sé að
ljúka við fjárhagsáætlun næsta árs. „Samstarfið er gott
þó við séum ekki sammála um allt. En við ræðum málin
og komumst á endanum að niðurstöðu,“ segir hann.
- jme
Deilur í meirihlutanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra settar niður á fundi:
Dýrin í skóginum orðin vinir
ÞORGILS TORFI
JÓNSSON
GUÐMUNDUR INGI
GUNNLAUGSSON
HEILBRIGÐISMÁL Yfir milljarði króna
þarf að verja til tækjakaupa á Landspít-
alanum til að viðhalda núverandi tækja-
kosti, en til að uppfæra kostinn eftir
margra ára fjársvelti þarf enn frekari
fjármuni.
Þetta kemur fram í grein sem sex
læknar á Landspítala skrifa í Frétta-
blaðið í dag. Meðal greinarhöfunda
er Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á
skurðdeild, sem segir í samtali að gangi
áætlanir í fjárlagafrumvarpi eftir verði
óumflýjanlegt að draga úr þjónustu
spítalans.
„Við vonumst innilega til þess að sú
verði ekki raunin þar sem okkur hefur
fundist umræðan í þjóðfélaginu hafa
snúist okkur í hag og að það sé vilji hjá
almenningi og stjórnmálamönnum til
að veita auknu fé til Landspítalans,“
segir Tómas.
„Það er hins vegar alveg ljóst að ef
það kemur ekki til, þurfum við annað-
hvort að færa rannsóknir eða aðgerðir
út af spítalanum, jafnvel til útlanda og
það hugnast okkur læknum ekki og ég
held að það sama gildi um almenning.“
- þj / sjá síðu 20
Sex læknar segja 1,5 milljarða króna vanta í tækjakaup og skora á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða:
Lýsi yfir tafarlausri endureisn Landspítala
FRÉTTA-
BLAÐIÐ Í
DAG
„Stjórn-
völd verða
tafarlaust að
lýsa því yfir
að hafin sé
endurreisn
Landspítala,“
segir í grein
læknanna sex.
SAMFÉLAG „Það er rosalega sorg-
legt að horfa í augun á bróður
sínum og biðja til guðs að hann
verði handtekinn,“ segir Inga
Birna Dungal, einn af stofnendum
nýs félags um málefni útigangs-
fólks.
Bróðir Ingu Birnu er 26 ára
gamall og hefur verið í óreglu og
afbrotum frá því hann var barn.
„Í gegnum tíðina þegar ég hef
reynt að hjálpa honum hef ég
komið að lokuðum dyrum. Ég nefni
nafn hans við starfsmenn stofnana
og það vill enginn hjálpa. Það er
eins og fólk bíði eftir að hann bróð-
ir minn deyi því þá er hann ekki
vandamál lengur og aðstandendur
losna úr þessari kvöl.“
Inga Birna fagnar stofn-
un félagsins og vonar að það
geti hjálpað fagfólki í kerfinu
að aðstoða þessa einstaklinga.
Félagið verður regnhlífarsam-
tök fyrir ógæfufólk af öllu tagi,
aðstandendur þeirra, áhugamenn
og starfsmenn í málaflokknum.
„Það eru fáir sem geta staðið
upp fyrir þeim sem geta ekki stað-
ið sjálfir í fæturna. Bróðir minn
tilheyrir litlum hópi manna sem
fara inn og út úr fangelsi,“ segir
Birna sem kveður bróðurinn hafa
náð að halda sér edrú í fangels-
inu. „En um leið og hann kemur út
er hann kominn á götuna og fer í
afbrot. Þetta eru mennirnir sem
við lesum hrottalegar fréttir um í
blöðunum, alltaf sömu mennirnir.
Vandamálið er að þeir fá enga upp-
byggilega hjálp og allir hafa gefist
upp á þeim.“
Inga Birna vill stórefla for-
varnir fyrir þennan hóp. „Þetta
eru menn sem báru þess merki
strax sem börn að þeir yrðu utan-
garðs eða í vandræðum. Það er
búið að horfa á vandamálið vaxa
með hverju árinu en aldrei gripið
almennilega inn í. Við gætum fækk-
að glæpum um helming með því að
hlúa betur að börnunum. Það verða
sífellt minni líkur á því eftir því
sem þeir eldast og glæpirnir verða
alltaf alvarlegri.“
Inga Birna segir bróður sinn af
og til vilja hjálp og breyta lífi sínu.
En þá komi hann alls staðar að lok-
uðum dyrum. Það vanti úrræði
þegar fólkið opnar sjálft fyrir hjálp.
„Það vantar skilorðsfulltrúa,
einhverja til að fylgja þeim út í
lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofn-
un veit vel að bróðir minn er heim-
ilislaus þegar hann losnar úr fang-
elsi en honum er samt hent þangað.
Það þarf að kenna þeim á lífið, það
eina sem þeir kunna eru afbrot og
sjálfsmynd þeirra endurspeglast
í fréttum af glæpum þeirra í fjöl-
miðlum.“
erlabjorg@frettabladid.is
Eins og það sé beðið eftir
að hann bróðir minn deyi
Stofnun félags um málefni útigangsfólks er í undirbúningi. Inga Birna Dungal er meðal stofnenda. Bróðir
hennar á við fíknivanda að stríða og býr á götunni. Inga segir að kenna þurfi útigangsfólki á lífið.
AÐSTANDANDI Inga Birna Dungal hefur horft upp á bróður sinn vera utangarðs í samfélaginu frá því hann var lítill drengur.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þetta eru mennirnir
sem við lesum hrottalegar
fréttir um í blöðunum.
Inga Birna Dungal, einn stofnenda nýs
félags um málefni útigangsfólks
STJÓRNMÁL „Kosningarnar í vor
kenndu þjóðinni dýrkeypta lexíu:
Það skiptir máli hverjir stjórna,“
sagði Árni Páll Árnason, formað-
ur Samfylkingarinnar, á opnum
fundi Samfylkingarinnar á Grand
Hóteli í gærkvöld.
„Á snöggu augabragði var stýr-
inu snúið, skattar lækkaðir á vild-
arvini og sundrungarpólitíkin inn-
leidd,“ sagði Árni meðal annars.
„Hættan á japönsku ástandi
efnahagslegrar lömunar blasir
við, nú þegar spáð er litlum hag-
vexti, lítilli fjárfestingu og
ofskuldsetningu í atvinnulífi. Þá
ætti svarið að vera að opna hag-
kerfið og auka samkeppni,“ sagði
hann enn fremur. „En kreddukarl-
arnir kjósa frekar að loka leiðinni
út og hætta aðildarviðræðum við
Evrópusambandið.“ - gb
Árni Páll á opnum fundi:
Segir kreddu-
karla við stjórn
BANDARÍKIN, AP Risaþota af gerð-
inni Boeing 747 lenti fyrir mistök
á litlum flugvelli í Kansas á mið-
vikudag, skammt frá herflugvelli
þar sem hún átti að lenda.
Um borð voru tveir flugmenn,
engir farþegar en hlutir í vænt-
anlega 787 Dreamliner þotu frá
Boeing. Þeir áttu að fara til fyrir-
tækis í grenndinni, sem framleið-
ir stóra parta í nýju þotuna, sem
brátt mun líta dagsins ljós.
Orsök mistakanna mun liggja í
því að flugmaðurinn hafi mislesið
lendingarleiðbeiningar, sem hann
sjálfur hafði skrifað. - gb
Mistök í flugi:
Boeing lenti á
röngum velli
AFTUR Á LOFT Þotan fór á loft í gær,
daginn eftir lendingu á röngum velli.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS