Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 4
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
2.298 skip og bátar voru á Íslandi á
skipaskrá 1. janúar 2013.
Af þeim voru 1.694 fiskiskip, flest
undir 15 brúttótonnum eða 1.293.
Þau rúmlega 600 skip sem ekki
flokkast sem fiskiskip eru af ýmsu
tagi, svo sem skemmtiskip, seglskip,
björgunarskip, dráttarskip, prammar
og dýpkunarskip.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
VINNUMARKAÐUR Samiðn leggur
til að frídagafrumvarp Bjartrar
framtíðar verði samþykkt og verði
að lögum eins og það er lagt fram.
BSRB og Starfsgreinasambandið
telja að 1. maí sé svo helgur dagur
fyrir verkafólk að ekki komi til
greina að hrófla við honum. Þetta
kemur fram í umsögnum um frí-
dagafrumvarp Bjartrar framtíðar
sem liggur fyrir Alþingi.
Rafiðnaðarsambandið er hins
vegar á því að það megi taka 1. maí
til endurskoðunar. „Það er engin
að ræða um að fella 1. maí niður,
það er sáralítið hlutfall launa-
manna sem tekur þátt í hátíða-
höldunum og hægur vandi að koma
þeim fyrir eftir sem áður í lok
vinnudags,“ segja rafiðnaðarmenn
og eru frekar jákvæðir gagnvart
frumvarpinu í heild. BSRB gerir
ekki athugasendur nema við til-
færslu 1. maí.
Í umsögn Starfgreinasam-
bandsins má greina vafa. Annars
vegar eru kynnt sjónarmið þeirra
sem vilja fara þá leið sem kynnt
er í frumvarðinu og hins vegar
þeirra sem engu vilja breyta.
Landssamband eldri borg-
ara telur að sú hefð sem skapast
hefur um sumardaginn fyrsta og
uppstigningardag, eigi sér sterk-
ar rætur í íslenskri þjóðmenningu
og ekki eigi að breyta því með
einfaldri lagasetningu.
Samtök atvinnulífsins vilja
færa frí vegna uppstigningar-
dags og sumardagsins fyrsta upp
að næstu helgi en lýsa andstöðu
við fjölgun frídaga sem lögð er til
í frumvarpinu.
Félag atvinnurekenda telur
frumvarpið að hluta til ágætt
en gerir athugasemdir við auk-
inn kostnað atvinnurekenda
yrði það að lögum. Viðskiptaráð
lýsir sömu skoðun og á svipuðum
nótum eru athugasemdir Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
„Frídagar eru hluti af vinnutíma-
ákvæðum kjarasamninga og hafa
breytingar á þeim áhrif á launa-
kostnað sveitarfélaga,“ segir í
umsögninni.
johanna@frettabladid.is
Atvinnurekendur vilja færa
frídaga en stéttarfélög hugsi
Verkalýðshreyfingin hefur blendnar tilfinningar gagnvart frídagafrumvarpi Bjartrar framtíðar. Atvinnurekend-
ur eru á móti fjölgun frídaga vegna aukins kostnaðar. Eldri borgarar vilja alls ekki færa uppstigningardag.
Í kjarasamningum 1998 var samið um að færa uppstigningardag og sumar-
daginn fyrsta til næsta föstudags. Tillagan hlaut ekki hljómgrunn þegar
samningurinn var kynntur fyrir félögum Starfsgreinasambandsins.
Samningarnir voru felldir og þetta var eitt þeirra mála sem hafði þar
mikil áhrif.
➜ Reynt að færa fimmtudagsfrí 1998
Samkvæmt frídagafrumvarpi Bjartrar framtíðar verður launafólki gefið frí á
föstudegi eftir uppstigningardag og sumardaginn fyrsta. Beri jóladag, annan
í jólum, nýársdag og 17. júní upp á frídag á að gefa aukafrídag næsta virka
dag á eftir. 1. mai verður haldinn hátíðlegur fyrsta mánudag í maí.
➜ Frídagafrumvarp Bjartrar framtíðar
BLENDNAR TILFINNINGAR Verkalýðs-
hreyfingin er ekki einhuga um að gera
fyrsta mánudag í maí að almennum
frídegi í stað 1. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL.
FRÍDAGAR Í NOKKRUM RÍKJUM EVRÓPU
Ungverjaland
7
Rúmenía
6
Eistland
8
Pólland
9
Lettland
10
Litháen
10
Slóvenía
10
Búlgaría
11
Grikkland
10
Lúxemborg
8
Spánn
14
Slóvakía
12Austurríki
10
Portúgal
11
Tékkland
9
Noregur
10
Bretland
9
Finnland
9
Svíþjóð
9
Ítalía
11
Þýskaland
10
Danmörk
9
Frakkland
8
Írland
8 Holland
6
Belgía
10
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
10-15 m/s V-til, annars hægviðri.
HITABREYTINGAR Þessa daga kólnar og hlýnar á víxl og rétt er að vara við
hálkumyndun. Í dag kólnar, einkum á norðanverðu landinu. Á morgun verður
hæglætisveður, bjart og svalt en á sunnudaginn hlánar á ný með úrkomu vestan til.
-2°
5
m/s
1°
3
m/s
4°
7
m/s
7°
11
m/s
Á morgun
Hæg SV-læg eða breytileg átt.
Gildistími korta er um hádegi
3°
3°
2°
-2°
2°
Alicante
Aþena
Basel
18°
18°
4°
Berlín
Billund
Frankfurt
6°
5°
6°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
3°
5°
5°
Las Palmas
London
Mallorca
22°
7°
14°
New York
Orlando
Ósló
13°
28°
-1°
París
San Francisco
Stokkhólmur
6°
17°
4°
2°
2
m/s
3°
3
m/s
-1°
2
m/s
-2°
8
m/s
1°
4
m/s
0°
5
m/s
-3°
5
m/s
0°
-2°
-1
-3°
0°
GENF, AP Fulltrúar sjö ríkja hófu
viðræður í gær í Genf um kjarn-
orkuáætlun Írans, en Íransstjórn
vonast til þess að refsiaðgerðum
verði aflétt í framhaldinu.
Íranar hafa þó ekki viljað fall-
ast á öll skilyrði Vesturlanda,
sem krefjast þess að tryggt verði
að Íranar komi sér ekki upp
kjarnorkuvopnum.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti hefur hvatt Bandaríkjaþing
til þess að bíða með að samþykkja
nýjar refsiaðgerðir á meðan við-
ræðum er ekki lokið. - gb
Viðræður hafnar á ný:
Reynt að semja
við Íransstjórn
FUNDAHÖLD BYRJUÐ Catherine
Ashton frá ESB ásamt Mohamed Javad
Zarif, utanríkisráðherra Írans.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
STJÓRNMÁL Tveir fundir fjár-
laganefndar féllu niður í vik-
unni, þrátt fyrir að vinna við
breytingartillögur við fjárlaga-
frumvarp sé ekki hafin. Bjarkey
Gunnarsdóttir og Steingrímur J.
Sigfússon, alþingismenn Vinstri
grænna, hafa ítrekað kallað eftir
svörum á Alþingi um stöðu fjár-
lagavinnunnar í vikunni og hvort
til standi að leggja fram frum-
varp til fjáraukalaga.
Það að vinna í fjárlaganefnd sé
ekki hafin bendir, samkvæmt til-
kynningu frá Svandísi Svavars-
dóttur, þingflokksformanni VG,
til þess að fresta þurfi annarri
umræðu um fjárlagafrumvarpið.
Fjárlögin munu fara til
afgreiðslu Alþingis áður en fjár-
aukalögin verða kláruð. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
sagði á miðvikudaginn að það
væri óheppilegt í sjálfu sér, en þó
væru dæmi um slíkt í fortíðinni.
Bjarkey Gunnarsdóttir þing-
maður VG sagðist vera ósammála
því að fjáraukafrumvarpið megi
bíða. Að slíkt hefði ekki gerst í
ein þrjátíu ár, utan 2008. - skó
Þingmenn VG hafa ítrekað kallað eftir svörum um stöðu fjárlagavinnu:
Segja fjárlagavinnu í uppnámi
BJARKEY
GUNNARSDÓTTIR
BJARNI
BENEDIKTSSON
NEYTENDUR Fyrirtækið Bland.is
sendi notendum síðunnar við-
vörun í pósti í gær. Þar var varað
við ákveðnum notendum sem eru
með reikning á síðunni.
Fram kom að fyrirtækinu hafi
borist ítrekaðar tilkynningar um
ákveðna notendur vegna tilrauna
þeirra til að svíkja fé af notend-
um. Voru viðskiptavinir varaðir
við því að leggja fé inn á óþekkta
aðila án þess að vera komnir með
vöruna í hendurnar. Þrír voru
nafngreindir í póstinum. - sáp
Bland.is varar við svikurum:
Þrír menn
nafngreindir
PÓLLAND, AP Hundruð umhverfis-
verndarsinna gengu út af loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
Póllandi.
Í yfirlýsingu sögðu þeir að nán-
ast enginn árangur væri sjáanleg-
ur eftir fundarhöldin, sem hófust í
síðustu viku en lýkur í dag.
Fyrirfram var ekki búist við
neinum tímamótaniðurstöðum á
þessari ráðstefnu, en ráðstefnan
hefur einkennst af deilum um fjár-
mögnun á aðstoð við fátækari lönd,
til að gera þeim kleift að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda. - gb
Vonbrigði í Póllandi:
Gengu út af
ráðstefnunni