Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 6

Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 6
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 LÖGREGLUMÁL „Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fang- elsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. Það var 21. og 22. október sem Hraunavinir efndu til mótmæla í Gálgahrauni. Tilgangur- inn var að koma í veg fyrir lagningu Álfta- nesvegar. Lögreglan var með mikinn viðbún- að á staðnum og handtók fjölda mótmælenda. Hraunavinir segja að það hafi verið sið- laust að handtaka fólk og sekta fyrir að standa vörð um náttúruverndarlög. Þeir telji að allir sem stóðu að þessum „gjörn- ingi“ ættu að biðja hina handteknu og aðra friðsama mótmælendur afsökunar. Þá vilja hraunavinir að innanríkisráðherra láti fara fram rannsókn á aðgerðum lögreglu. „Þessar handtökur eru að mörgu leyti for- dæmalausar, það þarf að skoða vel réttar- stöðu þeirra sem voru handteknir,“ segir Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, lögmaður Hraunavina, og bætir við að það komi í ljós á næstunni hversu margar kærur verði lagðar fram. - jme Segja að handtökurnar í Gálgahrauni í október hafa verið siðlausar og vilja opinbera rannsókn: Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu HANDTEKNIR Lögmaður Hraunavina er að skoða réttarstöðu þeirra. Þeir ætla að kæra lögreguna fyrir ólögmætar handtökur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bambus er eini veitingastaðurinn i Reykjavík sem býður upp á hlaðborð með hátíðarmat frá Asíu. Við bjóðum upp á ljúffenga lemon önd, kínverska dimsum, sushi og kalkún með Asískri fyllingu og margt fleira, auk hefðbundin íslenskan jólamat. Hádegishlaðborð hefjast 22. nóvember og standa til 23. desember. Verð: 3.990 kr. Fim. - Fös. - Lau. Hóptilboð >20 manns 3.290 kr. asian cuisine & lounge 517-0123 / www.bambusrestaurant.is Borgartúni 16, 105 Reykjavík, Iceland REYKJAVÍKURBORG „Með svo óvönduðum vinnubrögðum sýnir borgarstjórnarmeirihluti Sam- fylkingar og Besta flokksins fjöl- mörgum einstaklingum og lögað- ilum lítilsvirðingu sem sendu inn athugasemdir vegna tillög- unnar í góðri trú,“ bókuðu sjálf- stæðismenn í borgarráði þar sem afgreidd var tillaga að nýju aðal- skipulagi til umfjöllunar í borg- arstjórn næsta þriðjudag. Fulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar bók- aðu borgarfulltrúa hafa haft öll tækifæri til að kynna sér málið mjög ítarlega. „Gögn málsins eru borgarfulltrúum því af góðu kunn,“ sögðu þeir. - gar Mótmæla vinnubrögðum: Of lítill tími í aðalskipulagið REYKJAVÍKURBORG „Ósanngirni er alveg jafn ósanngjörn þótt til- vikin séu fá – og lögbrotin eru alveg jafn mikil lögbrot, jafnvel þó þau séu aðeins framin í undan- tekningartilvikum,“ bókaði Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, þegar borgaráð sam- þykkti í gær nýjar verklagsreglur við innheimtu á gjöldum vegna þjónustu við börn. „Með nýju verklagi við inn- heimtu þjónustugjalda verður tryggt að foreldrar í skulda- vanda fái vandaða málsmeðferð, að fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fólks verði kannaðar og samningar gerðir í samræmi við greiðslugetu foreldra,“ sagði meirihlutinn. - gar Segir nýjar reglur ekki nóg: Segir brotið gegn börnum 1. Ljóð hvaða skálds las formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þegar hann sagði af sér? 2. Hver munu leiða lista Framsóknarfl okks- ins í næstu borgarstjórnarkosningum? 3. Hvenær gerðist það síðast að engin Norðulandaþjóð lék í úrslitum HM í fótbolta? SVÖR 1. Davíðs Stefánssonar. 2. Óskar Bergsson. 3. 198 HEILBRIGÐISMÁL Ástand mála í barnsfæðingum er hvergi betra en á Íslandi, að því er fram kemur í skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, um heil- brigðismál sem kom út í gær. Úttektin í skýrslunni tekur til 34 aðildarríkja stofnunarinnar allt fram til ársins 2011, en þar má finna margvíslegar upplýsingar um heilbrigðismál. Í skýrslunni sést meðal ann- ars að tíðni ung- barnadauða er lægst á Íslandi, s e m s v a r a r 1,6 andlátum á fyrsta ári á hver 1.0 0 0 l ifandi börn, en auk þess eru börn með lága fæðingarþyngd, undir 2.500 grömmum, líka hlutfalls- lega fæst hér á landi, eða 3,2 börn á hver 1.000. Til samanburðar er meðaltal OECD-landanna ann- ars vegar 4,1 í ungbarnadauða og hins vegar 6,8 börn sem fæðast innan við 2.500 grömm að þyngd. Síðustu ár hefur ungbarnadauði verið á hröðu undanhaldi í OECD- ríkjunum en hlutfall barna sem fæðast of létt hefur aukist lítil- lega. Þá vekur líka athygli að hvergi er gripið sjaldnar til keisara- skurðar við fæðingu en einmitt á Íslandi þar sem 14,7% barna fæðast með þeim hætti, saman- borið við 27% meðaltal í OECD og allt upp í tæpan helming barna í Tyrklandi og Mexíkó. Þessu tengt, kemur einnig fram í skýrslunni að ljósmæður Samstarf lykill að velgengni Hvergi er ástand mála betra meðal OECD-ríkja en einmitt hér á landi þegar kemur að fæðingum. Ungbarna- dauði er minnstur og keisaraskurðir hvergi eins fáir. Ljósmóðir þakkar þetta góðu samstarfi og samstilltu kerfi. Neysla þunglyndislyfja er langtum meiri hér á landi en í öðrum löndum sem skýrslan tekur til. Árið 2011 nam neyslan 106 dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa, sem er næstum tvöfalt á við meðalneyslu í OECD-löndum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknis- embættinu, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta hefði verið vitað lengi, en ekki væri vitað hvers vegna svo sé. Full ástæða væri til að kanna málið og það yrði eflaust gert í ljósi þessara niður- staðna. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfj- um og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“ ➜ Tvöföld notkun þunglyndislyfja FREMST ALLRA Íslendingar skara framúr þegar kemur að barnsfæð- ingum að því sem fram kemur í skýrslu OECD um heilbrigðismál. Hér minnst um ungbarnadauða og flestar ljósmæður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ANNA EÐVALDS- DÓTTIR eru hvergi fleiri en einmitt hér á landi, en hér eru 175 ljósmæður á hverja 1.000 borgara samanborið við OECD-meðaltalið sem er 70 ljósmæður. Anna Eðvaldsdóttir, varafor- maður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ekki komi á óvart að Ísland komi svo vel út úr saman- burðinum, þar sem allt utanum- hald um barneignir hér á landi er eins og best verður á kosið. „Við sem komum að þessum málum vinnum öll mjög vel saman og á faglegan hátt,“ segir hún. „Þetta hefur lengi verið í góðum málum hjá okkur. Sér- staklega hvað varðar heimaþjón- ustuna sem ég held að sé hvergi í heiminum betri en hérna.“ Þá segir Anna að í eftirfylgni með nýburum sé samstarf afar gott milli allra aðila og kerfið þétt þar sem auðvelt er að fá börn lögð inn ef eitthvað kemur upp á. „Svo er mun meiri eftirfylgni í kerfinu sem skilar sér í því að sjaldnar þarf að grípa til keisaraskurða en hér á árum áður.“ Anna segir loks að íslenskar ljósmæður hafi verið afar fljótar að tileinka sér margs konar nýj- ungar síðustu tuttugu árin. Til dæmis nudd og nálastungur, sem hafi reynst afar vel. thorgils@frettabladid.is ➜ Telja sig vera við góða heilsu ➜ Telja sig vera of þung 78% 69% 21% 17% Ísland OECD Ísland OECD REYKJAVÍK Íbúasamtök Vesturbæjar lýsa í frétta- tilkynningu yfir miklum vonbrigðum með að mót- bárur þeirra og rúmlega 400 íbúa og fagmanna, gegn deiliskipulagstillögu fyrir Vesturbugt hafi ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Tillagan var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkur með smá- vægilegum breytingum. Þótt komið hafi verið til móts við ábendingar og tillögur samtakanna að einhverju leyti með því að lækka sum hús um eina hæð, séu þau enn von- svikin með samþykkt tillögunnar. Einnig segir að niðurstaða vinnuferlis deiliskipulagsins sé mjög umdeild meðal íbúa og fagfólks sem krefjist þess að tillagan og ferlið verði endurskoðað í heild sinni. „Íbúar vilja nýtt hverfi sem er í beinni tengingu og í samhljómi við gamla Vesturbæinn. Við viljum sjá hverfi sem mun mæta væntingum og þörf- um jafnt íbúa sem og allra Reykvíkinga og gesta borgarinnar.“ Enn fremur segir að sigurvegari hugmyndasamkeppninnar sem tillagan var byggð á, setji út á hana og segi hana ekki í samræmi við sínar tillögur og hugmyndir. Samtökin segjast standa fast á því að skipulags- stefna og ákvarðanir sem tengjast þeim séu ekki einkamál stjórnmála- og embættismanna Reykja- víkur. „Íbúar og fagfólk á að eiga raunverulega aðkomu að ákvörðunum sem tengjast skipulagi í stað þess að kynningar og samráð séu lítið annað en leiktjöld.“ skó Íbúasamtök segja íbúa eiga að hafa aðkomu að skipulagsákvörðunum: Mótmæla samþykktu skipulagi KIRKJUSKIPIÐ LÆKKAÐ Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagstillögu fyrir Vesturbugt, var að kirkjuskip rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar var lækkað. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.