Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 8

Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 8
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Íslendingar hafa verið virkir og afkastamiklir þátttak- endur í evrópskum samstarfsáætlunum síðustu áratugi. Fram kemur á nýopnuðum yfirlitsvef á slóðinni evropu- samvinna.is að frá árinu 2000 og fram á þetta ár hafi verið úthlutað um 145 milljónum evra (rétt tæpum 24 milljörð- um króna) til margvíslegra verkefna hér á landi. Eru þá ekki teknir með í reikninginn styrkir sem eftir á að ganga frá á árinu, en með þeim áætlar Rannsóknamið- stöð Íslands (Rannís) að styrkir ársins nemi 15 til 16 millj- ónum evra. Að þeim fjárhæðum meðtöldum væru styrk- veitingar frá árinu 2000 komnar í tæpa 26 milljarða króna. Borgum inn í samstarfið Rannís stendur í dag fyrir „Uppskeruhátíð samstarfs- áætlana ESB“ í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykja- vík þar sem eru til kynningar um 50 verkefni sem hlotið hafa styrki úr evrópskum áætlunum. Í kynningargögnum kemur fram að síðustu 20 ár hafi íslensk fyrirtæki, stofn- anir, skólar, félagasamtök og einstaklingar fengið um 200 milljónir evra í styrki úr evrópskum áætlunum (tæpa 33 milljarðar króna), auk þess sem um 25 þúsund Íslendingar hafi verið á faraldsfæti um alla Evrópu við nám, störf og starfsþjálfun af ýmsu tagi. Á nýja Evrópusamvinnuvefnum er hægt að sjá yfirlit styrkjanna, skipt eftir landshlutum og sveitarfélögum, allt niður í einstök verkefni. Þá fer líka fram í dag þreföld opn- unarráðstefna „nýrrar kynslóðar Evr- ópuáætlana“ til næstu sjö ára. Það eru rannsókna- og nýsköpunaráætlunin Horizon 2020; mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunin Erasmus+; og kvik- mynda- og menningaráætlunin Creative Europe. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, segir að vissulega sé um háar fjárhæðir að tefla, en ekki megi gleymast að Íslendingar láti líka af hendi peninga í þessar áætlanir Evrópusambandsins. „Miðað við þjóðartekjur greiðum við fyrir okkar hlutdeild í samstarfinu,“ segir hann, en viðurkennir um leið að raunin hafi verið að mun meira hafi skilað sér af fjármunum til landsins en látnir hafi verið af hendi. „Okkur gengur það vel í þessu og alveg sérstaklega upp á síðkastið.“ Sækjum þekkingu og aðstöðu Tilgangurinn sé hins vegar ekki að sækja meiri peninga en settir eru í samstarfið. „Tilgangurinn er að komast með þetta litla samfélag okkar í rannsóknarumhverfinu, þar sem starfa um 3.500 manns, í tengsl við alla vísindamenn í Evrópu.“ Hallgrímur bendir á að á Norðurlöndum einum séu vísindamenn 230 þúsund talsins. „Við erum náttúrlega að sækjast eftir því að komast í viðbótarþekkingu og viðbótaraðstöðu til þess að geta þróað bæði rannsóknir og nýsköpun hér á landi. Það er náttúrlega þungamiðjan í þessu.“ Ein birtingarmynd þess hversu vel íslenskum fræði- mönnum hafi tekist að nýta sér áætlanir Evrópusam- bandsins segir Hallgrímur vera aukinn fjölda ritrýndra greina sem birst hafi í virtum alþjóðlegum tímaritum. „Þar er stöðugur vöxtur undanfarin ár og vöxtur umfram það sem gerist á Norðurlöndum sem við berum okkur saman við. Vöxturinn er mun meiri hér á landi.“ Þá segir Hallgrímur að fyrirtækjum hér á landi hafi gengið vel að nýta sér áætlanir ESB. Þar beri Íslensks erfðagreining þó höfuð og herðar yfir önnur, en fjórir fimmtu hlutar af úthlutunum til fyrirtækja hafa farið til fyrirtækisins. „En það er náttúrlega vegna þess að þeir vinna góða vinnu og eru yfirburðafyrirtæki á sínu sviði.“ Stúdíó – Hallgerði, Nóatúni 17 Tímapantanir 561 5455 Allir velkomnir Kv. Bjöggi klippari Ég hef hafið störf á SVEITARFÉLÖG „Jafnréttis- og mannréttindaráð telur að með því að nýta sér kynjaða hagstjórn sé unnt að auka jafnrétti innan sveitarfélagsins, bæta nýtingu opinberra fjármuna og efnahags- stjórn,“ segir í bókun sem ráðið gerði í kjölfar heimsóknar Hug- rúnar R. Hjartardóttur frá Jafn- réttisstofu sem kynnti kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð fyrir sveitarfélög. „Jafnréttis- og mannréttind- aráð mun halda áfram að kynna sér þessa aðferðafræði með það að markmiði að stuðla að innleið- ingu kynjaðrar hagstjórnar hjá Kópavogsbæ,“ segir ráðið. - gar Jafnréttisráð í Kópavogi: Telja kynjaða hagstjórn betri GÓÐGERÐARMÁL Líf styrktarfélag stendur fyrir fjáröflun til styrkt- ar Kvennadeild Landspítalans. Almenningi gefst kostur á að gefa félaginu notuð leikföng og barna- vörur, sem seld verða á barna- vörubasar á sunnudag. Á síðasta ári seldust vörurnar upp á rúmri klukkustund og því er fólk með fullar geymslur hvatt til að hugsa til Kvennadeildar- innar á laugardag. Tekið verður á móti vörum í Skeifunni 19 milli klukkan 11 og 15. - eb Líf styrkir Kvennadeild LSH Selja leikföng og barnavörur HALLGRÍMUR JÓNASSON KORT Á gagn- virku korti á upplýs- ingavefnum evropu- samvinna.is er hægt að sjá alla styrki sem úthlutað hefur verið hér á landi undir formerkjum Evrópusam- vinnu, sundur- liðað eftir landshlutum og sveitar- félögum. Evrópustofa fjármagnaði gerð kortsins. MYND/SKJÁSKOT Úthlutanir Evrópustyrkja frá 2000 að nálgast 26 milljarða Milljarðatugir hafa runnið til íslenskra fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í gegnum rannsóknar-, mennta- og menningaráætlanir Evrópusambandsins síðustu áratugi. Íslensk erfðagreining hefur fengið 80 prósent af öllum framlögum til fyrirtækja. Í dag eru kynntar á vegum Rannís samstarfsáætlanir til næstu sjö ára. 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 * 25 20 15 10 5 0 3, 4 3, 3 2, 7 5, 8 10 ,9 13 ,9 10 ,0 7, 8 12 ,7 11 ,9 11 ,4 25 ,6 21 ,2 16 ,0 *Á æ tlu n fy rir á rið í he ild Milljónir evra Styrkupphæðir Evrópuverkefna frá 2000 Viðfangsefni/viðtakandi 2000-2013 Hlutfall 2012 Hlutfall Rannsóknir 12,7 ma.kr. 53,70% 2,4 ma.kr. 68,43% Menntun 5,4 ma.kr. 22,82% 648 m.kr. 18,64% Menning 2,2 ma.kr. 9,44% 177 m.kr. 5,10% Æskulýðsstarf 1,5 ma.kr. 6,26% 200 m.kr. 5,76% Annað 1,2 ma.kr. 4,87% 34 m.kr. 0,98% Kvikmyndir og margmiðlun 685 m.kr. 2,90% 38 m.kr. 1,10% Heildarúthlutun 23.6 ma.kr. 100,00% 3,5 ma.kr. 100,00% Lögaðilar 23,2 ma.kr. 98,33% 3,4 ma.kr. 98,16% Einstaklingar 395 m.kr. 1,67% 63,9 m.kr. 1,84% ➜ Úthlutunir eftir málaflokkum Heimild: Evropusamvinna.is og Rannís FRÉTTASKÝRING Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Hverju hafa samstarfsáætlanir Evrópusambandsins skilað? HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráð Hafnar- fjarðar hefur hafnað beiðni Secur- itas um kynningarfund um inn- komuvöktun með myndavélum í sveitarfélaginu. Securitas kynnti innkomuvökt- unina, sem ætluð er til stuðnings löggæslu, á fjármálaráðstefnu sveit- arfélaganna í október. Kerfið felst í myndavélum við bæjarmörk sveitarfélaga ásamt greiningarhugbúnaði sem skráir númer ökutækja sem ekið er fram hjá. Miðað er við að búnaðurinn sé settur upp á bæjarmörkum hjá smærri sveitarfélögum en á hverfa- mörkum hjá þeim stærri. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir bæj- arráð telja að þjónustan henti Hafn- arfirði ekki. „Við erum með Reykjanesbraut- ina þvert í gegnum sveitarfélagið og við værum ekki að auka öryggi með því að setja upp myndavélar við inn- komur að sveitarfélaginu. Við töld- um að þetta hentaði ekki Hafnar- firði,“ segir bæjarstjórinn. - skó Securitas óskaði eftir fundi við yfirvöld í Hafnarfirði um innkomuvöktun: Vöktun hentar ekki Hafnarfirði HAFNARFJÖRÐUR OF STÓR Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að með uppsetningu innvöktunar í sveitarfélaginu yrði öryggi ekki aukið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÓPAVOGUR Segja kynjaða hagstjórn bætu nýtingu fjármuna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Landsbankinn hagnaðist um 22 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist bankinn um 13,5 milljarða. Munurinn er því nærri 70 prósent milli ára. Í tilkynnngu er aukningin skýrð með hækkun rekstrartekna, lækkun kostnaðar, hækkandi virði hluta- og skuldabréfa, virð- isbreytingu lána og hærri þjón- ustutekjum. „Við munum halda áfram á sömu braut,“ segir Stein- þór Pálsson bankastjóri. - gar Uppsveifla Landsbankans: Hagnaðist um 22 milljarða DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær fjögurra og hálfs árs fang- elsisdóm héraðsdóms yfir Eyþóri Kolbeini Kristbjörnssyni vegna kynferðisbrota gegn tólf stúlkum. Yngsta fórnarlambið var 12 ára. Einni stúlkunni nauðgaði Eyþór þegar hún var 15 ára. Hann setti sig í samband við stúlkurnar á samfélagsmiðlum á internetinu og tók af þeim myndir og viðhafði kynferðislegt athæfi gegn þeim. Hann á að borga þeim fimm milljónir í bætur. - sáp Dómur fyrir kynferðisbrot: Fjögur og hálft ár í fangelsi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.