Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 16
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | FJÖLSKYLDAN | 16
Jólakaffi Hringsins
á Broadway
Sunnudaginn 1. desember kl. 13.30
Húsið opnað kl. 13.00
Girnilegt kaffihlaðborð
Glæsilegt happdrætti
Góð skemmtiatriði
2013
„Erfið samskipti og einelti
stúlkna er vaxandi vandamál,“
segir Ingibjörg Auðunsdóttir,
sérfræðingur á miðstöð skólaþró-
unar við Háskólann á Akureyri.
Ingibjörg heldur erindi í dag
á málþingi sem Olweusar-áætl-
unin gegn einelti stendur fyrir.
Hún var ein af fyrstu verkefna-
stjórunum sem fóru í gegnum
Olweusar-áætlun og síðustu sex
ár hefur hún einbeitt sér að ein-
elti stúlkna.
„Í dag er mun meira kallað
eftir aðstoð vegna samskiptaerf-
iðleika stúlkna. Kannski er ein
skýringin sú að fólk hefur meiri
skilning og ákveðið vinnulag
varðandi stráka en er óöruggara
og oft ráðþrota gagnvart hegðun
stúlkna sem er meira falin.“
Einelti stúlkna lýsir sér oft í
baktali, að hundsa og útiloka, en
það er gert án þess að fullorðnir
sjái.
„Samskiptin hafa líka færst
yfir í tæknina sem gerir málið
enn flóknara. Tæknin er góð
en spurning hvernig við notum
hana og hvaða áhrif hún hefur á
þroska barna. Félagsfærnin fer
minnkandi ef börnin hafa alltaf
samskipti í gegnum tölvur.“
- ebg
Fólk hefur meiri
skilning og ákveðið
vinnulag varðandi
stráka.
Ingibjörg Auðunsdóttir
sérfræðingur
„Það er greinilega þörf fyrir
svona þjónustu,“ segir Hafsteinn
Hannesson, sem stofnaði fyrir-
tækið Heimilisþrif ásamt vini
sínum, Auðbergi Daníel Hálf-
dánarsyni, síðasta sumar.
„Við höfum ekkert þurft að
auglýsa og það er samt alveg
brjálað að gera. Kúnnarnir okkar
mæla með okkur við vini sína
sem eru að leita að einhverjum
til að þrífa heimilið og svo flýgur
orðsporið,“ segir Hafsteinn.
Íslendingar virðast í auknum
mæli kaupa þrif fyrir heimilið.
Hannes segir það fyrst og fremst
vera fjölskyldufólk sem kaupi
þjónustu þeirra.
„Karlarnir á heimilinu virð-
ast ekki sjá mikið um þessi mál.
Flestir póstar og símtöl eru frá
konum á aldrinum 25-45 ára.
Þeir sem við höfum talað við
segjast vilja eyða tímanum í
annað en þrif og eru ánægðir
með að þetta sé ekki svört starf-
semi heldur fyrirtæki á bak
við sem ber ábyrgð ef eitthvað
kemur upp á.“
Hafsteinn og Auðbergur fengu
hugmyndina að fyrirtækinu
þegar systir Hafsteins lenti í
vandræðum með þrif. Hún hafði
borgað einstaklingi fyrir að þrífa
eftir flutninga en var svo svikin
um þjónustuna.
„Við sáum að markaðurinn var
galopinn. Við byrjuðum á að búa
til heimasíðu, gerðum verðskrá
og köstuðum okkur út í djúpu
laugina. Síðan byrjuðu pantan-
irnar bara að hrúgast inn. Við
erum báðir að vinna í þessu með
námi en það er svo mikið að gera
að annaðhvort þurfum við að
ráða starfsfólk eða minnka við
okkur námið.“
Vinirnir tveir sjá fyrst og
fremst um þrifin sjálfir. „Sumir
verða svolítið hissa þegar tveir
gaurar mæta á svæðið. Einu
sinni mættum við til konu sem
hafði greinilega enga trú á okkur
en þegar hún sá afraksturinn
varð hún mjög ánægð.“
Heimilisþrif býður bæði upp
á regluleg þrif sem og einstaka
skipti. Hægt er að velja á milli
mismunandi pakka eftir því hve
ítarleg þrifin eiga að vera.
„Flestir fá okkur til sín einu
sinni til tvisvar í mánuði. Við
finnum líka að fólk er farið að
undirbúa jólin og panta jólaþrif-
in. Við fengum fyrstu jólabók-
unina í ágúst,“ segir Hafsteinn.
erlabjorg@frettabladid.is
Brjálað að gera
í heimilisþrifum
Tveir vinir stofnuðu fyrirtækið Heimilisþrif síðastliðið sumar. Það er helst fjöl-
skyldufólk sem vill eyða tímanum í annað en þrif sem pantar þjónustuna.
Erfið samskipti hjá stúlkum er vaxandi vandi:
Fullorðnir ráðþrota
vegna eineltis stúlkna
MÁLÞING Ingibjörg Auðunsdóttir heldur erindi á málþingi um einelti í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
EIGENDUR
HEIMILIS-
ÞRIFA
Vinirnir
Auðbergur
Daníel Hálf-
dánarson og
Hafsteinn
Ormar
Hannesson
taka að sér
að þrífa
heimili
lands-
manna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
Sumir verða svolítið
hissa þegar tveir gaurar
mæta á svæðið.
Hafsteinn Hannesson.