Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 18
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafa- fyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarð- strengja og kostnaðarsamanburð við loft- línur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðan- ir eru teknar um einstök verkefni í megin- flutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins fjórum til tuttugu prósentum dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostn- aðarmunur er því fjarri því að vera marg- faldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsend- ur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðast- liðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlend- is frá um áætlaðan líftíma nútíma jarð- strengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um end- ingu. Jafnframt fullyrðir franska raforku- flutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrð- inga sinna um að kostnaðarmunur jarð- strengja og loftlína sé alltof mikill þann- ig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæf- um væntingum hjá fólki. Í ljósi niður- staðna Metsco, heldur þessi röksemda- færsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt við- horf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarð- strengi og Landsnet skuldar því almenn- ingi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgár- sveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línu- leiðum. Meta verður jarðstrengi UMHVERFIS- MÁL Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar R æða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi um síðustu helgi hefur vakið nokkra athygli, ekki sízt gagnrýni hennar á borgarstjórnar- meirihlutann í Reykjavík – þótt hún talaði reyndar undir rós – fyrir að reyna að skera á samskipti skóla og kristinna trúfélaga. „Sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skóla- börnum,“ sagði Hanna Birna. Ráðherrann benti líka á að á sama tíma og börn fengju á vegum skólanna að kynnast margs konar fyrirtækjum, stofn- unum og félagasamtökum væri „Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista“ og „af alvöru rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands.“ Einhvers misskilnings hefur gætt hjá þeim sem hafa brugð izt ókvæða við ummælum Hönnu Birnu, til dæmis um að hún vilji trúboð í skólum og sé á móti almennri fræðslu um margvísleg trúarbrögð, önnur en kristindóminn. Hvorugt liggur í orðunum, þvert á móti lagði ráðherrann áherzlu á að skólastarf ætti að „ein- kennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoð- anir, trú og sannfæringu.“ Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áherzla á að nemendur fái fræðslu um kristindóminn, ekki sízt í samhengi við sögu og menn- ingu íslenzku þjóðarinnar. Þetta tvennt verður ekki skilið svo auð- veldlega sundur eftir rúmlega þúsund ára samfylgd. Þar er líka markmið að nemendur þekki bæði kirkjuna í sinni heimabyggð og Biblíuna, svo dæmi séu nefnd. Að banna heimsóknir Gídeonfélags- ins á skólatíma og hætta kirkjuferðum, eins og ýmsir grunnskólar í Reykjavík hafa gert, rímar illa við þau markmið. Reglur borgaryfirvalda um samskipti skóla og trúfélaga ganga raunar miklu skemmra en fyrstu tillögur Samfylkingarinnar og Bezta flokksins, þar sem átti að úthýsa jólaföndrinu, sálmasöng og helgileikjum úr skólunum, hætta að gefa frí vegna fermingar- fræðsluferða og banna prestum að veita áfallahjálp í skólanum. Þær ganga samt lengra en nauðsynlegt er til að vernda hags- muni þess minnihluta íbúa Reykjavíkur, sem ekki játar kristna trú. Full þörf var á að setja skýrar reglur til að tryggja að börn foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin þyrftu ekki að taka þátt í hefðum eða athöfnum sem væru þeim á móti skapi og fengju verðug verkefni í staðinn. Borgaryfirvöld féllu hins vegar í þá gryfju, vegna kvartana lítils minnihluta, að taka gamlar og góðar hefðir af meirihlutanum sem hafði aldrei beðið um það. Það er rétt hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að það átti ekki að vera neitt forgangsverkefni. Og gott hjá henni að vekja athygli á því hversu öfugsnúin þessi viðleitni er. Þetta er ágætt umræðu- efni núna þegar styttist í aðventuna með sínum rammkristnu hefðum og venjum. Ráðherra gagnrýnir samskiptaleysi skóla og trúfélaga: Biblíur bannaðar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Fræðslufundur um Lewy Body heilabilun FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma heldur fræðslufund þriðjudaginn 26. nóvember nk. Fundurinn sem hefst kl. 20.00 verður haldinn í Sóltúni - hjúkrunarheimili, Sóltúni 2, Reykjavík. Dagskrá: • Fréttir af starfi FAAS • Dr. Jón Snædal flytur erindi um Lewy Body heilabilun • Umræður og fyrirspurnir Kaffiveitingar í boði Sóltúns. Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta. Allir eru velkomnir. Stóra leyndarmálið Í pistli á Evrópuvaktinni víkur Styrmir Gunnarsson að hinum nýútkomnu uppgjörsbókum ráðherra síðustu ríkisstjórnarinnar og hinum ýmsu uppljóstrunum sem þar koma fram. Meðal annars er það sú staðreynd að mikill ágreiningur hafi verið innan stjórnarliðsins og líkir Styrmir róst- unum við átök sem sprengdu vinstri stjórnir á árum áður. Slöppu fjölmiðlarnir „Nú er komið í ljós að ágreiningurinn var ekki minni innan ríkisstjórn- ar Jóhönnu og Stein- gríms. En annað hvort tókst þeim betur að fela þann ágreining eða fjölmiðlar voru slapp- ari við að afhjúpa þann ágreining en fyrr á tíð.“ Það er rétt. Þessir slöppu fjölmiðlar fjölluðu ekkert um innan- búðardeilur innan stjórnarinnar. Ekki mismunandi áherslur í varnarsam- starfi, ekki um klofning í Icesave, ekki um djúpstæðan ágreining varðandi virkjunarmál og orkuvinnslu og alls ekki um ESB. Breytt fegurðarskyn Framsóknarflokkurinn telur að það verði að tryggja núverandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, eða svo sagði í tilkynningu sem kjördæmaráð flokksins sendi frá sér þegar Óskar Bergsson var kynntur til sögunnar sem oddviti flokksins i borgar- stjórnarkosningunum í vor. Óskari var hins vegar mjög í nöp við flug- völlinn fyrir nokkrum árum. Í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið um miðjan mars 2001 segir Óskar: „Í skipulagslegu tilliti er gamaldags herflugvöllur, sem tekur yfir 170 hektara lands í hjarta höfuðborgar- innar, fráleitur. Hið víðáttumikla flugvallarsvæði þar sem sóðaskapur einkennir meira og minna allt svæðið hefur verið ögrun við fegurðarskyn Reykvíkinga um áratugaskeið.“ Í þá gömlu daga sá Óskar ekkert annað en Löngusker sem heppilegt flugvallarstæði. thorgils@frettabladid.is, johanna@frettablaðið.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.