Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 24
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Þetta er ofboðslega spennandi. Það eru margir búnir að spyrja mig hvernig í fjandanum ég hafi
komist þarna inn,“ segir Bjarni Sigurðs-
son, keramíker og galleríeigandi, en
hönnunar- og lífsstílsverslunin ABC
Home í New York hefur falast eftir
verkum hans í verslun sína á Man-
hattan.
ABC Home er ein stærsta og virt-
asta verslun sinnar tegundar í Banda-
ríkjunum með áherslu á nýstárlega og
vandaða hönnun fyrir heimilið. Það er
því talsverður áfangi að koma vörum
þar í sölu og við spyrjum því eins og
hinir, hvernig kom það til?
„Þrjár konur frá versluninni rákust
bara af einhverri rælni inn í Gallerí
Kaolin á Skólavörðustíg, þegar þær
voru á ferðinni á landinu í vor og
keyptu heilan helling af munum eftir
mig. Svo höfðu þær samband aftur og
vildu funda á Skype. Þar fékk ég meira
en klukkutíma til að kynna mig og sýna
þeim það sem ég var að gera og fékk
svo pöntun frá þeim upp á 530 muni.
Þetta er svo bara byrjunin en þær ætla
sér að panta meira af smámunum og
fleiru,“ segir Bjarni og er að sjálfsögðu
ánægður með samninginn. „Það er líka
gaman að búa til gjaldeyri fyrir landið,
sýna aðeins hvað listin getur gert,“
segir hann kankvís.
ÞEKKTUR Í DANMÖRKU
Bjarni lauk námi frá Århus Kunstaka-
demi árið 2000 og starfaði síðan að list
sinni í Danmörku um árabil. Þar hefur
hann skapað sér nafn í leirlistaheim-
inum og eru verk hans til sölu víða
um Danmörku, allt frá listasöfnum
á borð við nútímalistasafnið Louisi-
ana og keramiksafnið Grimmerhus til
hönnunarverslana á borð við Designer
Zoo í Kaupmannahöfn og Árósum og
Kalejdo skop í Álaborg.
Bjarni flutti heim árið 2007 og stofn-
aði Gallerí Kaolin á Skólavörðustíg sem
hann rekur ásamt fleiri keramíkhönn-
uðum. Hann rekur einnig Gallerí Fabúlu
í Geirsgötu 7. Undanfarin ár hefur
Bjarni einnig opnað vinnustofu sína að
Hrauntungu í Hafnarfirði fyrir jólin.
JÓLASTEMMING Á VINNUSTOFUNNI
„Ég hef gert það að venju að halda
jólamarkað þessa helgi á vinnustofunni
minni. Þá baka ég smákökur og hita
glögg og býð upp á léttar veitingar.
Fólk getur kíkt hingað inn og fengið að
skoða það sem ég er að fást við,“ segir
Bjarni.
Hann opnar dyrnar klukkan 17 í dag
en á morgun og á sunnudaginn verður
opið frá klukkan 11 til 17.
Vinnustofan er að Hrauntungu 20 í
Hafnarfirði.
■ heida@365.is
SELUR LEIRLIST
Á MANHATTAN
ÍSLENSK HÖNNUN Bjarni Sigurðsson keramíker hefur gert samning við eina
stærstu hönnunarverslun Bandaríkjanna. Útsendararnir rákust inn fyrir rælni.
JÓLAMARKAÐUR
Bjarni hefur það fyrir
venju að opna vinnu-
stofu sína og bjóða upp
á smákökur og glögg
fyrir jólin. Hann opnar
í dag klukkan 17 en á
morgun og á sunnudag
verður opið milli klukkan
11 og 17.
KERAMÍKER Hönnunar- og lífsstílsverslunin ABC Home í New York hefur falast eftir verkum Bjarna Sigurðssonar keramíkers í
verslun sína á Manhattan. MYND/GVA
Soffía Káradóttir mælir með Femarelle fyrir allar konur sem finna fyrir van-
líðan á breytingaaldri. „Ég ákvað að prófa Femarelle í fyrravetur þegar ég
sá umfjöllun í blöðum þar sem önnur kona lýsti ánægu sinni með vöruna.
Ég var að byrja á breytingaaldrinum en vildi ekki nota hormóna. Ég fann
fyrir hitakófum, vaknaði upp á nóttunni, fann fyrir fótaóeirð, skapsveiflum
og vanlíðan í líkamanum,“ segir Soffía og
bætir við að eftir aðeins tíu daga notkun
voru öll einkennin horfin.
„Nú sef ég samfelldan svefn, finn ekki
fyrir hitakófum eða fótaóeirð og mér líður
mun betur. Ég finn fyrir meiri vellíðan og
er í mun betra jafnvægi í líkamanum.
Með glöðu geði mæli ég því hiklaust með
Femarelle við vinkonur mínar og allar
konur sem finna fyrir breytingaaldrinum.
Ég veit um eina vinkonu mína sem hætti
á hormónum og notar Femarelle í dag.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði
í dag ef ég hefði ekki kynnst Femarelle,
þvílíkt undraefni.“
Algjört undraefni
STÓRGLÆSILEGUR
Á STÓRU STELPURNAR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
lokað á laugardögum í sumar
Líttu við og leyfðu
okkur aðstoða þig
við valið.