Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGStéttarfélög FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 20132
Ég lauk grunnnáminu árið 1986 frá Sjúkraliðaskóla Íslands og hef unnið við fagið alla tíð. Þetta er yndislegt
og gefandi starf,“ segir Anna María Guð-
mundsdóttir, sjúkraliði á hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í Hafnarfirði.
Anna María nýtti sér möguleika á fram-
haldsmenntun sjúkraliða og lauk fram-
haldsmenntun í öldrunarhjúkrun árið
2008. Eftir útskrift starfaði hún á St. Jós-
efsspítala en hóf svo störf á Sólvangi. Hún
segir framhaldsnámið nýtast sér vel.
„Það er mikið undir hverjum deildar-
stjóra komið hversu vel hann treystir
sjúkraliðunum til að sinna hinum ýmsu
verkum. Ég er svo heppin að það gerir
minn deildarstjóri svo sannarlega og ég
axla mun meiri ábyrgð eftir að ég bætti
við mig framhaldsnáminu,“ segir Anna
María. „Ég hef þó heyrt að víða séu starf-
andi sjúkraliðar sem eru búnir að sækja
sér framhaldsnám en eru ekki nýttir sem
skyldi. Það er synd og hlýtur að eiga eftir að
breytast. Þeir eru þá allavega óuppgötvuð
auðlind,“ segir Anna María.
Á Sólvangi eru þrír sjúkraliðar auk Önnu
Maríu með framhaldsmenntun og segir
hún menntun þeirra allra nýtta til fulls á
hjúkrunarheimilinu. Hún segir álagið geta
verið mikið í vinnunni.
„Hér er mjög góður andi og manni er
treyst en álagið er töluvert. Það er alltaf
verið að draga úr mannskap. Starfið sjálft
er yndislegt og mjög fjölbreytt. Hér er eng-
inn dagur eins og hver vakt ólík annarri en
auðvitað vildi maður óska að mönnunin
væri meiri.“
Yndislegt starf og gefandi
Anna María Guðmundsdóttir, sjúkraliði á Sólvangi, hefur starfað við fagið í tuttugu og sex ár. Hún bætti við sig framhaldsnámi í
öldrunarhjúkrun árið 2008 sem hún segir nýtast sér vel í starfinu.
Starfið er gefandi og andinn er góður í vinnunni. Álagið getur þó verið mikið. Anna María ásamt
Ingibjörgu Valdimarsdóttur, starfsmanni í aðhlynningu, Guðrúnu Hauksdóttur deildarstjóra,
Heiðrúnu Guðmundsdóttur sjúkraliða, sem einnig er með framhaldsmenntun í öldrunarhjúkrun,
og Ester Magnúsdóttur, starfsmanni í aðhlynningu.
Hver dagur er ólíkur öðrum og engin vakt eins, segir Anna María. Hér mælir hún
blóðsykur hjá vistmanni á Sólvangi.
Anna María
Guðmundsdóttir
sjúkraliði nýtti
sér möguleikann
á framhalds-
menntun
sjúkraliða í Fjöl-
braut í Ármúla
og lauk fram-
haldsmenntun í
öldrunarhjúkrun
árið 2008. Hún
vinnur á Hjúkr-
unarheimilinu
Sólvangi í
Hafnarfirði og
segir mennt-
unina nýtast sér
vel í vinnunni.
MYND/DANÍEL
„Ég axla mun meiri ábyrgð eftir að ég bætti við mig framhalds-
náminu,“ segir Anna María. „ Ég hef þó heyrt að víða séu starfandi
sjúkraliðar sem búnir eru að sækja sér framhaldsnám en eru ekki
nýttir sem skildi.“
Hér gerist margt sem getur fylgt manni ómeðvitað heim og dagarnir geta verið strembnir. En við vinnum mörg
hérna á bráðasviðinu og mórallinn er mjög
góður,“ segir Hermann Jónsson, sjúkraliði á
slysa- og bráðamóttöku Landspítalans.
Hann segir erfitt að lýsa venjulegum degi
í vinnunni, hver vakt sé óútreiknanleg og í
mörg horn að líta.
„Sjúkraliðarnir á bráðamóttökunni taka
fyrstu lífsmörk þeirra sem koma inn með
sjúkrabíl. Við sjáum einnig um að fylgjast
með lífsmörkum sjúklinga eins og læknir
segir til um, tökum blóþrýsting, mælum hita,
blóðsykur, öndunartíðni og súrefnismettun
og tökum hjartalínurit svo eitthvað sé nefnt.
Hér ganga hlutirnir hratt fyrir sig og góður
sjúkraliði þarf að vera nærgætinn og geta
lesið vel í fólk og aðstæður,“ segir Hermann.
„Í bráðatilfellum fylgir sjúklingnum oft
hópur aðstandenda sem þarf að halda utan
um. Þá þarf að lesa í þarfir fólks og setja sig
inn í aðstæður. Þeir sem eyða mestum tíma
með sjúklingnum eru sjúkraliðarnir. Við
fylgjumst með því hvernig honum líður,
hvort honum sé heitt eða of kalt, hvort þurfi
að hækka undir höfðalaginu, deyfa ljósin og
þar fram eftir götunum. Við erum eins og lif-
andi monitor. Starf sjúkraliða er algerlega
fordómalaust starf. Það eiga allir rétt á sömu
þjónustu,“ segir Hermann og viðurkennir
að það þurfi jafnaðargeð og sterkar taugar í
starf sjúkraliðans.
„Maður núllstillir sig algerlega þegar
maður stimplar sig inn í vinnuna, og að
sama skapi reynir maður að skilja vinnuna
eftir við stimpilklukkuna í lok vaktar. Fyrst
og fremst er maður í þessu starfi til að vinna
með fólki, sem þarf á aðstoð að halda en ekki
launanna vegna. Sjúkraliðastarfið er virki-
lega gefandi.“
Dagurinn ótútreiknanlegur
Hermann Jónsson sjúkraliði starfar á slysa- og bráðamóttökudeild Landspítalans. Hann segir dagana í vinnunni geta verið óútreiknanlega og starfið
strembið á köflum. Vinnuandinn á deildinni sé hins vegar góður og starfið ótrúlega gefandi.
„Fyrst og fremst er maður í þessu starfi til að vinna með fólki, sem þarf á aðstoð
að halda en ekki launanna vegna. Sjúkraliðastarfið er virkilega gefandi.“
Sjúkraliðarnir eyða mestum tíma með sjúklingi og fylgjast með lífsmörkum.
Hermann segir nauðsynlegt að vera nærgætinn og geta lesið í þarfir fólks, ekki
síður aðstandenda en sjúklinga.
Hermann Jónsson útskrifaðist sem sjúkraliði fyrir þremur árum. Hann vann á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands áður en hann byrjaði á slysa- og bráðamóttöku
Landspítalans og líkar starfið vel. Hann segir jafnaðargeð nauðsynlegt í starfi
sjúkraliða. MYND/GVA