Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 37

Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 37
KYNNING − AUGLÝSING Bandalag háskólamanna22. NÓVEMBER 2013 FÖSTUDAGUR 5 Efst á baugi hjá stjórn SÍ er hvernig við getum unnið að bættu aðgengi al-mennings að sálfræðingum,“ segir Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræð- ingafélags Íslands. Hún, ásamt öðrum í stjórn félagsins, hefur fundað með heilbrigð- isráðherra og hefur óskað eftir því að stofn- aður verði samstarfshópur fulltrúa Sálfræð- ingafélags Íslands og heilbrigðisráðuneyt- is sem vinni að þessum málum. „Geðrænn vandi vex stöðugt í vestrænum samfélögum og nú má gera ráð fyrir að á hverju ári þjáist um 10 prósent Íslendinga af lyndis- og kvíða- röskunum. Kostnaður vegna vandans er gríðarlegur, lyfjakostnaður, tapaðar vinnu- stundir á vinnumarkaði og í skólum svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Hrund og telur brýnt að í aðgerðum gegn vandanum sé beitt aðferð- um sem rannsóknir sýni að séu áhrifaríkar. „Sálfræðileg þekking og meðferð er van- nýtt auðlind í íslensku samfélagi. Bæði hvað varðar forvarnir og eflingu lýðheilsu og í meðferð fyrir börn og fullorðna,“ segir Hrund. Hún leggur áherslu á að rann- sóknir sýni að aukin notkun tiltekinna sál- fræðilegra meðferða sé þjóðhagslega hag- kvæm. Þá sé bæði mikilvægt að almenning- ur hafi aukinn aðgang að sálfræðingum og ekki síður mikilvægt að sálfræðimeðferð sé niður greidd líkt og tíðkast með aðra heil- brigðisþjónustu. Löggildingin mikilvæg Fjöldi félaga í Sálfræðingafélagi Íslands hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Í dag eru fé- lagar um 500 og fer enn ört fjölgandi. „Þeir sem eru í félaginu eru með löggilt starfsleyfi sem sálfræðingar,“ segir Hrund og telur lög- gildinguna afar mikilvæga fyrir skjólstæð- inga sálfræðinga. „Þannig hafa þeir trygg- ingu um ákveðnar lágmarkskröfur varðandi nám þeirra og færni og geta vitað hvaða lög og siðareglur gilda um störf þeirra,“ segir Hrund. Hún segir almenning oft ekki átta sig á þessari tryggingu og haldi að löggild- ing sé fyrst og fremst vörn fyrir fagstéttirn- ar. „En því er í raun öfugt farið.“ Hrund segir ýmsa aðila sem ekki séu lög- giltir heilbrigðisstarfsmenn auglýsa með- ferð án þess að ljóst sé hvaða bakgrunn þeir hafi. „Um þá gilda engin lög og skjólstæð- ingar geta ekki gert athugasemdir við störf þeirra við neina opinbera aðila.“ Auknar námskröfur Mikill áhugi er á sálfræðinámi og sálfræð- ingum hefur fjölgað mikið á undanförn- um árum. Nýlega var námsfyrirkomulag- inu breytt á Íslandi með nýrri reglugerð. „Nú eru gerðar auknar kröfur. Eftir grunn- nám tekur við tveggja ára framhaldsnám og síðan bætist nú við eins árs kandídatsár eftir útskrift. Þá vinna nemendur á stofnunum undir handleiðslu fagmanna áður en þeir fá löggildingu sem sálfræðingar,“ útskýr- ir Hrund og telur nemendur koma sterkari til starfa fyrir vikið. Þeir geti hins vegar haft tengingu við SÍ áður en þeir fá löggildingu enda bjóði félagið upp á nemaaðild fyrir sál- fræðinema á framhaldsstigi. SÍ í sextíu ár Það er mikil gróska í félaginu, nefnd- um og félagsmönnum og hefur fræðsla á vegum félagsins það sem liðið er af vetri verið áhugaverð og einkar vel sótt að sögn Hrundar. „Sálfræðingafélag Íslands verð- ur sextíu ára á næsta ári og verður sálfræði- þingið haldið sjálfan afmælisdaginn,“ upp- lýsir Hrund en félagið hefur síðustu fimm ár haldið tveggja daga sálfræðiþing í sam- starfi við sálfræðideildir við Háskóla Ís- lands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. „Þar kynna sálfræðingar og sál- fræðinemar rannsóknir og störf, stofnanir kynna störf sín og nýjungar og farið verð- ur yfir víðan völl sálfræðisviðsins sem er mjög breiður.“ Sálfræðin er vannýtt auðlind Sálfræðingafélag Íslands, sem verður sextíu ára á næsta ári, er ört vaxandi fag- og stéttarfélag sálfræðinga. Meðal helstu baráttumála félagsins er vinna að bættum kjörum og að almenningur fái greiðari aðgang að sálfræðiþjónustu og fái sálfræðilega meðferð niðurgreidda líkt og aðra heilbrigðisþjónustu. „Geðrænn vandi vex stöðugt í vestrænum samfélögum og nú má gera ráð fyrir að á hverju ári þjáist um 10% Íslendinga af lyndis- og kvíðaröskunum,“ segir Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands. MYND/GVA 3 Undanfarið hefur umræð-an snúist um hagræðing-ar og mögulegar uppsagnir hjá ríkisstofnunum. „Allar umræð- ur um hagræðingu og niðurskurð á vinnumarkaði auka á ótta og óvissu hjá starfsmönnum. Hag- ræðing eða sameining stofnana þarf ekki að leiða til uppsagna og afstaða BHM er sú að ef verkefni eru enn til staðar er enn þörf fyrir starfsfólk að sinna þeim. Ekki er hægt að líta fram hjá því að aukin verkefni og mikið álag í starfi kalla á meiri veikindi og jafnvel kulnun. Þessir þættir geta jafnframt valdið því að fleiri ein- eltismál koma upp á vinnustöð- um. Mikilvægt er að stjórnend- ur standi rétt að málum, komi til þess að segja þurfi starfsmönnum upp,“ útskýrir Erna. „Mest reynir á ákvæði laga um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins og ákvæði stjórnsýslulaga. Það er löglegt að segja upp starfsmönnum vegna hagræðing- ar eða skipulagsbreytinga en hafa ber í huga að uppsögn er alltaf mjög íþyngjandi fyrir þá sem í hlut eiga,“ segir Erna. Ágreiningur vegna uppsagnar Margir leita til stéttarfélaga innan BHM þegar upp kemur ágreining- ur vegna uppsagnar. „Stjórnendum ber að horfa til meðalhófsreglunn- ar þegar hagræða þarf í rekstri og velja vægustu leiðina t.d með því að gera breytingar á starfi eða verk- sviði eða finna fólki annað starf innan stofnunarinnar,“ segir Erna. „Rétt er að taka fram að flestir forstöðumenn stofnana standa rétt að þessum málum en því miður eru alltaf undantekningar á því. Sem dæmi hafa verið að koma til mín mál sem eiga það sameigin- legt að starfsmönnum er sagt upp störfum með vísan til hagræðingar í rekstri en á sama tíma eru ný störf auglýst hjá sömu stofnun. Nýlegt dæmi gerðist á opinberri stofnun þar sem starfsmanni var sagt upp í hagræðingarskyni vegna erfiðleika í rekstri en á sama tíma var verið að ráða ellefu nýja starfsmenn. Það er skrítin staða og maður spyr hver sé hin raunverulega ástæða upp- sagnar. Þess konar vinnubrögð ganga einfaldlega ekki upp og samræmast ekki því lagaumhverfi sem opinberir starfsmenn búa við. Ef önnur ástæða en hagræðing er á bak við uppsögn gilda allt aðrar reglur sem forstöðumönnum ber að fylgja,“ segir Erna. „Nokkur svona mál hafa komið upp undan- farin misseri,“ bætir hún við. Ég vil ekki ætla neinum stjórn- anda að misnota aðstöðu sínu með því að nota hagræðingarkröfur til að losa sig við óæskilega starfs- menn. Umboðsmaður Alþingis hefur þó sagt í áliti sínu er tengist þessari umræðu að það geti verið freistandi að misbeita valdi sínu á þennan hátt. Til dæmis með því að leggja ákveðna stöðu niður. Við hjá BHM viljum að það sé staðið rétt að uppsögnum og farið að lögum,“ bætir Erna við. Vinnuöryggið sem margir sótt- ust eftir hjá hinu opinbera er ekki til lengur. „Uppsagnir dynja yfir í holskeflum og erfitt að komast í nýja vinnu,“ greinir Erna frá og bætir við að því miður sé það að aukast að nýjum aðferðum sé beitt við uppsagnir. „Starfsmanni er af- hent uppsagnarbréf í lok dags og honum vísað samdægurs á dyr í fylgd öryggisvarða eins og hann hafi gerst brotlegur í starfi. Áður gátu starfsmenn haldið sambandi við sinn gamla vinnustað þótt þeir hefðu lent í niðurskurði. Svo er því miður ekki í dag og það er sorg- legt,“ segir Erna enn fremur. „Það er óvissuástand á vinnu- markaði um þessar mundir hvað varðar mögulegar uppsagnir og bendir á að það sé mikilvægt að halda áfram að vera í stéttarfélagi þótt fólk fari á atvinnuleysisbætur,“ segir Erna Guðmundsdóttir. Mikilvægi stéttarfélaga Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir mikla óvissutíma í loftinu á vinnumarkaði vegna hagræðingarkrafna ríkisstjórnarinnar og að margir hafi leitað sér ráðgjafar hjá stéttarfélögum sínum. Allar umræður um hagræðingu og niðurskurð á vinnumarkaði auka á ótta og óvissu hjá starfsmönnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.