Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 43

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 43
KYNNING − AUGLÝSING Bandalag háskólamanna22. NÓVEMBER 2013 FÖSTUDAGUR 11 NEMAR GETA FENGIÐ AÐILD AÐ FRÆÐAGARÐI Nemaaðild að Fræðagarði gefur rétt til þátttöku í félagsstarfi félagsins, m.a. fræðslu- og ráðstefnustarfi. Nemar geta komið málefnum háskólanáms síns að hjá Fræðagarði og fengið þar umfjöllun. Félagið vill huga að umhverfi háskólanáms og velferð nema á háskólastigi og eiga reglulegt samtal við nemahópa. Við viljum undirbúa þá nema sem að afloknu námi sækja út á vinnumarkaðinn undir atvinnuviðtöl og framsetningu á launakröfum. Enn fremur vill félagið efla símenntunartækifæri félagsmanna sinna og eflingu þeirra í starfi. ÓHÁÐ STARFSVETTVANGI Félagsaðild í Fræðagarði er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi. Fræðagarður er í forsvari fyrir félagsmenn sína við gerð kjarasamninga og gætir kjaralegra hagsmuna þeirra í hvívetna. Félagið leggur áherslu á mikilvægi símenntunar og vill stuðla að jákvæðri umræðu um þátt háskólamenntaðra starfsmanna í uppbyggingu sam- félagsins. Enn fremur er félagið vettvangur fyrir umræðu um innihald og framgang háskólamenntunar í landinu. Á síðustu árum hefur Fræðagarður vaxið hratt og hvað hraðast hefur vaxið sá hópur félagsmanna sem vinna á almennum vinnumarkaði. Við teljum vaxtarmöguleika okkar vera áfram mikla þar, en til að atvinnu- lífið í landinu komist vel á veg er nauðsynlegt að huga að nýsköpunar- tækifærum háskólamenntaðra starfsmanna. Fræðagarður Borgartúni 6, 3. hæð. 105 Reykjavík Sími 595-5165 fraedagardur@fraedagardur.is Við erum Félag háskólamenntaðra. Félagið er ólíkt öllum öðrum fé-lögum sem eru undir hatti BHM þar sem við erum með þverskurðinn af öllu há- skólamenntuðu fólki,“ segir Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur og formaður stéttarfélags- ins Fræðagarðs. „Okkar félagsmenn geta verið með nánast hvaða starfsheiti sem er og starfa hjá ríki, sveitarfélögum og á almenn- um vinnumarkaði,“ lýsir Bragi en Fræðagarð- ur hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú orðið stærsta félagið innan BHM með hátt í 1.400 félagsmenn. Næst á dagskrá er að stofna fleiri fagdeildir innan félagsins, en talmeinafræð- ingar hafa þegar stofnað slíka deild. Bragi segir félagsmenn Fræðagarðs vera fólk sem hefur aflað sér fullrar menntunar og starfsréttinda og kjósi að vera í félaginu þar sem haldið sé utan um þversniðið af há- skólafólki. „Svo er einnig eitthvað um að fólk með BA- eða BS-gráður komi til okkar meðan það aflar sér starfsréttinda sem rúm- ast innan annarra aðildarfélaga og færir sig síðan þangað þegar full réttindi eru fengin,“ segir Bragi. Persónuleg þjónusta við félagsmenn Fræðagarður leggur höfuðáherslu á að veita persónulega þjónustu að sögn Braga. „Það birtist í hlutum eins og vera með öfl- uga þjónustuskrifstofu, vera með heimasíðu með greinargóðum upplýsingum um kaup og kjör og ekki síst í því að fólk geti hringt inn ef það er með spurningar og komið í viðtöl ef erfiðleikar koma upp,“ segir Bragi. Þá tryggi Fræðagarður félagsmönnum sínum að- gang að lögfræðiaðstoð ef fólk lendir í þann- ig erfiðleikum að það sé eina lausnin. „Bæði höfum við aðgang að lögfræðingi BHM auk þess sem við erum með sérsamning við lög- fræðing sjálf, til að mæta slíkum þörfum.“ Bragi segir umhverfi háskólamenntaðra hafa breyst nokkuð eftir hrun. „Við sjáum ýmis ný vandamál. Til dæmis er atvinnu- leysi hjá háskólamenntuðum sem við sáum aldrei áður. Við sjáum líka tölvuverðan hóp sem fer einfaldlega úr landi því hann sér sig ekki á vinnumarkaði hérna. Mér finnst mjög áberandi að yngra fólk spáir meira í því að fara til útlanda en var áður,“ segir Bragi og telur aðgerða þörf. Þörf á meiri umræðu um stöðu háskólamenntunar „Eitt af því sem gert var eftir hrun var að hvetja fólk til að afla sér meiri menntun- ar. Nú er margt af því fólki að útskrifast en tækifærin hafa ekkert aukist,“ segir Bragi og telur mikla þörf á umræðu um stöðu og framtíð háskólamenntunar. „Við viljum sjá fleiri tækifæri, meiri nýsköpun auk ein- hverrar opinberrar stefnu sem beinist að háskólamenntuðum,“ segir Bragi og bend- ir á að flest af því sem hefur heitið atvinnu- átak hafi beinst að allt öðrum stéttum en þeim sem eru með háskólamenntun á bak við sig. „Við stöndum frammi fyrir því að ekk- ert hefur gengið varðandi fyrirheit opin- berra aðila um kynbundinn launamun. Við hljótum því að gera þær kröfur að þess- um málum verði sinnt,“ segir Bragi og telur klárt að ræða verði um stöðu háskóla- menntunar í landinu. „Það var allt of lítið rætt um menntamál fyrir kosningarnar í vor þrátt fyrir þá staðreynd að nauðsynlegt er að huga að því hver sé framtíð mennt- unar í landinu, tengslum á milli skólastiga, breyttu starfsumhverfi háskólastétta og svo mætti lengi telja.“ Háskólamenntaðir hafa setið eftir Kjarasamningar eru lausir í vetur og því barátta fram undan. „BHM hefur komið inn í þá umræðu með öðrum aðilum vinnumarkaðarins en enn er ekki alveg ljóst hvert verður stefnt,“ segir Bragi. Fræðagarður var með sérstaka könnun innan félagsins. „Þar kom í ljós að mjög stór hópur í okkar félagi vill sjá launahækkun og varðveislu kaupmáttar en vill líka sjá jafnrétti til launa,“ upplýsir Bragi. Jafn- rétti til launa er þannig eitt af meginbar- áttumálum Fræðagarðs. Bragi segir háskólafólk ekki hafa farið vel út úr þjóðarsáttinni síðustu og ríkið stóð ekki við sinn hluta af stöðugleikasáttmálan- um, þótt háskólafólk hafi staðið við sína hlið á honum. „Til dæmis er enn fullur skattur af flestöllu sem heitir greiðslur úr sjóðum,“ segir hann og telur að tryggja þurfi réttindi mun betur en nú er gert. „Við höfum leit- að til systurfélaga okkar í Skandinavíu og séð að þar eru hlutir með allt öðrum hætti og samningar unnir allt öðruvísi en hér. Þar er samstarf í miklu fastari farvegi en hefur tíðkast á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Bragi. Hann segir vel mega gagnrýna háskólasamfélagið fyrir að vera of þolin- mótt og að það hafi ekki verið með mikl- ar aðgerðir. „En það kemur að því að menn brestur þolinmæðin ef ekkert er að gert.“ Háskólamenntun í forgrunni Fræðagarður er stéttarfélag fólks sem lokið hefur að lágmarki BA eða BS prófi eða ígildi þess. Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú orðið stærsta félagið innan BHM. Stjórn Fræðagarðs. Frá vinstri: Kalman le Sage Fontenay ritari, Birna Bjarnadóttir varaformaður, Ragnar Karl Jóhannsson varamaður, Helga Björg Kolbeinsdóttir gjaldkeri, Bragi Skúlason formaður og Auður Sigrúnardóttir meðstjórnandi. MYND/STEFÁN Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs er verkefnasjóður sem settur var á fót árið 2010. „Hann er hugsaður til að styrkja okkar fólk með fræðslu og ráð- stefnum,“ segir Helga Kolbeins- dóttir, gjaldkeri Fræðagarðs og formaður Fræðslu- og ráð- stefnusjóðsins. Forsvarsmenn sjóðsins hafa unnið út frá könn- un sem lögð var fyrir félags- menn Fræðagarðs árið 2010. „Þar voru þeir spurðir hvaða fræðsla myndi höfða mest til þeirra,“ segir Helga en einnig hefur verið tekið tillit til tillagna sem komu fram í landsbyggðarátaki sem fé- lagið réðst í á vormánuðum 2013. „Þar töluðum við við félagsmenn á landsbyggðinni og þeir komu með ábendingar um þá fræðslu sem þeir væru til í að sjá hjá okkur,“ lýsir hún. Auk þess eru tekin fyrir málefni sem brenna á fólki á hverjum tíma. Endurgjaldslaus aðgangur „Sjóðurinn hefur staðið fyrir fræðslu um málefni á borð við lífeyrismál, sparnað, hvernig eigi að óska eftir launahækkun og hvernig bregðast megi við breyt- ingum á vinnustöðum,“ segir Helga en sjóðurinn hefur staðið fyrir tveimur ráðstefnum, ann- arri í samvinnu við háskólapró- fessora. Báðar fjölluðu um gildi háskólamenntunar frá ýmsum sjónarhornum. „Í næstu viku verður sjóðurinn með fræðslu um lífeyrissjóði en í janúar mun Ingrid Kuhlman vera með vinnusmiðju um hvernig takast eigi á við breytingar sem verði á vinnustöðum,“ segir Helga og telur það málefni eiga afar vel við í samfélaginu í dag. Aðgangur að allri fræðslu og ráðstefnum sjóðsins hefur verið endurgjaldslaus. „Enda viljum við veg okkar félagsmanna sem mestan,“ segir Helga. Félagsmenn geta sótt um styrk Á næsta ári, 2014, hrindir sjóð- urinn af stað tilraunaverkefni. „Um er að ræða styrktarleið þar sem félagsmenn geta sótt um styrk fyrir símenntun og fræðslu á háskólastigi,“ útskýrir Helga en þegar er búið að leggja fjórar milljónir í þetta verk- efni. „Okkur langar með þessu að vita hvort þörf er fyrir slík- an sjóð,“ segir Helga en engar skorður eru settar um umsókn- ir. „Þetta getur til dæmis verið leið fyrir fólk að sækja um styrk til fræðslu og náms sem teng- ist ekki sérstaklega núver- andi vinnu þess,“ segir Helga og bendir á að þetta sé góð leið fyrir einstaklinga að efla sig hvort sem er í starfi eða lífi. Fræðslusjóður Fræðagarðs „Sjóðurinn hefur staðið fyrir fræðslu um málefni á borð við lífeyrismál, sparnað, hvernig eigi að óska eftir launahækkun og hvernig bregðast megi við breytingum á vinnustöðum,“ segir Helga. MYND/GVA 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.