Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 44
KYNNING − AUGLÝSINGBandalag háskólamanna FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 201312
„Við lítum svo á að hlutverk félagsins sé
að standa vörð um þau verðmæti sem fel-
ast í menntun félagsmanna og að koma
á gagnkvæmum skilningi milli há-
skólamenntaðra félagsvísindamanna
og vinnuveitenda um að menntunin sé
metin til launa.“ segir Halldór Valur.
„Fólk sækir í auknum mæli í öryggi
þess að vera í stéttarfélagi og nú eru
félagsmenn orðnir yfir tvö hundruð,“
segir Halldór Valur. „Við erum með öfl-
ugt en lítið félag sem sinnir sínu fólki á
persónulegan hátt.
Miðað við marga aðra hópa eru ágætis
laun meðal félagsmanna en staða okkar
hefur hins vegar versnað í takt við aðra
millitekjuhópa og nauðsynlegt er að fá
leiðréttingar á þeim aðgerðum sem við
urðum fyrir í kjölfar efnahagshruns-
ins. Þá höfum við lagt áherslu á að halda
félagsgjöldum í lágmarki en réttindin eru
engu að síður talsverð, ekki síst í gegn-
um sjóðakerfi BHM. Skrifstofan er rekin
á hagkvæman hátt í samstarfi við fjög-
ur önnur aðildarfélög í Borgartúni 6 og er
opin alla virka daga,“ segir Halldór Valur.
„Eins og nafn félagsins bendir til er
það hagsmunafélag allra félagsvísinda-
manna. Rétt til inngöngu hafa allir sem
hafa lokið viðurkenndu lokaprófi á há-
skólastigi í félagsvísindum eða hliðstæð-
um greinum eða starfa sem sérfræðingar
á sviði félagsvísinda. Ég get nefnt félags-
fræðinga, stjórnmálafræðinga, mann-
fræðinga og aðra þá sem eru með fullgilt
félagsvísindapróf.“
Umfangsmesta verkefni félagsins á
þessum tímapunkti er undirbúning-
ur nýrra kjarasamninga. Þar er mótun
kröfugerðar auðvitað mjög áberandi.
Þessir samningar geta orðið mjög mót-
andi fyrir framtíðina og við höfum lagt
áherslu á að fá sem mesta aðkomu félags-
manna að undirbúningi þeirra. Við gerð-
um til dæmis könnun nýlega meðal
félagsmanna okkar til að spyrjast fyrir
um hvaða atriði þeir vilja leggja áherslu
á í komandi kjarasamningunum. Lang-
flestir vilja aukinn kaupmátt launa en
mikill vilji er sömuleiðis fyrir bættu
launajafnrétti kynjanna og beinum
launahækkunum. Á nýju ári verður farið
í gerð kjarasamninga en undirbúningur
vegna þeirra er í fullum gangi og fer fram
í nánu samstarfi við önnur aðildarfélög
BHM,“ segir Halldór Valur enn fremur.
Halldór Valur hefur starfað sem for-
maður í tvö ár en þar áður sat hann í
stjórn frá 2009. Hann segir að það hafi
komið sér á óvart hvað félagsmönnum
hafi fjölgað mikið á undanförnum árum.
„Við höfum verið í markvissu kynningar-
átaki undanfarin ár og starfsmenn á al-
mennum vinnumarkaði hafa í auknum
mæli sótt um aðild að félaginu og litið
á það sem öryggi fyrir sig að vera í því.
Áður voru opinberir starfsmenn í mikl-
um meirihluta. Það er í takt við stefnu
okkar að sem flestir á almennum vinnu-
markaði sjái sér betur borgið innan
félagsins. Félagar starfa á ólíkum svið-
um, sérfræðingar og stjórnendur hjá
ýmsum ríkisstofnunum, sveitarfélögum
og sjálfseignarstofnunum og á einka-
markaðnum starfa félagsmenn við rann-
sóknir, í tryggingafyrirtækjum, upplýs-
ingageiranum og í almannatengslum,
svo eitthvað sé nefnt. Við höfum orðið
vör við hugarfarsbreytingu hjá fólki
í garð félagsins. Það er mikið öryggi
fyrir fólk að vera í stéttarfélögum, lögin
tryggja félagsmönnum lágmarksrétt-
indi án þess að skerða möguleika þeirra á
bættum kjörum umfram það.“
Til að sækja um aðild er nóg að senda
tölvupóst á fif@bhm.is.
Áhersla á verðmæti og
gildi háskólamenntunar
Halldór Valur Pálsson er formaður Félags íslenskra félagsvísindamanna. Mikil fjölgun hefur orðið á félagsmönnum á undanförnum árum.
Halldór Valur Pálsson segir að mikil aukning hafi orðið hjá félaginu frá hruni. MYND/GVA
Tilefni stofnunar Félags há-skólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) 23.
ágúst 1973 var hin breytta skipan
aðildar að kjarasamningum opin-
berra starfsmanna með lögum
46/1973. Kjaralega töldu háskóla-
menn innan Stjórnarráðsins að þeir
ættu meira sameiginlegt innbyrð-
is, sökum eðlislíkra starfa, heldur
en aðilar með sömu menntun ann-
ars staðar í ríkiskerfinu. Í dag hefur
félagið á að skipa um 550 félags-
mönnum sem starfa á 19 vinnustöð-
um, þar af um 75% í Stjórnarráðinu.
Félagið er sjötta til sjöunda stærsta
félagið innan BHM.
Bætt þjónusta
Árið 2008 jókst þörfin eftir þjónustu
FHSS meðal félagsmanna. Starfs-
umhverfi félagsmanna var óstöð-
ugt og tók miklum breytingum
vegna hagræðingarkrafna, samein-
inga ráðuneyta og tilfærslu á verk-
efnum milli ráðuneyta og stofn-
ana. Ágreiningsmál urðu algeng-
ari og deilur milli starfsmanna og
atvinnurekenda urðu flóknari og
algengara var að vinnuveitend-
ur brytu ákvæði gerðra stofnana-
samninga. Í kjarabaráttu er sam-
staða og samvinna stór hluti af því
að árangur náist. Mikilvægt er að
skapa styrkan grundvöll öflugs fé-
lags til að styðja við félagsmenn.
Stjórn FHSS hefur unnið að því að
styrkja stoðirnar og efla tengslin við
félagsmenn. Þann 1. júlí 2013 gerðist
FHSS aðili að samningi fimm aðild-
arstéttarfélaga BHM, um samstarf
og rekstur sameiginlegrar þjónustu-
skrifstofu fyrir félagsmenn. Með
aðild að rekstri þjónustuskrifstofu
er leitast við að styrkja þjónustu við
félagsmenn FHSS og efla faglegt
samstarf í málefnavinnu og kjara-
baráttu félagsins. Samstarfið gefur
strax góða raun og félagsmenn nýta
sér þjónustuna í síauknum mæli.
Sérstaða
Í skýrslu forsætisráðherra, „Sam-
hent stjórnsýsla“, sem kom út í des-
ember 2010, kemur fram að sér-
staklega þurfi að huga að mann-
auðsmálum innan Stjórnarráðsins.
Mikilvægt sé að hugað verði að
grundvallaratriðum svo sem
starfsþróun starfsmanna, endur-
menntun, starfsumhverfi, starfs-
kjörum og fleira. Athygli er vakin
á því að starfsmannavelta háskóla-
menntaðra starfsmanna innan
Stjórnarráðsins sé hærri en ann-
arra ríkisstarfsmanna. Þeir staldra
stutt við í starfi og hafa 56% há-
skólamenntaðra starfað hjá Stjórn-
arráðinu í fjögur ár eða skemur og
kom einnig fram að há velta á há-
skólamenntuðum starfsmönnum
virðist vera viðvarandi vandamál í
Stjórnarráðinu. Þessi starfsmanna-
velta er dýrkeypt þar sem með
hverjum sérhæfðum starfsmanni
glatast dýrmæt þekking og reynsla.
Launalækkanir
Um miðjan ágúst 2009, samþykkti
þáverandi ríkisstjórn tillögu fjár-
málaráðherra þess efnis að laun
starfsmanna Stjórnarráðsins sem
hefðu heildarlaun yfir fjögur hund-
ruð þúsund krónur á mánuði skyldu
lækkuð með einhliða ákvörðun
hvers ráðuneytis um 3-10%. Vert er
að geta þess að starfsmenn Stjórnar-
ráðsins eru 2-3% af starfsmönnum
hins opinbera. Umræddar skerðing-
ar tóku gildi í janúar 2010 og voru í
mótsögn við stöðugleikasáttmálann
frá 25. júní 2009. Samkvæmt lögum
um kjarasaminga opinberra starfs-
manna 94/1986 er starfsmönnum
Stjórnarráðsins óheimilt að fara í
verkfall. Ákvæði laganna undir-
strikar að störf í Stjórnarráðinu eru
það mikilvæg samfélaginu að koma
verði í veg fyrir að nokkur röskun
verði á starfsemi þess.
Í kjarasamningum undirrituðum
6. júní 2011, 18 mánuðum síðar, var
samið um að þær skerðingar gengju
til baka eigi síðar en fyrir lok ársins.
Fram á veg
Um þessar mundir er unnið við
undirbúning og kröfugerð vegna
nýrra kjarasamninga. Í lok október
2013 var send út spurningakönnun
til félagsmanna um áherslur þeirra
í komandi kjarasamningum. Nið-
urstöður hennar sýna að félags-
menn telja aukinn kaupmátt og
beinar launahækkanir mikilvæg-
ustu áhersluatriðin ásamt því að
vinna að launajafnrétti kynjanna.
Samkvæmt niðurstöðum kjara-
könnunar í ágúst 2013 er óleið-
réttur kynbundinn launamunur
félagsmanna FHSS 8,8% í febrú-
ar 2013. Margt hefur áunnist á
síðustu árum og að mörgu er að
vinna. Róðurinn hefur verið erf-
iður í ýmsum málum en oftar en
ekki nást fram kjarabætur fyrir
félagsmenn.
Starfsmannavelta er dýrkeypt
Starfsmannavelta í Stjórnarráðinu er viðvarandi vandamál, 56% háskólamenntaðra starfsmanna innan ráðuneyta hafa starfað
skemur en fjögur ár. Mikilvægt er að huga að skipulagi starfsmannamála innan Stjórnarráðsins.
Stjórn FHSS: Oddur Einarsson gjaldkeri, Hanna Dóra Hólm Másdóttir formaður, Pétur Berg Matthíasson varaformaður. Á myndina
vantar Gunnar Alexander Ólafsson ritara og Arnór Snæbjörnsson vefstjóra. MYND/PJETUR
0