Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 46
KYNNING − AUGLÝSINGBandalag háskólamanna FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 201314
Starfssvið sjúkraþjálfara er að aðstoða fólk við að viðhalda og bæta líkamsástand þannig að það geti lagt sitt af mörkum til
samfélagsins, að teknu tilliti til ástands og ald-
urs. Árlega hjálpa sjúkraþjálfarar fjölda manns
við að koma í veg fyrir og/eða yfirvinna vanda
vegna stoðkerfiskvilla og lífstílssjúkdóma. Einn-
ig starfa þeir við endurhæfingu eftir slys og sjúk-
dóma, meðhöndla langveika og fatlaða og koma
að þjálfun og meðferð íþróttafólks. Þetta gera
sjúkraþjálfarar annars vegar með sérstakri með-
höndlun og hins vegar með öruggri og viðeigandi
æfingaforskrift.
Um 550 sjúkraþjálfarar starfa á Íslandi. Helm-
ingur þeirra starfar á sjúkrastofnunum og end-
urhæfingarstofnunum en hinn helmingurinn á
almennum stofum víða um land. Sjúkraþjálfarar
fara höndum um yfir 50.000 landsmenn árlega,
frá rúmliggjandi sjúklingum til afreksíþrótta-
manna, frá vöggu til grafar.
Félag sjúkraþjálfara á rætur sínar að rekja allt
aftur til ársins 1940 og núverandi formaður er
Unnur Pétursdóttir. Félagið er bæði fag– og stétt-
arfélag. Innan fagdeildar starfar öflug fræðslu-
nefnd sem heldur um átta metnaðarfull nám-
skeið á ári hverju í umsjón virtra innlendra og
erlendra kennara. Einnig eru þar innanborðs
faghópar sjúkraþjálfara sem starfa í einstökum
geirum sjúkraþjálfunar. Undirfélög eru þrjú:
Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu, Félag
sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu og Félag MT
sjúkraþjálfara (Manual Therapy), sem er sértæk
greining og meðferð á hrygg og útlimaliðum.
Stéttarfélagshluti félagsins sér um kjarasamn-
ingagerð fyrir launþega félagsins við Fjármála-
ráðuneytið og fleiri og heldur utan um réttindi
og skyldur félagsmanna. Einnig gerir sá hluti
félagsins samninga við Sjúkratryggingar Íslands
og f leiri, fyrir hönd sjálfstætt starfandi sjúkra-
þjálfara.
Félag sjúkraþjálfara hefur verið aðili að Heims-
sambandi sjúkraþjálfara (World Con federation for
Physical Therapy, WCPT)
frá árinu 1963. Nán-
ari upplýsingar má
fá á vefsíðunum:
www.phy-
s i o . i s o g
www.wcpt.org.
Aðstoða fólk við að við-
halda góðu líkamsástandi
Árlega hjálpa sjúkraþjálfarar fjölda manns við að koma í veg fyrir og/eða
yfirvinna vanda vegna stoðkerfiskvilla eða lífsstílssjúkdóma.
Unnur Péturs-
dóttir, for-
maður Félags
sjúkraþjálfara.
Þjónustuskrifstofa SIGL er rekin af fjórum aðildarfélögum BHM. Þetta eru Félag sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félag
geislafræðinga og Félag lífeindafræðinga. Þessi félög eiga það sameiginlegt að þeim tilheyra heilbrigðisstéttir með sérhæfða
þekkingu sem eru afar mikilvægir hlekkir í heilbrigðisþjónustunni. Tvö þeirra, félög sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa, starfa náið að
heilsueflingu og endurhæfingu skjólstæðinga sinna en geisla- og lífeindafræðingar starfa að rannsóknarstörfum.
Mikilvægir hlekkir
í heilbrigðisþjónustunni
Félag geislafræðinga var stofnað árið 1972 og er 41 árs. Það er bæði fag- og stéttarfélag. Félagar með fagaðild eru
145 og stéttarfélagar eru 114.
Starfssvið geislafræðinga er framkvæmd
læknisfræðilegra myndgreininga rann-
sókna og undirbúningur og framkvæmd
geislameðferðar.
Þróun fagsins hefur verið mikil undan-
farna áratugi en röntgengeislinn var upp-
götvaður árið 1895 og er því 118 ára. Upp-
götvun hans var ein af stóru uppfinningun-
um í læknisfræðinni og hefur þróun verið
mikil allar götur síðan. Með tilkomu tölvu-
tækni opnuðust nýjar víddir og möguleikar
sem aldrei fyrr. Þá urðu rannsóknir starf-
rænar en áður voru þær festar á filmur og
framkallaðar.
Í kjölfar þess hafa þróast nýjar rann-
sóknaraðferðir sem eru til dæmis tölvu-
sneiðmyndir og segulómun. Nýjar rann-
sóknaraðferðir hafa aukið mjög greining-
armöguleika og er nú hægt að greina mun
fleira og mun fyrr með myndgreiningar-
rannsóknum en áður.
Öll vinnsla er nákvæmari og öruggari og
tækifæri til þróunar eru mikil.
Á sama tíma er þróun fagsins geisla-
fræði og starfssvið geislafræðinga í heim-
inum vaxandi. Í upphafi voru geislafræð-
ingar nokkurs konar aðstoðarmenn lækna
en nú til dags vinna geislafræðingar störf
sín sjálfstætt og eru sjálfstæð heilbrigðis-
stétt. Auk framkvæmda og vinnslu mynd-
greiningarrannsókna sjá geislafræðingar
víða í heiminum í stöðugt vaxandi mæli
um að lesa úr tilteknum myndgreiningar-
rannsóknum.
Geislafræði er kennd í Háskóla Íslands
og er fjögurra ára nám, þriggja ára grunn-
nám til BS-gráðu í geislafræði og eitt ár á
meistarastigi til starfsleyfis sem geislafræð-
ingur.
Fag í örri þróun
Nýjar rannsóknaraðferðir innan geislafræðinnar hafa aukið
greiningarmöguleika til muna og er fagið í örri þróun.
Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags
geislafræðinga.
Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað í mars 1976 og voru félagar þá tíu talsins. Í dag eru þeir um 280. Markmið og meginviðfangs-
efni félagsins eru:
■ Að gæta hagsmuna iðjuþjálfa og efla sam-
vinnu og samheldni innan stéttarinnar
■ Að efla þróun og standa vörð um gæði iðju-
þjálfunar á Íslandi
■ Að stuðla að bættri menntun og aukinni fag-
legri vitund iðjuþjálfa
■ Að efla samstarf við iðjuþjálfa erlendis og
tengsl við hliðstæða starfshópa innanlands
sem utan
■ Að kynna menntun og starf iðjuþjálfa
■ Að vinna að heilbrigði landsmanna
Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vax-
andi stétt um allan heim. Starfsvettvangur
iðjuþjálfa er að mestu á sviði heilbrigðis-, fé-
lags- og menntamála en með fleiri starfandi
iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvang-
ur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá
fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka
á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og
hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins
og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda,
Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa
sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir sam-
félagið.
Helsta verkfæri iðjuþjálfa er iðjan sjálf sem
fólk stundar en þá er átt við allt það sem ein-
staklingar á öllum aldri gera í sínu daglega lífi,
t.d. í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna
ýmis störf er nýtast samfélaginu, stunda nám
og njóta þess sem lífið hefur að bjóða. Þó að
þessi viðfangsefni virðist einföld fyrir marga,
þá geta þau verið erfið og jafnvel óyfirstígan-
leg fyrir aðra sem hafa e.t.v. ekki þroskast eðli-
lega, tapað fyrri færni, hafa fengið sjúkdóma,
eru komnir á efri ár eða hafa orðið fyrir áföll-
um af einhverju tagi.
Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram
góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköp-
um við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Teng-
ing við úrræði í samfélaginu er einnig mikil-
vægur hluti af starfi iðjuþjálfa en markmiðið
er að einstaklingar geti betur tekist á við dag-
legt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt.
Vaxandi stétt
Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa meðal annars sett
á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda,
Hugarafl og Hlutverkasetur.
Ósk Sigurðardóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Félag lífeindafræðinga varð 46 ára á þessu ári en lífeindafræðingar hafa í nær hálfa öld staðið fyrir
rannsóknarvinnu til heilla almenn-
ingi. Við tölum gjarnan um okkur og
okkar störf sem „lykil að lækningu“
því margar sjúkdómsgreiningar eru
m.a. byggðar á rannsóknarniðurstöð-
um frá okkur,“ segir Arna Auður Ant-
onsdóttir, formaður Félags lífeinda-
fræðinga.
Lífeindafræðingar koma víða við
í þjóðfélaginu, í Háskóla Íslands eru
kenndar 12-14 greinar undir hatti líf-
eindafræðinnar bæði sem sérgreinar
og þverfagleg námskeið. Námið tekur
fjögur ár í HÍ, þrjú ár til BS-gráðu og
4. árið gefur diplómu og í fram-
haldi af því starfsleyfi frá Land-
lækni til að starfa sem lífeinda-
fræðingur. Við útskrift er líf-
eindafræðingur með víðtæka
þekkingu og tilbúinn að tak-
ast á við þjónustu og vísinda-
rannsóknir á flestum sviðum.
Aðsókn hefur aukist gífurlega
í þetta nám síðustu ár og er
það mjög ánægjulegt því
fyrirsjáanlegur er
skortur á lífeinda-
fræðingum.
Á heilbrigðis-
stofnunum um
land allt vinna u.þ.b. 70% af félags-
mönnum en 25-30% á hinum almenna
vinnumarkaði og hefur sá geiri stækk-
að mikið síðustu 10-15 árin.
Félag lífeindafræðinga
er stéttar- og fagfélag
Stéttarfélagsþátturinn hefur tekið
stöðugt meira pláss á undanförn-
um árum. Helsta ástæðan fyrir því
er sú að stéttarfélagið sér um kjara-
samningagerð við ríki og Samtök at-
vinnulífsins. Eins og ástandið hefur
verið í þjóðfélaginu þá fer óheyrileg-
ur tími í þessa samninga sem eru jafn-
an til stutts tíma vegna þess að f lest-
ir þættir sem að samningagerð snúa
eru ótryggir og kaupmáttur
gufar jafnvel upp skömmu
eftir undirskrift. Félagið
hefur einnig það hlutverk
að tryggja réttindi félags-
manna og gæta hags-
muna þeirra. Félagið
vinnur með Norðurlanda-
samtökum (NML), Evrópu-
samtökum lífeindafræðinga
(EPBS) og Alþjóðasamtök-
um lí feindafræðinga
(IFBLS).
Lykill að lækningu
Lífeindafræðingar koma víða við í þjóðfélaginu. Aðsókn í
í lífeindafræði við HÍ hefur aukist gífurlega síðustu ár.
Arna Auður Antonsdóttir
formaður Félags lífeinda-
fræðinga.
2