Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 52

Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 52
FRÉTTABLAÐIÐ Petit.is og PopUp verzlun. Piparkökur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 12 • LÍFIÐ 22. NÓVEMBER 2013 Árið 2009 ákváðu fjórir fatahönn- uðir að stofna milliliðalausa verslun frá hönnuði til neytandans og skapa vettvang fyrir nýútskrifaða hönnuði og hönnuði með smærri vörulínur. Farandverslunin Popup verzlun varð að veruleika en verslunin poppar upp í tilfallandi húsnæði þegar hönnuðunum hentar. „Við poppum upp tvisvar til þrisvar á ári í kring- um hönnunarviðburði og þetta er í fjórða skipti sem við höldum hönn- unarmarkaðinn fyrir jólin,” segir Þórey Björk Halldórsdóttir, skipu- leggjandi jólamarkaðarins í Hörpu. Jólaverzlun PopUp hefur verið vin- sæl síðustu ár og er markaðurinn einstakt tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri til að koma og kynna sér nýjungar í íslenskri hönnun og gera góð kaup fyrir jólin. „Samsetning hönnuða er fjöl- breytt á hverju ári og í þetta sinn erum við með fersk vörumerki sem ég hef ekki séð áður,” segir Þórey Björk glöð í bragði. Boðið verður upp á tískuvöru, skartgripi, heimil- isvöru, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira. PopUp verzlunin er aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað, hverju sinni með sameiginlegan ávinning hönnuða að leiðarljósi. Markaðurinn er opinn helgarnar 30. nóv. - 1. desember og 7.-8. desember. Opið verður frá 12.00 til 18.00 báðar helgar. ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR Á JÓLAMARKAÐI Í HÖRPU Popup verzlun heldur jólamarkað með hönnunarvörum frá yfi r fjörutíu hönnuðum í samstarfi við Epal. Hönnuðir í Hörpu: Björg Guðmundsdóttir, Borghildur Gunnlaugsdóttir, Þórey Björk Halldórsdóttir, Aron Bullion, Anthony Bacigalupo, Ýr Káradóttir, Lísa Kjartansdótir, Helga Lilja Magnúsdóttir Á huginn á barnavörum kviknaði þegar ég var ólétt af dóttur minni en mér fannst svo lítið úrval af vörum og margt svo óspennandi hér á landi miðað við það sem ég þekki frá Svíþjóð,“ segir Linnea Ahle sem opnar vefverslunina petit.is næst- komandi mánudag. Linnea flutti til Íslands fyrir rúmlega tveimur árum en hún kynntist eiginmanni sínum, Gunnari Þór Gunnarssyni, í Sví- þjóð þegar hann var atvinnumað- ur í fótbolta. Eftir meiðsli sótti hugur hans heim og ákvað parið því að setjast að á Íslandi. Fljót- lega eignuðust þau dótturina Þóru sem er innblástur verslun- arinnar petit.is. Verslunin verður eingöngu á netinu til að byrja með, en þannig segist Linnea geta haldið verð- inu lægra en gengur og ger- ist. „Sum merkin eru á svipuðu verði og H&M því ég vil að allir geti verslað á petit.is,“útskýrir Linnea. Vöruúrvalið inniheldur sænsk vörumerki á borð við Mini Empire, Petter & Kajsa, OMM design og Färg & Form Sweden sem er skemmtileg lína með skýj- um á sængurfötum, fatnaði og fleiru. Í Svíþjóð starfaði Linnea meðal annars í sjónvarpi við framleiðslu og tók þátt í gerð sænsku Idol-þáttanna árið 2011. „Ég er vön að framkvæma hug- myndir mínar strax og ákvað því að nota tengslanetið mitt úti til að koma versluninni á laggirnar sem hefur gengið vonum framar,“ segir hún. PETIT.IS BARNAFÖT Á NETINU Linnea Ahle opnar barnafataverslunina petit.is á veraldarvefnum á mánudag. Linnea Ahle hefur haft í nógu að snúast í fæðingarorlofinu sínu en hún opnar verslunina Petit.is eftir helgi. Úrvalið í versluninni verður glæsilegt en boðið er upp á sænsk merki á viðráðanlegu verði. Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild F ÍT O N / S ÍA F Í 20% afsláttur af öllum vörum við fyrstu kaup. 10% afsláttur eftir það. Tilboð gildir aðeins í Fákafeni 11. T O N / S ÍA AFSLÁTTUR 20 35% afsláttur af matseðli frá kl. 11 til 16 alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. AFSLÁTTUR35

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.