Fréttablaðið - 22.11.2013, Page 54
FRÉTTABLAÐIÐ Piparkökur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
14 • LÍFIÐ 22. NÓVEMBER 2013
Jólin nálgast óðum og eru margir
farnir að huga að jólaundirbúningi
með smákökubakstri og innkaupum
á skrauti og kertum. Piparkökubakst-
ur færir þér ilminn af jólunum, gleði
í hjarta og börnin mega taka þátt í
að skera út og skreyta. María Krista
Hreiðarsdóttir er hér með góða upp-
skrift að LKL piparkökum fyrir alla
fjölskylduna.
Uppskrift
100 g fituskert möndlumjöl
Funksjonell
80 g Fiberfin, Funksjonell
1 tsk. kardemommur
3 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. múskat (má sleppa)
1/2 tsk. pipar (má
sleppa)
3 msk. rjómi
20 dropar Stevía
Via Health
8 msk.
Sukr-
in gold
Funksjonell
100 g smjör
2 eggjahvítur
● Blandið
þurrefnum
saman í skál.
● Í aðra skál setjið mjúkt smjör
og sætuefni og þeytið, blandið
eggjahvítu og rjóma saman við
og blandið vel.
● Þurrefnin út í og hnoðið í kúlu.
Geymið í ísskáp í 1 klst. jafnvel
yfir nótt.
● Fletjið út, skerið út karla og kerl-
ingar og bakið við 170 gráður í
u.þ.b. 10 mín.
Glassúr:
1 eggjahvíta
1 tsk. sítrónusafi
150 g Sukrin Melis Funksjonell
6 dropar piparmyntustevía Via
Health
● Þeytið allt saman og setjið í
sprautupoka, skreytið að vild.
KÖKUR ÞEGAR PIPARKÖKUR BAKAST
María Krista Hreiðarsdóttir er farin að huga að jólunum og er hér með uppskrift að LKL piparkökum sem hægt er að borða með góðri samvisku.
Kökurnar er
hægt að skreyta
á ýmsa vegu
með lituðum
glassúr.
Siffon mussurnar komnar
Áður kr 12.900
nú aðeins kr 6.990
Stærð medium til XXL
Háu aðhaldsbuxurnar komnar
Verð áður kr 9.900
nú aðeins kr 6.990
Stærð small til XXL
Ný sending
Mussurnar og aðhaldsbuxurnar komnar