Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 70

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 70
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 PHOTOSHOP-SKRÍMSLIÐ GENGUR LAUST Það vakti mikla athygli fyrir stuttu þegar ofurfyrirsætan Miranda Kerr setti mynd af sér og fyrirsætunum Doutzen Kroes og Alessöndru Ambrosio á Instagram-síðu sína. Líkami Miröndu var mikið fótósjoppaður á myndinni þannig að hún virtist mun grennri. Miranda segist ekki hafa vitað af því að fi ktað hafi verið við myndina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Photo- shop-hneyksli skekur heimsbyggðina. Ótrúlegur munur Miklar um- ræður spunn- ust á netinu um forsíðu á september- hefti Vogue í fyrra. Lady GaGa prýddi forsíðuna og fór einhver aðeins of geyst í Photo- shop-forritinu. Fórnarlamb Photoshop Búið var að minnka mitti Miröndu á myndinni á Instagram. Þegar Miranda áttaði sig á því bað hún aðdáendur sína afsökunar og birti upprunalegu myndina. Photoshop-skrímsli Söngkonan Britney Spears hefur líka lent í Photoshop-skrímsli eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ófeimin Kim Kardashian var ófeimin við að sýna mynd sem var tekin fyrir tímaritið Complex áður en hún var fótósjoppuð. Með því vildi hún sýna að hún væri með línur og appel- sínuhúð eins og flestar konur. Umdeilt plakat Plakatið fyrir kvikmyndina The Heat var afar umdeilt. Svo virðist sem einhver hafi átt mikið við andlit leikkonunnar Melissu McCarthy. Vakti óhug Það þarf ekki að fjölyrða um af hverju auglýsing frá Ralph Lauren árið 2010 vakti óhug margra. Ævareið Leikkonunni Kate Winslet var ekki skemmt þegar hún var fótósjoppuð fyrir forsíðuna á GQ. „Ég lít ekki svona út og mig langar ekki til að líta svona út.“ Ljósari húð Húð leikkonunnar Gabourey Sidibe virtist nokkrum núm- erum ljósari en hún er í raun og veru á forsíðu Elle árið 2010. Stærri barmur Barmur söngkon- unnar Katy Perry var stækkaður og mitti hennar minnkað fyrir forsíðuna á Rolling Stone árið 2010. Grennri fótleggir Leikkonan Demi Moore prýddi forsíðu tímaritsins W í desember árið 2009 í gylltum Balmain-kjól. Eitt- hvað virtist vera búið að eiga við líkama hennar. iPad mini Verð frá: 54.990.- iPhone Verð frá: 109.990.- Jólagjöf in fæst hjá okkur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.