Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 8
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Haustfundur Jarðhitafélags Íslands í samstarfi við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 26. nóvember kl. 14. EINFÖLDUN REGLUVERKS JARÐHITANÝTINGAR DAGSKRÁ 14:00 Setning fundarins Bjarni Pálsson, formaður Jarðhitafélags Íslands, deildarstjóri virkjanadeildar Landsvirkjunar 14:10 Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra 14:30 Inngangsorð fundarstjóra Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans 14:40 Regluverk jarðhitanýtingar Kristín Haraldsdóttir, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR 15:00 Kynning á starfi starfsskilyrðahóps Jarðvarmaklasans Auður Andrésdóttir, sviðsstjóri, umhverfi og öryggi, Mannviti 15:30 Lokaorð fundarstjóra og fundarslit 15:40 Kaffiveitingar Staður: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, stofa M101. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis VÍSINDI Verkefni ungs íslensks vís- indamanns og samstarfsfólks hans getur orðið til þess að það dragi úr fátækt og hungri í heiminum um leið og matvælaverð lækki. Verkefnið, sem nefnist „Verk- fræðileg hönnun á efnahvötum: Áburður framleiddur á hagkvæmari hátt“, fékk í vikulokin Hagnýtingar- verðlaun Háskóla Íslands. Að verk- efninu standa Egill Skúlason, lektor við Raunvísindadeild Háskólans, og samstarfsfólk hans. Egill áréttar að verkefnið sé enn á tilraunastigi, en rannsóknirnar miða að því að nýta rafmagn eða sól- arljós til að breyta nitri úr andrúms- lofti og vatni í ammóníak sem síðan megi nota til áburðarframleiðslu. „Þetta hefur verið svona mission impossible sem núna er allt í einu orðið mjög spennandi,“ segir Egill, en hann hefur unnið að verkefninu síðustu tíu ár, með samstarfsfólki við Háskólann, Tekniske Univers- itetet og Stanford-háskóla. „Þetta er svona draumaefnahvarf sem hingað til hefur ekki tekist að gera,“ segir hann, en tilraunir til að búa til ammoníak með rafsellu hafa hingað til bara skilað vetnisgasi. „En með tölvureikningum gátum við núna farið að leita að nýjum allt öðruvísi tegundum af efnahvötum.“ Á síðustu misserum duttu svo Egill og samstarfólk hans niður á efna- hvata sem koma betur út en nokk- ur þorði að vona. „Á síðustu mán- uðum og vikum erum við búin að sjá kannski fjóra af þeim hundrað efna- hvötum sem við byrjuðum með, sem ekki nóg með að búi til amm óníak á lágri spennu, heldur búa ekki til neitt vetni.“ Sú niðurstaða lofar mjög góðu því talið var að einung- is tækist að búa til eitt prósent af ammoníaki meðfram vetni. „Að fá í staðinn hundrað prósent ammoníak og ekkert vetni er nánast ótrúlegt.“ Núna standa svo yfir tilraunir til þess að búa til ammoníak með þess- um hætti bæði í Danmörku og í til- raunastofu Háskólans hér á landi. Niðurstöður úr þeim tilraunum segir Egill að ættu að liggja fyrir á næstu vikum og mánuðum. „Í framhaldinu ætti svo að vera auðvelt að hagnýta aðferðina á almennum markaði.“ Þá tekur við ferli við að ganga frá einkaleyfi og svo yrði gengið til samstarfs, annað- hvort við fyrirtæki hér á landi eða stór orku- eða efnahvatafyrirtæki í útlöndum. „Þetta yrði þá þróað og búin til einhver vara.“ Til iðnaðarframleiðslu á amm- oníaki er í dag og hefur síðustu hundrað ár verið notuð svonefnd Haber-Bosch aðferð. Uppgötvunin bylti matvælaframleiðslu í heimin- um á sínum tíma. Möguleikum nýju aðferðarinnar hefur verið líkt við Haber-Bosch II, með áhrifum um heim allan, sér í lagi í þróunarlönd- um þar sem bændur gætu framleitt sinn eigin áburð. Umfangsmikil og kostnaðarsöm áburðarframleiðsla og flutningur áburðar um heiminn gæti líka heyrt sögunni til. „Aðalhugmyndin er að hver sem er geti gert þetta, heima hjá sér, á bóndabænum eða jafnvel í bílnum.“ Bóndi í sólríku þróunarlandi gæti mögulega búið til áburð úr vatni, lofti og sólarljósi. „Það þarf ekki einu sinni rafmagn. Hér á Vesturlöndum verður áburður kannski eitthvað ódýrari þannig að matvæli lækki aðeins og mengun minnki aðeins á heims- vísu, en mest verða áhrifin á þróun- arlöndin með minnkandi fátækt og hungursneyðum.“ olikr@frettabladid.is Í ÖRTÆKNIKJARNA HÍ Líney Árnadóttir, Egill Skúlason og Sveinn Ólafsson í örtæknikjarna Háskólans þar sem standa yfir tilraunir til að smíða efnahvata sem byggja á tölvuútreikningum Egils og samstarfsfólks hans. MYND/EGILL SKÚLASON Íslensk uppgötvun gæti unnið á hungursneyð á heimsvísu Ungur íslenskur vísindamaður og samstarfsfólk hans telja sig hafa dottið niður á aðferð til þess að búa til áburð með einfaldari hætti en áður hefur þekkst. Uppgötvunin gæti valdið breytingum á heimsvísu. SAMNINGAVIÐRÆÐUR „Okkur er ekkert að vanbúnaði. Ég á því von á að samningaviðræður fari á fulla ferð strax eftir helgi,“ segir Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Samningaviðræður hafa síðustu daga strandað á því að Alþýðusam- bandið vildi skýrari svör varðandi nokkra þætti fjárlagafrumvarps- ins. Forystumenn sambandsins hafa í vikunni átt fundi með ráð- herrum, nú síðast fjármálaráð- herra og félags- og húsnæðis- málaráðherra. „Ég tel mig hafa fullvissu fyrir því að stjórnvöld ætli að koma til móts við þá lykil- þætti sem við höfum lagt áherslu á í frumvarpinu,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusam- bandsins. Hann telur að það verði bætt í varðandi heilbrigðiskerfið og það verði komið til móts við atvinnu- leitendur, bæði þá sem eru að leita að vinnu og þá sem hafa klárað bótarétt sinn. Þá ætli stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til menntamála og sjóða sem félagar í verkalýðshreyfingunni hafa getað sótt í. Gylfi segir að aðildarsam- bönd ASÍ ætli að ganga sameinuð til kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Við ætlum að gera sameigin- legan aðfarasamning til skamms tíma og hefjast svo handa við gerð samnings til lengri tíma.“ Gylfi segir að það verði ekki hægt að landa samningi með tveggja prósenta launahækkun. „Verðbólgan er 3,3 prósent svo það þarf meira en tvö prósent til að kaupmáttur aukist. Við og Sam- tök atvinnulífsins erum sammála um að það eigi að auka kaupmátt,“ segir hann. Þorsteinn Víglundsson segir að launaliður hafi ekkert verið rædd- ur. „Það er hins vegar einhugur um að gera samning til tólf mánaða,“ segir hann. johanna@frettabladid.is Viðræður að komast í gang Verkalýðshreyfingin ætlar að ganga sameinuð til kjara viðræðna við atvinnurekendur. Semja á til tólf mánaða. Ekki enn verið rætt um launahækkanir. TIMINN AÐ RENNA ÚT Kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Eiginlegar kjaraviðræður hefjast eftir helgi. Reyna á að gera skammtímasamning til eins árs. FRETTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta hefur verið svona ‚‚miss ion impossible‘‘ sem núna er allt í einu orðið mjög spennandi. Egill Skúlason, lektor við Raunvísindadeild HÍ. SAMGÖNGUR Annar hver farþegi í leigubílum spennir ekki belt- ið. Þetta kom fram í talningu sem bílstjórar hjá Hreyfli/Bæj- arleiðum gerðu fyrir VÍS um helgarnótt nú í haust. Mikill munur er svo á því hvort fólk notar öryggisbelti innan- og utanbæjar. Síma- könnun Samgöngustofu bendir til að fjórðungur bílstjóra og farþega hafi verið í bíl án belt- is hálfu ári eða skemur áður en könnunin var gerð. Utanbæjar hafði einn af tíu verið í bíl án beltis. - skó Könnun í leigubifreiðum: Helmingurinn er ekki í belti SAMGÖNGUR Hlutfall bíla með nagladekk var 28% á móti 72% naglalausum í Reykjavík í taln- ingu sem gerð var 14. nóvem- ber síðastliðinn. Á síðasta ári var hlutfallið 26% á móti 74%. Hlutfalls sóts úr bílum og ösku í svifryki hefur aukist verulega. Reykjavíkurborg lætur reglulega kanna hlutfallið á milli negldra og ónegldra hjól- barða og mest hefur það farið í 34-36% í febrúar og mars. Nagladekk eru aðeins leyfileg í borginni á tímabilinu 1. nóvem- ber til 15. apríl, því þau valda auknu svifryki og sliti á mal- biki. - skó Hlutfall sóts og ösku eykst: Fjórðungur á nagladekkjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.