Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 30
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Fréttablaðið leitaði til álitsgjafa og voru þeir beðnir um að nefna bestu og verstu bókatitlana, með hliðsjón af því hvort þeir hitta í mark eður ei án tillits til gæða sjálfra verkanna. Margir titlar voru nefndir til sögunnar og fengu nokkrar bækur bæði atkvæði fyrir besta og versta bókartitilinn. Fréttablaðið hefur áður staðið fyrir sams konar könnun á bókatitlum. Fyrir jólin 2010 þótti Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur besti titill- inn og Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson sá versti. Tveimur árum fyrr, árið 2008, þótti titill bókarinnar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og fara að vaska upp eftir Hallgrím Helgason sá versti. Bókin var svo gefin út í Þýskalandi og fékk þar verðlaun sem besti titill ársins. Misjafn er mannanna smekkur. Stúlka með maga besti bókartitillinn BESTU BÓKATITLARNIR BESTI TITILLINN Stúlka með maga Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir „Gott að halda á lofti jákvæðum líkamsímyndum fyrir stúlkur, nú á þessum síðustu og verstu internettímum.“ Vigdís Þormóðsdóttir „Orðið magi er ekki algengt í titlum skáldverka. Kallast fallega á við titil á bók eftir sama höfund, Stúlka með fingur.“ Brynhildur Björnsdóttir „Mann langar ósjálfrátt að lesa bókina til að fá botn í titilinn. Þetta er framhald af Stúlku með fingur, svo Þórunn á nóg af líkamspörtum eftir í seríuna.“ Stefán Pálsson Brynhildur Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður Brynja Þorgeirsdóttir dagskrárgerðarmaður Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi Ólafur Sindri Ólafsson þýðandi Pétur Jónsson tónlistarframleiðandi Ragnheiður Tryggvadóttir blaðamaður Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur Álitsgjafar VERSTU BÓKATITLARNIR VERSTI TITILLINN Bananasól Björk Þorgrímsdóttir „Í alvöru? Kallar fram hugrenningartengsl um Sanasól stappað saman við banana.“ Þorgils Jónsson „Að það sé til bók sem heitir Bananasól ber sennilega vitni mikillar hugmyndaauðgi, en um leið og ég las titilinn tók ég nú samt óhagganlega ákvörðun um að bók með slíku nafni skyldi aldrei prýða náttborðið mitt.“ Pétur Jónsson „Fékk laglínuna „ring ring ring bananaphone“ á heilann þegar ég sá þennan. Mér leiddist það.“ Ragnheiður Tryggvadóttir Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalmann Stefánsson „Grípandi titill. Þó flestir myndu ekki setja sig upp á móti þessari staðhæfingu og þykjast alltaf hafa vitað... þá rennur hún samt upp fyrir fólki eins og opinberun. Snjallt!“ Viðar Eggertsson „Nei, þeir gera það ekki og maður veit eiginlega ekki hvort maður á að fagna því að þeir geti ekki hlaupið mann uppi eða vorkenna þeim... og segir ekkert um bókina.“ Brynhildur Björnsdóttir 5. SÆTI Skuggasund Arnaldur Indriðason „Hvað getur glæpasaga sem gerist í Reykjavík heitið annað?“ Viðar Eggertsson „Með því að taka þetta götuheiti út úr sínu venjulega samhengi skapast einhver ógn.“ Örn Úlfar Sævarsson 4. SÆTI Mánasteinn Sjón „Einfaldur og hnitmiðaður titill sem vekur áhuga.“ Soffía Auður Birgisdóttir „Innan um allra einsorðstitlana kemur loksins einn með smá orðaleik eða tvöfaldri merkingu.“ Stefán Pálsson 3. SÆTI My Pussy is Hungry Hugleikur Dagsson „Langbesti titill ársins. Mér finnst líka risastóra plakatið af kápu bókarinnar í glugga Máls og menningar á Laugaveginum vera besta innsetning ársins.“ Sunna Ben „Án efa mest ögrandi titill ársins.“ Örn Úlfar Sævarsson 2. SÆTI 1983 Eiríkur Guðmundsson „Töff nafn á skáldsögu. Ekki 1984, heldur 1983. Vekur alls konar hugrenningartengsl og hrindir mér út í alls konar pælingar. Hef ekki lesið hana en langar til þess bara út af titlinum.“ Brynja Þorgeirsdóttir „Tölustafir og ártöl höfða sterkt til mín í einfaldleika sínum. Árið 1983 var líka skemmtilegt ár, ég var átta ára.“ Ragnheiður Tryggvadóttir „Nostalgíulegur titill sem vekur upp áhuga allra sem lifðu þessa tíma. Vísunin í Orwell skemmir ekki fyrir.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé 5. SÆTI Ekki þessi týpa Björg Magnúsdóttir „Finnst þessi titill ávísun á eitthvert jag og þreytandi vesen á sögupersónunni, sem ég hef litla þolinmæði fyrir.“ Ragnheiður Tryggvadóttir 4. SÆTI Látið síga piltar Óskar Magnússon „Mjög neftóbakslegur titill.“ Soffía Auður Birgisdóttir „Má láta bækur bera þennan titil nema um sé að ræða endurminningar togaraskipstjóra frá áttunda áratugnum?“ Stefán Pálsson 3. SÆTI Blóð hraustra manna Óttar M. Norðfjörð „Virkar eins og titill á hetjusögu úr heimsstyrjöldinni, þá líklega frekar fyrri en síðari, eða einhverri hrakningasögu frá 19. öld. Gæti mögulega gengið sem lesefni í Blóðbankanum eða til að höfða til ímyndaðrar karlmennsku tilvonandi blóðgjafa.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé „Úff, fékk einhverskonar klénan karlrembuhroll niður bakið. Þó er gaman að lesa þennan með leikrænum tilþrifum.“ Ragnheiður Tryggvadóttir 2. SÆTI Guðni – Léttur í lund Guðni Ágústsson „Flatur og eintóna titill sem skilur ekkert eftir sig, nema gamalt popplag sönglandi í höfðinu: „Léttur í lundu ég lagði af stað...““ Brynja Þorgeirsdóttir „Þar sem þrjú orð koma saman, þar er klisjukenndasti undirtitill síðari tíma.“ Ólafur Sindri Ólafsson Vince Vaughn í skýjunum Halldór Armand Ásgeirsson „Þetta er skemmtilega utan af kanti og talsvert grípandi og eftirminnilegt, ekki bara af því að ég hef gaman af Vince Vaughn.“ Þorgils Jónsson „Fyrir utan popptexta sem innihalda titla annarra dægurlaga, er ekkert hallærislegra en bókartitlar með nöfnum frægðarfólks.“ Stefán Pálsson Sérðu harm minn, sumarnótt? Bjarki Bjarnason „Ljóðrænn og grípandi titill.“ Brynhildur Björnsdóttir „Hrikalega tilgerðarlegur titill.“ Soffía Auður Birgisdóttir Hann Börkur Gunnarsson „Einfaldur og sterkur titill. Segir ekki mikið, svo mig langaði að vita meira og fór og kynnti mér um hvað hún var. Fyrst ég bar mig eftir því, hefur eitthvað tekist vel til. Flott kápa spillir ekki fyrir.“ Pétur Jónsson „Hver? Einhver maður bara. Veit ekki meir.“ Vigdís Þormóðsdóttir UMDEILDUSTU TITLARNIR Jafn mörgum álitsgjöfum þóttu titlar eftirfarandi verka góðir og slæmir: Titlar bóka eru mikilvægir og telja margir að góðir slíkir þurfi að fela ýmislegt í sér, til að mynda að vera forvitnilegir, söluhvetj- andi og lýsa umfjöllunarefni bókanna. Fréttablaðið leitaði álits valinkunns andans fólks á bestu og verstu bókartitlum ársins. Stefán Pálsson sagnfræðingur Sunna Ben listamaður Viðar Eggertsson leikhússtjóri Vigdís Þormóðsdóttir upplýsingafræðingur Þorgils Jónsson blaðamaður Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður og spurningahöfundur „Minnir annars vegar á titil á unglingasögu frá níunda áratugnum og hins vegar á titla á sjálfshjálparbókum, Not My Type, He‘s Just Not That Into You, eða hvað þetta heitir. Var þessi Chick lit-bylgja ekki hjöðnuð?“ Kolbeinn Óttarsson Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.