Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 10
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 VIÐSKIPTI Hagnaður Eimskips dregst saman í nýbirtu árshluta- uppgjöri. Á þriðja ársfjórðungi hagnaðist félagið um rúmar fimm milljónir evra, eða sem svarar um 834 milljónum íslenskra króna, 11,1 prósenti minna en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins nam hagnaður félagsins rúmum 9,6 milljónum evra (tæplega 1,6 millj- örðum króna) en var fyrstu níu mánuði 2012 13,7 milljónir evra (tæplega 2,3 milljarðar króna). Samdrátturinn er 29,7 prósent. Í umfjöllun Greiningar Íslands- banka er uppgjörið sagt í meðal- lagi gott og fátt koma á óvart. „Ánægjulegt er þó að sjá EBITDA framlegð fjórðungsins hækka frá sama tímabili í fyrra,“ segir þar en hækkun milli ára nemur þar 5,2 prósentum. „Tölur fyrir fyrstu níu mán- uði ársins sýna þó að EBITDA og EBIT framlegð er að lækka, bæði í krónum talið og í hlutfalli af tekjum.“ - óká Eimskip skilar uppgjöri sem sagt er meðalgott og komi lítið á óvart: Hagnaður minnkar á milli ára STJÓRNMÁL Kosið verður um hvort uppstillingarnefnd raðar á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor eða hvort haldið verður lokað prófkjör, þar sem einungis þeir sem eru flokksbundnir í Sam- fylkingunni fá að taka þátt. Tillögurnar verða lagðar fyrir fulltrúaráðsfund á mánudags- kvöldið og verður kosningin skrifleg. Kjartan Valgarðsson, formaður stjórnar fulltrúaráðsins, er tals- maður þess að uppstillingar nefnd ákveði listann. „Fólk er orðið þreytt á próf- kjörum, það er ekkert nýtt við þau og prófkjör sundra fremur en sameina,“ segir Kjartan. „Ég vil galopið prófkjör, þar sem allir fá að að taka þátt. Það myndi skila bestri niðurstöðu. Sú leið er hins vegar ekki í boði svo ég styð tillögu um að fara í lokað prófkjör,“ segir Birgir Dýrfjörð sem situr í stjórn fulltrúaráðsins. Kjartan segir að eitt séu menn sammála um og það er að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi leiði listann. Kjartan segir að ef sú leið verði farin að raða á listann verði kosin sjö manna valnefnd. Hlut- verk hennar verði að hafa sam- band við flokksfélaga og biðja þá um að tilnefna fólk á lista. Að því loknu verði skoðanakönnun meðal félagsmanna á því hvernig skipa eigi á listann. Kjartan segir að gengið verði frá endanlegum framboðslista 8. febrúar á næsta ári. - jme Samfylkingin í Reykjavík ákveður á flokksráðsfundi á mánudagskvöld hvernig raðað verður á lista: Kosið um lokað prófkjör eða uppstillingu Níu mánaða uppgjör Eimskips KJARTAN VALGARÐSSON BIRGIR DÝRFJÖRÐ NOREGUR Norska happdrættis- eftirlitið skipar Youtube að loka á öll auglýsingamyndbönd erlendra veðmálafyrirtækja sem ætluð eru norskum notendum. Þetta kemur fram á vef Aften- posten. Auglýsingar veðmálafyrir- tækja eru bannaðar í Noregi. Myndböndin sem um ræðir hafa beinst að Norðmönnum enda á norsku. Forsvarsmenn Youtube brugðust við og lokuðu fyrir aðgang Norðmanna að efninu. - þj Norska happrættiseftirlitið: Youtube loki á veðbankana KÓPAVOGUR Bæjaryfirvöld í Kópavogi skoða nú tillögu frá Arnþóri Sigurðssyni um að kanna möguleika á því að koma upp barnaskíðalyftu við brekk- una við Digraneskirkju. Bæjarráð fól íþróttaráði að kanna möguleika á barna- skíðalyftu einhvers staðar í bænum. Íþróttaráð fól þá sínum starfsmönnum í samvinnu við umhverfissvið að koma með til- lögur í málinu. Kveðst íþrótta- ráðið jafnframt fagna tilkomu gönguskíðabrautar í Fossvogs- dal. Brautin er samvinnuverk- efni bæjarins og Skíðafélagsins Ulls. - gar Tillaga rædd í Kópavogi: Skíðalyfta við Digraneskirkju DIGRANESKIRKJA Barnaskíðalyfta í kirkjubrekkunni skoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAFNARFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ræða við Kvikmynda- safn Íslands um nýjan samning um afnot af Bæjarbíói. „Áhersla er lögð á að sam- hliða kvikmyndasýningum verði húsið nýtt undir fjölbreytta við- burði sem þó ógni ekki búnaði eða verndargildi hússins,“ segir í bókun menningarnefndar bæjar- ins sem tekur undir ábendingu sem er á vefnum Betri Hafnar- fjörður um að starfsemi í húsinu hafi ekki verið mikil. Bæjaryfir- völd hugðust um tíma fela Gafl- araleikhúsinu umsjón Bæjarbíós. Kvikmyndasafnið sagðist þá ekki eiga samleið með leikhúsrekstri. - gar Rætt við Kvikmyndasafnið: Bæjarbíó nýtt í fleiri viðburði Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Í SUNDAHÖFN Flutningsgeta Eimskips er sögð hafa aukist um 7,7 prósent með breytingum sem kynntar voru á siglinga- áætlun félagsins í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jan-sept. ‘13 Jan-sept. ‘12 Breyting Hagnaður 9,6 m. evra 13,6 m. evra -29,7% Rekstrarhagn. (EBITDA) 29,2 m. evra 29,9 m. evra -2,4% Rekstrartekjur 326,9 m. evra 315,7 m. evra 3,6% STJÓRNMÁL Ný rannsókn á íslensk- um prófkjörum leiðir í ljós að þau hafa ekki slæm áhrif á möguleika kvenna og ungs fólks til að kom- ast til áhrifa. Lengi hefur verið deilt um ágæti prófkjara, en þetta er í fyrsta sinn sem áhrif þeirra á kosningar eru rannsökuð með jafn ítarlegum hætti. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa notast við prófkjör í mun meiri mæli en þekkist annars staðar og gefa íslensk prófkjör því einstakt tækifæri til að skoða áhrif próf- kjara á útkomu kosninga. Gunn- ar Helgi Kristinsson, stjórnmála- fræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Indriði H. Indriðason, dósent við Háskólann í Kaliforníu, stóðu að rannsókninni og tóku þar fyrir íslensk prófkjör frá upphafi. Því hefur verið haldið fram að prófkjör leiði síður til þess að konur og ungt fólk komist til áhrifa. Niðurstöður rannsóknar Gunnars Helga og Indriða benda hins vegar til þess að það sé rangt. Konum gangi ekki verr en körlum og nái jafnvel oftar markmiðum sínum í baráttu um önnur sæti en það efsta. Konur nái hins vegar síður árangri við að ná fyrsta sæti á lista heldur en karlar. Það hefur þó ekki áhrif á heildarárangur þeirra við að ná þingsætum. Samanburður á ólíkum aðferð- um við val á framboðslista sýnir að prófkjör virðast frekar leiða til þess að konur vinni þingsæti heldur en aðrar aðferðir. Þau leiða hins vegar síður til þess að konur fái sæti sem fyrirfram er líklegt að leiði til þingsætis. Samkvæmt Gunnari Helga og Indriða væri ein leið til þess að túlka þá niðurstöðu að þegar flokk- arnir velja sjálfir á framboðslista sína með flokksvali eða uppstill- ingarnefnd, eru konur síður lík- legar til þess að fá sæti á lista sem leiðir til þingsætis. Þær eru hins vegar líklegri til að fá sæti sem leiðir næstum því til þingsæt- is, nema ef flokkur þeirra vinnur óvæntan kosningasigur. Sömu sögu er að segja um áhrif prófkjara á möguleika ungs fólks til áhrifa. Kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri þar sem haldin eru prófkjör samkvæmt niður stöðum rannsóknarinnar. Prófkjör virðast því opna mögu- leika yngri frambjóðenda á að fá aukinn stuðning. Ef til vill vegna þess að auðveldara sé að fá þátt- takendur í prófkjörum til þess að svara ákalli um nýtt blóð, heldur en þá sem stýra stjórnmálaflokk- unum. „Meginniðurstaðan sýnir ekki fram á þau neikvæðu áhrif sem hefur verið haldið fram. Stundum eru áhrifin lítil eða engin, en allt tal um að prófkjör leiði til skelfi- legrar niðurstöðu stenst ekki skoð- un,“ segir Gunnar Helgi. Skýringanna á því að færri konur hljóti þingsæti en karlar sé því ekki að leita í prófkjörsaðferð- inni. Frekar ætti að líta til þess að konur hafa að jafnaði verið um 35 prósent þátttakenda í prófkjörum síðastliðin tuttugu ár og til annarra aðferða flokka við val á lista. Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa Rannsókn á íslenskum prófkjörum hrekur fyrri kenningar um að konur og ungt fólk nái síður árangri. Konur ná frekar þingsætum þar sem prófkjör eru haldin og kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri. NÝIR ÞINGMENN Á ALÞINGI Frambjóðendur voru valdir á framboðslista síðasta vor með ólíkum aðferðum en jafngóðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Það sem er áhugavert er að það er ákaflega lítið vitað um það hvaða áhrif prófkjör hafa á kosn- ingar, en Ísland hefur mestu reynslu allra af því að nota prófkjör. Ýmsu hefur verið haldið fram varðandi áhrif prófkjara, bæði hér heima og alþjóðlega, en þetta hefur í raun lítið verið rannsakað. Við notuðum bara gögnin og reynsluna á Íslandi til að skoða hvað stenst af því sem áður hefur verið haldið fram,“ útskýrir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Rannsóknin sýndi fram á að prófkjör hafa almennt jákvæð áhrif á þátttöku í stjórnmálum, „Stjórnmálaflokkar alls staðar í heiminum eiga erfitt með að laða að sér fólk, en á Íslandi eru fleiri sem líta á sig sem meðlimi stjórnmálaflokka og enginn vafi á því að prófkjörin leika stórt hlutverk í því. Í könnunum segjast tæplega 30 prósent Íslendinga vera meðlimir í stjórnmálaflokki og 14 prósent segjast vera virkir meðlimir, sem er miklu hærra en í öðrum löndum.“ Ísland með mestu reynsluna af prófkjörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.