Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 78
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 46 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Sögusvið bókarinnar er Snæfellsnes, Borgarfjörð-ur, Reykjavík og Kaup-mannahöfn. Þórunn móðir Erlu, sem bókin Stúlka með fingur fjallar um, er enskukennari og Jón Alexanders- son, maður hennar, forstjóri hlust- endaþjónustu Ríkisútvarpsins frá 1930 til dauðadags. Það kom Þór- unni mest á óvart í þessari ferð um texta móðurfjölskyldunnar að átta sig á því að Jón og Þórunn, fínir borgarar á Víðimel, lifðu í skugga sýfiliss. Hún segir kominn tíma til að létta bannhelginni af þess- um sjúkdómi. Lítið er fjallað um tímann eftir 1951 og bókin full af fínum aldar farslýsingum og gleði. Ekki skortir strákastand, músík, bíó og böll. „Mamma hefur auðvitað alltaf verið aðalpersóna í mínu lífi,“ segir Þórunn spurð hvort þessi bók hafi ekki mallað lengi í undirmeðvitund- inni. „Hún hlaut grimm örlög, var bara 42 ára þegar hún fékk krabba- mein í andlitið. Þetta er samt alls engin vælubók! Mamma var sterk, jákvæð og töfrandi. Hún segir frá mótunarárum sínum, fram til tutt- ugu og tveggja ára aldurs. Stiklar mjög lauslega á framhaldinu.“ Flaggar sýfilisnum Fyrsti hluti Stúlku með maga fjallar um forfeður Þórunnar og Erlu, annar hlutinn um foreldra Erlu og sá þriðji um Erlu sjálfa. Sagan er sögð í fyrstu persónu með rödd Erlu sem grúskar í gömlum sögum og bréf- um og kemst að ýmsu sem hún ekki vissi. „Þetta er skáldættar saga,“ segir Þórunn. „Fólki finnst alltaf að það sé allt satt í svona bókum þann- ig að ég leyfði mér að hafa drekann, ættarfylgjuna, með og fara með fólk út fyrir veruleikann.“ Ýmsar upplýsingar koma fram í bókinni sem ekki hafa verið á vit- orði fólks hingað til. „Það gleður mig að geta flaggað sýfilis ömmu og afa,“ segir Þórunn. „Það hefur hvílt svo svakaleg bannhelgi á því að fjalla um þann sjúkdóm. Ég þekki fólk með alnæmi sem getur ekki sagt frá því og ég held að öll opinber umræða um þessa sjúkdóma sé af hinu góða. Þetta er síðasta tabúið.“ Það eru reyndar ekki nema tvö ár síðan Þórunn fann bréf sem höfðu farið á milli afa hennar og ömmu og komst þá að því í fyrsta sinn að afi hennar hafði smitast af sýfilis og smitað ömmu hennar. „Það var aldrei talað um þetta. Ég veit ekki einu sinni hvort mamma vissi þetta, hún minntist allavega aldrei á það við okkur. Ég hélt alltaf að amma hefði verið með Alzheimer-sjúkdóm- inn en veit núna að það var þriðja stigs sýfilis sem fór í heilann á henni. Ég fékk auðvitað áfall þegar ég uppgötvaði þetta og er fegin að hafa verið hlíft við þessu á sínum tíma þegar maður var lítill kjáni sem ekki skildi heiminn. Við systk- inin fórum lítil með mömmu á Far- sóttarheimilið þegar Þórunn amma var orðin mjög veik, með andlit allt í kippum. Þegar ég spurði út í sjúk- dóminn sagði mamma að það sem hrjáði hana væri heilarýrnun. Þegar ég hafði jafnað mig eftir áfallið sem bréfin ollu fór ég að skilja alla sögu móður minnar miklu betur og ýmis- legt sem hafði áður verið óskiljan- legt féll á sinn stað í púslinu.“ Neitaði að taka í hönd Erlu Erla, móðir Þórunnar, var einka- barn, minnsti fyrirburi á landinu Bullandi sögur og tilfinningar Stúlka með maga er skáldættarsaga Þórunnar Erlu og Valdimarsdóttur, sögð í fyrstu persónu af móður hennar. Erla Þórdís Jónsdóttir leitar uppi sögu sína og ættarinnar gegnum gömul bréf, dagbækur og skjöl. Bókin segir frá stórfjölskyldu sem ferðast eins og þjóðin öll frá gamla samfélaginu gegnum heimsstyrjaldir inn í það nýja. og kraftaverk að foreldrar henn- ar skyldu geta eignast barn. Móðir hennar missti fóstur hvað eftir annað. Erla hætti í háskólanum ólétt í annað sinn og sættist við það hlutverk að verða móðir og húsmóð- ir. Hún átti sjö börn og bætti sér upp systkinaskortinn. Þegar hún varð ófrísk námsmey í M.R. varð hún fyrsta stúlkan í sögu skólans, telur Þórunn, sem lét ekki hrekja sig úr skóla þrátt fyrir barneign- ina. Sú ákvörðun olli því að þegar henni var afhent stúdentsskírteinið á sal menntaskólans tók rektor ekki í útrétta höndina á henni eins og hinum stúdentunum, nokkuð sem Þórunn segir hafa setið í móður sinni alla tíð. „Hún talaði aldrei um það en á dánarbeði sagði hún Lilju systur frá þessari niðurlægingu. Í þessari senu speglast svo mikil kvennasaga að mér fannst að ég þyrfti að gefa þjóðinni þessa bók.“ Þórunn segir þó alls ekki við Pálma rektor að sakast í þessu til- felli, svona hafi hugsunarhátturinn bara verið á þeim tíma. „Sem sagn- fræðingur reyni ég í bókinni að láta lesandann skynja að það er hugsun- arháttur og tíðarandi sem stjórnar gerðum fólks.“ Sagnfræðin og tilfinningarnar Er ekkert erfitt að halda sagn- fræðilegri fjarlægð á efni sem snertir mann persónulega? „Nei, sagnfræðin er bara styrkur sem og sú reynsla að hafa skrifað nítján bækur um ólík efni, sönn og skáld- uð. Annar hver roskinn maður á bréf ofan í skúffu. Það voru forrétt- indi að hafa tíma til að skoða eigin fortíð, allir ættu að finna sér tíma til þess. Hver einasti maður hefur gengið í gegnum einstakar þjóð- félagsbreytingar og allir hafa sögu að segja. Það eru bullandi sögur og tilfinningar í hverri einustu fjöl- skyldu.“ Það skortir ekki tilfinninga- sveiflurnar í sögu Erlu. Sam- band hennar við fyrri eiginmann sinn, Valdimar föður Þórunnar, er stormasamt. Þau skilja tvisvar og í síðara sinnið vegna þess að Valdi- mar á von á barni með annarri konu og segir henni það. Þórunn, þá tíu ára, verður vitni að því samtali, falin á bak við hurð. „Auðvitað voru þetta átök,“ viðurkennir hún. „En þegar pabbi fer þá er það vegna þess að mamma rekur hann út. Í gamla tímanum eignuðust menn börn framhjá, um það eru dæmi í ættinni og konurnar létu sig hafa það, en það voru að renna upp nýir tímar árið 1965. Mamma jafnaði sig fljótt og fann sér nýjan mann, fór í stúdentadeild Kennaraskólans og kenndi börnum. Mér þótti alltaf óskaplega vænt um pabba, ásakaði hann aldrei. Það sem var sárast var að með honum fóru systkinin næst mér í aldri, Lilja og Trausti, en þar var heldur ekki við hann að sakast, það þótti sjálfsagt á þessum tíma. Hann vildi svo vel.“ Erfiðleikar gott byggingarefni Erla greindist með beinkrabba í andliti 42 ára gömul og glímdi við hann síðustu þrettán árin sem hún lifði. Missti vinstra kinnbein, auga og efri kjálka, að sögn Þórunnar. „Þetta tímabil er utan bókar, en ég skil að þú hafir áhuga á þessu. Það tíðkuðust sömu hrossalækn- ingarnar við krabbameini þá eins og nú. Mamma fékk gerviauga og kinnbein áfast gleraugum. Það myndi enginn láta bjóða sér í dag, á tíma lýtalækninga. Við systkinin sjö erum öll eldri en hún þegar hún veiktist og þakklát fyrir að hafa heilsu og vera lifandi. Erfiðleikar eru gott byggingarefni. Allar ættir fá sinn skammt af þeim.“ Stúlka með maga er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Stúlka með fingur, þar sem Þórunn rakti bernsku og unglingsár ömmu sinn- ar, er ekki næsta skref að skrifa eigin ævisögu og hvað mun hún þá heita? „Það er ekki útilokað, ég djóka allavegana með það – allt þá þrennt er. Í fantasíunni heitir hún Stúlka með höfuð því þegar mælt var ummál stúdentsefna í MH fyrir stúdentshúfurnar var ég með stærsta kvenhöfuðið í árganginum! Tíhí og haha! Ég er með margar bækur í bígerð, satt að segja, hef aldrei skynjað mig yngri en nú. Næsta verkefni er ævisaga Skúla fógeta, föður Reykjavíkur. En best er að segja með fullum fyrirvara eins og Matthías Jochumsson: Ef algóðum Guði þóknast að varðveita mig til þess.“ Ó, Jón Alex! Af hverju gerðirðu þetta! Af hverju fórstu ekki til læknis þegar þú fékkst útbrotin! Af hverju eru karlmenn svona tregir til að heimsækja doktora?! Hún er fullfrísk, útbrotin hurfu skömmu eftir að hún hóf með- ferð en það er ekki það. Sálin er kramin í mask. Er svo hrædd um að fá annað stigið og það þriðja. Von hennar um að eignast börn … að vera komin í hóp sýfilis- sjúkra … ó, Guð, á þetta orð við hana? Það var svo hræðilegt að sjá svipinn á Jóu systur. Jón er skotinn í henni, það býr undir í bréfinu þótt hann þori ekki að segja það frekar en hún. Og hún elskar hann, ó, hún bara grætur og grætur og lokar sig inni og kúrir ofan í koddann, þykist sárlasin, er svo lasin í sálinni, bandar frá sér nemendum, kvíðir því svo að tala um þetta við hann. Ó, pabbi. Þú hlýtur að hafa heimsótt vafasöm hús í hafnar- borgum. En … það er ekki víst. Vafasöm kona hér heima gæti hafa smitað þig, sjúkdómurinn grasseraði hér líka ljóst og leynt. Æ. Vafasöm kona, sagði ég. Það er hún móðir mín. ➜ Kaflabrot úr Stúlku með maga Erla var kvenréttindakona, sú fyrsta sem útskrifaðist frá M.R. eftir að hafa eignast barn. Börnin urðu sjö eins og hún, einkabarnið, hafði ákveðið í bernsku. Hún greindist með beinkrabba í kinnbeini 42 ára gömul og fékk síðar brjóstkrabbamein sem dró hana til dauða 58 ára gamla. Erla Jónsdóttir, móðir Þórunnar, er sögumaður bókarinnar SKÁLDIÐ „Fólki finnst alltaf að það sé allt satt í svona bókum.” FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrri bók höfunda hlaut bæði Bóksalaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Vinirnir komast hér í kynni við sérkennilegt fólk, forvitnilega fugla og dularfullan nábít. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. RANDALÍN OG MUNDI Í LEYNILUNDI EFTIR ÞÓRDÍSI GÍSLADÓTTUR FYNDIN OG FJÖRUG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.