Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 104
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 72 LAUGARDAGUR 12.45 Everton-Liverpool, enski Sport 2 15.00 Arsenal-South., enski Sport 2 15.00 Newcastle-Norw., enski Sport 4 15.00 Stoke-Sunderland, enski Sport 5 15.00 Fulham-Swansea, enski Sport 6 15.00 Barcelona-Granada, spænski Sp3 16.00 Tímataka í Brasilíu, F1 Sport 17.30 West Ham-Chelsea, enski Sport 2 19.00 Almeria-Real spænski Sport SUNNUDAGUR 13.30 Man.City-Tottenh. enski Sport 2 14.00 Flensburg-Kiel, þýski handb. Sp. 15.30 Brasilíukappaksturinn, F1 Sport 16.00 Cardiff-Man. Utd, enski Sport 2 DOMINOSD. KARLA NJARÐVÍK - HAUKAR 105-83 (48-43) Njarðvík: Logi Gunnarsson 41, Elvar Már Friðriksson 24/4 frák./11 stoðs. Nigel Moore 15/11 frák./5 stoð., Óli Ragnar Alexandersson 6, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 3, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 1. Haukar: Terrence Watson 32/12 fráköst, Kári Jónsson 17, Haukur Óskarsson 13/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst, Emil Barja 7/9 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7. Logi Gunnarsson hitti úr 15 af 26 skotum sínum í leiknum þar af 7 af 11 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann varð fyrsti íslenski leikmaðurinn til að skora yfir 40 stig í einum leik í vetur en hann og Jason Smith hjá KFÍ eiga nú hæsta stigaskorið saman. KFÍ - GRINDAVÍK FRESTAÐ Nýr leiktími: Í dag klukkan 17:00. STIG LIÐA Í DEILDINNI KR 14, Keflavík 12, Njarðvík 10, Snæfell 8, Haukar 8, Grindavík 8, Þór Þ. 6, Stjarnan 6, ÍR 4, Skallagrímur 2, KFI 2 og Valur 2 NÆSTU LEIKIR: Mánudagurinn 25. nóv. kl. 19.15: Þór Þorlákshöfn-Skallagrímur. Fimmtudagin 28. nóv. kl. 19.15: KR - Þór Þ., Haukar - Keflavík, Grindavík - Njarðvík, Snæfell - Stjarnan, Valur - Skallagrímur. OLÍSD. KVENNA GRÓTTA - FRAM 22-23 Upplýsingar um markaskor bárust ekki áður en Fréttablaðið fór í prentun. STIG LIÐA Í DEILDINNI Stjarnan 19, Valur 18, Grótta 15, Fram 14, ÍBV 12, , FH 8, HK 6, Haukar 6, KA/Þór 5, Fylkir 5, Selfoss 4, Afturelding 0. FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir stendur á smá tímamótum því hún hefur ekki ákveðið hvar hún spilar á næsta tímabili. Margrét Lára var að klára fimmta tímabil með Kristianstad en veit ekki hvort hún tekur nýju samningstilboði frá liðinu. „Það er ekkert komið á hreint ennþá,“ segir Margrét Lára aðspurð um framtíðina. „Þetta er búið að vera langt tímabil og mikið í gangi auk þess sem ég er að komast upp úr erfiðum meiðslum. Ég hef fengið vilyrði fyrir því að hafa tíma fram að áramótum til að ákveða hvað ég vil gera,“ segir Mar- grét Lára. „Ég reikna með að þetta skýrist einhvern tímann í desember. Ég er að skoða mína möguleika og hvað er í boði. Ég er búin að fá samnings- tilboð frá Kristianstad. Það er inni í myndinni en ég fæ að bíða með að svara þeim þangað til í desember,“ segir Margrét Lára. „Ég er búin að missa mikið úr undanfarin ár og hef ekki getað gert ákveðnar æfingar í mörg ár. Ég er farin að gera þær núna til þess að ná fyrri styrk. Það er fínt að fá þessa tvo mánuði í haust og nota þá vel til að koma mér í gott líkamlegt stand. Ég tel mig vera nokkurn veginn búna að sigrast á þessum meiðslum,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára er orðin 27 ára gömul og segir að þetta sé ekki bara fótboltaleg ákvörðun. „Eftir því sem maður eldist þá verða ákvarðanirnar erfiðari. Maður þarf þá að fara taka ákvörðun út frá öðrum vinklum líka,“ segir Margrét Lára. - óój Margrét Lára ákveður sig ekki fyrr en í desember FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með látum um helgina en það er nóg af áhugaverðum leikjum í dag og á morgun. Stórleikur umferðarinnar er jafnframt fyrsti leikur helgarinnar þegar Everton tekur á móti Liverpool á Goodison Park í hádeginu í dag en á morgun glíma Íslendingaliðin Cardiff og Tottenham við risaliðin frá Manchester-borg. Everton-menn hafa verið fyrir ofan Liverpool í töflunni undanfarin tvö tímabil en eini sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum liðsins á móti nágrönnunum var í október 2010. Liverpoll hefur unnið sjö þessara leikja (fimm jafntefli) og haldið átta sinnum hreinu. Everton hefur ekki tapað í fjórtán heimaleikjum á árinu 2013 (10 sigrar, 4 jafntefli) en mætir nú sjóðheitu Liverpool-liði sem er 11 stigum og 11 sætum á undan árangri síns fyrir ári. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham fara í heimsókn til Manchester City klukkan 13.30 á morgun. Tottenham hefur aðeins fengið eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum og er komið niður í 7. sæti. City hefur sýnt veikleikamerki á útivelli en á Etihad-leikvangnum er liðið með fullt hús og 20 mörk í fimm leikjum á þessu tímabili. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City taka á móti Englandsmeisturum Manchester United klukkan 16.00 á morgun og eiga möguleika á að ná Manchester-tvennu því Cardiff vann 3-2 sigur á City-liðinu fyrr í vetur. Manchester United hefur unnið þrjá leiki í röð og virðist vera að finna taktinn undir stjórn Davids Moyes. T o p p l i ð A r s e n a l tekur á móti spútnikliði Southampton klukkan þrjú í dag en Southampton gæti náð toppsætinu með sigri á Emirates. - óój Ísland á móti Manchester-borg Everton og Liverpool mætast í Merseyside-slagnum í hádeginu í dag. KLÁRIR Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Ægisstelpurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Inga Elin Cryer og Fjölnis- maðurinn Kristinn Þórarinsson unnu öll þrjú gull á fyrsta degi Íslands- meistaramótsins í 25m laug sem fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Eygló Ósk vann 200 metra baksund og 200 metra fjórsund en hún setti Íslandsmet í báðum greinum. Hún synti á 2:06.59 mínútum í 200 metra baksundi og á 2:13.41 mínútum í 200 metra fjórsundi. Inga Elín vann 400 metra skriðsund og 200 metra flugsund. Þær hjálpuðu síðan A-sveit Ægis að vinna 4 x 200 metra skriðsund. Kristinn vann 200 metra baksund og 200 metra fjórsund og hjálpaði Fjölnismönnum að vinna 4 x 200 metra skriðsund. Karen Sif Vilhjálmsdóttir úr SH vann tvær greinar, 100 metra bringusund og 50 metra skriðsund. Keppni heldur áfram í dag og klárast síðan á morgun. Undanrásir hefjast klukkan níu báða daga en úrslitahlut- inn hefst klukkan fimm og stendur yfir í um tvo tíma. Eygló með tvö Íslandsmet á fyrsta degi SPORT FÓTBOLTI Þrjár íslenskar lands- liðskonur geta orðið norskir bik- armeistarar í dag þegar fjölþjó- ðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félags- ins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leiks- lok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leikn- um. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum allt- af að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleik- urinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt. Þarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landstein- anna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guð- björg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kom- inn tími á að vinna,“ segir Guð- björg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikil- vægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eig- andans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækj- um bikarinn. Þetta er lítið bæjar- félag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síð- ustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka við- töl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér bras- ilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg. Brasilísku leik- mennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlut- verkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leik- menn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Sta- bæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auð- vitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klár- lega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bik- arnum,“ sagði Guðbjörg. ooj@frettabladid.is Þær geta orðið bikarmeistarar í dag GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, 28 ÁRA MARKVÖRÐUR. „Síðasta mánuðinn fyrir EM, EM og svo seinni hluta tímabilsins er ég alltaf að vera betri og betri. (Fékk heilahimnubólgu í febrúar). Ég er mjög ánægð með seinni hluta tímabilsins. EM gaf mér fáránlega mikið sjálfstraust," segir Guðbjörg um sjálfa sig. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚS DÓTTIR, 29 ÁRA SÓKNARMAÐUR „Maður veit aldrei með Hólmfríði. Hún gæti sett þrennu eða jafnvel fernu á góðum degi," segir Guðbjörg um Hólmfríði. ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR, 28 ÁRA MIÐJUMAÐUR „Þórunn hefur verið ótrúlega góð seinni hluta tímabilsins. Hún er sú sem vinnur skítavinnuna fyrir liðið. Maður tekur kannski ekki eftir henni en við tökum eftir því þegar hana vantar," segir Guðbjörg um Þórunni. Vilja að ég spili fyrir Brasilíu Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í fyrirliðahlutverki í norska bikarúrslitaleiknum í dag þegar lið hennar Avaldsnes mætir norsku meisturunum í Stabæk á Ullevaal-leikvanginum í Ósló. FRÁBÆR Á EVRÓPUMÓTINU Í SVÍÞJÓÐ Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM í Svíþjóð og hefur staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili í norsku deildinni. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Kjör fundarstjóra og fundarritara 3. Lögð fram skýrsla formanns 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar 5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði. 6. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða. 7. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 8. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár. 9. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. laga. 10. Önnur mál. Aðalfundur Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins 2013 Aðalfundur Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins verður haldinn í golfskála félagsins laugardaginn 30. nóvember nk. kl. 15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.