Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 40
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 ➜ We Steal Secrets: The Story of Wikileaks, 2013 Sögu Wikileaks eru Íslendingar farnir að þekkja ágætlega. Í myndinni kafar Alex Gibney ofan í bakgrunn Julians Assange, upphafsára hans sem hakkara í Ástralíu, árdaga Wikileaks og þann tíma þegar samtökin springa út. Julian Assange hefur fordæmt myndina og sagt hana gefa skakka mynd af persónu sinni. Hann sér sig reyndar enn sem fórnar- lamb, eins og hann sé sá eini sem þurfi að borga fyrir þessa lyfjamis- notkun. Myndir Alex Gibney eiga það flestar sammerkt að fjalla um lygar og vald. Hann vakti heims-athygli með heim- ildarmynd sinni um fall Enron; hann hefur fjallað um myrkari hlið- ar kapítalismans í myndinni Freak- onomics, þöggun kaþólsku kirkj- unnar á kynferðisglæpum í Mea Maxima Culpa, ofbeldi og pynt- ingar bandaríska hersins í Ósk- arsverðlaunamyndinni Taxi to the Dark side og aðalpersóna myndar- innar We Steal Secrets sem kom út á þessu ári er Julian Assange. Afdrifarík kynni Í viðtölum hefur Alex látið hafa eftir sér að hann hafi verið orðinn þreyttur á hinum „myrkari hliðum“ mannsálarinnar. Hann hafi langað að gera hugljúfa hetjumynd sem gæti gefið fólki von og jákvæðan innblástur. Þess vegna hafði hann samband við Lance Arm strong – upphafleg áætlun Alex Gibney var að gera sína fyrstu íþróttamynd. Myndin átti að heita The Road back (Vegurinn til baka) og fjalla um síðasta Tour de France-mót Lance Armstrong árið 2009. Lance Armstrong vann reyndar ekki mótið en myndin var tilbúin, Matt Damon sögumaður og mynd- in átti að fara á kvikmyndahátíðir eftir nokkrar vikur. Þá steig Floyd Landis fram á sjónarsviðið. Hann var einn af liðsfélögum Lance Armstrong úr hinu ósigrandi US- Postal liði. Þetta var árið 2010 og Floyd Landis uppljóstraði um ára- langa og þaulskipulagða lyfjamis- notkun liðsins. Annar liðsfélagi Lance Armstrong, Tyler Hamilton, steig fram og gerði slíkt hið sama og hafin var rannsókn á ásökunum þeirra félaga. Reyndar var Lance Armstrong ekkert óvanur því að vera ásakað- ur um lyfjamisnotkun. Sá stimpill hafði loðað við hann allt frá því sig- urganga hans hófst árið 1999 í Tour de France-keppninni og þar til hann vann sjöunda mótið í röð árið 2005. Áður en þessi ótrúlega sigurganga hófst, sem gerði Lance Armstrong að einum frægasta íþróttamann heims, var besti árangur Lance í Tour de France 36. sæti. Þrisv- ar sinnum hafði hann tekið þátt án þess að ljúka keppni. Hann var miðlungsgóður hjólreiðamaður sem skyndilega var sá langbesti í heimi. Og yfirleitt ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það ekki satt. Í dag er ljóst að kynni Lance Armstrong af lækninum Michel Ferrari, sem tók á móti íþrótta- mönnum í Sviss, umbreytti ferli Lance Armstrong. Ferrari gerði sannkölluð ofurmenni úr íþrótta- mönnum með notkun á testoste- róni, kortisóni og EPO-lyfjum og tók í staðinn tíund af launum þeirra. Lance Armstrong leitaði til Ferrari eftir að eistnakrabbamein gerði það að verkum að hann þurfti að draga sig í hlé frá Tour de France. Kynni þeirra áttu eftir að verða örlaga- rík. Lance Armstrong var hið full- komna tilraundýr. Á nokkrum árum millifærði Lance Armstrong hundr- uð milljóna á svissneska banka- reikninga Michel Ferrari og hlaut að launum sjö sigra í erfiðustu íþróttakeppni í heimi. Lance Armstrong þverneitaði hins vegar alltaf fyrir það að nota ólögleg lyf. Hann kallaði blaða- menn á borð við David Walsh sem héldu öðru fram „lítil tröll“. Hann réðst að æru fólks sem steig fram og reyndi að segja sannleikann og notfærði sér lögfræðiher US-Post- al liðsins. Eitt dæmi er nuddkon- an Emma O´Reilly. Hún var opin- ber heimild tveggja blaðamanna í bók um meinta lyfjamisnotk- un Lance Armstrong. Fyrir vikið gerði Armstrong allt sem hann gat til að leggja líf hennar og starfsæru í rúst og gerði hana reyndar nán- ast gjaldþrota. Hann sakaði hana um drykkjuskap og lygar. Nú í vik- unni átti Lance Armstrong fund með Emmu O´Reilly þar sem hann bað hana afsökunar. Eftir fundinn sagði Emma að Lance hefði reynd- ar aldrei notað orðið „fyrirgefðu“. En hann hefði beðist afsökunar á sinn hátt. En eitt frægast dæmið um hroka Lance Armstrong er sigurræða hans eftir sinn síðasta sigur í Tour de France árið 2007. Hann beindi orðum sínum til efasemdarfólks og sagði: Ég kenni í brjósti um ykkur. Ég vorkenni ykkur fyrir að eiga ekki stóra drauma. Ég vorkenni ykkur fyrir að trúa ekki á krafta- verk.“ Vel þekkt stef Alex Gibney segir það undarlega lífsreynslu fyrir heimildarmynda- gerðarmann að sjá viðfangsefni breytast úr hetju í skúrk á einni nóttu og vísar þar sérstaklega í frægt viðtal Ophru Winfrey við Lance Armstrong. Hann hafi ekki átt annað val en að endurhugsa mynd sína frá grunni. Hann segist hafa orðið reiður þegar hann heyrði fréttirnar, hann hafi áttað sig á að Lance Armstrong hafi verið að nota hann. Hann hafi verið enn eitt tann- hjólið í þessari risavöxnu lygavél. „Mér fannst hann skulda mér að segja sannleikann,“ segir Alex Gibney sem var kominn á kunn- ugleg mið. Hann sá fyrir sér nýja mynd. Mynd sem fjallar um stef sem hann þekkti vel úr rannsókn- um sínum á stórfyrirtækjum, kaþólsku kirkjunni og kapítalism- anum – lygar og vald. Og hann líkir Lance Armstrong við Julian Assange – segir þá báða blindaða af „háleitum markmiðum sínum“ en Lance Armstrong varð hetja krabbameinssjúklinga út um allan heim – dæmi um að með járnvilja og jákvæðni sé hægt að sigrast á öllum erfiðleikum. Sú saga er þó auðvitað lygi. „Hann sér sig reyndar enn sem fórnarlamb, eins og hann sé sá eini sem þurfi að borga fyrir þessa lyfjamisnotkun,“ sagði Alex Gibney í viðtali við blaðamenn á kvikmyndahátíðinni í Toronto en í myndinni kemur fram að allir þeir sem tóku við silfur og brons verðlaunum í þeim sjö mótum sem Lance Armstrong vann hafi verið fundnir sekir um lyfjamisnotk- un síðar. Sú staðreynd bætir þó ekki fyrir brot Lance Armstrong. Þau sjö ár sem hann vann Tour de France hafa verið þurrkuð út í sögu keppninnar. HEIMILDARMYND UM LYGI Alex Gibney var nýbúinn að klára heimildarmynd um hetjudáðir og sigra Lance Armstrong þegar hjólreiðakappinn játaði áralanga lyfjamisnotkun. Nú, einum þremur árum síðar, er ný útgáfa myndarinnar tilbúin sem ber titilinn: Lygi Armstrongs. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni. ➜ Enron: The Smartest Guys in the Room, 2005 Líklega sú mynd Alex Gibney sem er hvað best þekkt hér á landi. Myndin var eins konar forleikur að hruninu, lýsir á ótrúleg- an hátt hugarfari forstjóra stórfyrirtækja sem svífast einskis til að græða peninga. Enron var orkufyrirtæki sem var breytt í risavaxinn vogunarsjóð og gjaldþrot fyrir- tækisins var það stærsta í sögu Banda- ríkjanna. Árið 2010 setti Borgarleikhúsið upp leikritið Enron eftir Lucy Prebble en hún sótti innblástur sinn í myndina. NOKKRAR AF ÞEKKTUSTU HEIMILDARMYNDUM ALEX GIBNEY Símon Birgisson simon@frettabladid.is LANCE ARMSTRONG Var um tíða dáðasti íþrótta maður heims en var sviptur öllum sjö Tour de France titlum sínum fyrir ólöglega lyfjanotkun. MYND/EPA ALEX GIBNEY LEIKSTJÓRI Hann ætlaði að búa til hetjumynd um Lance Arm- strong en hætti við þegar upp komst um lyfjaneyslu hjólreiða- kappans. ➜ Taxi to the Dark Side, 2007 Hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina sem fjallar um löglegar pyntingar bandarískra hermanna í Afganistan. Myndin skoðar sögu leigubílstjórans Dilawar sem barinn var til dauða af bandarískum hermönnum meðan hann var í haldi í fangelsi í Parwan. Myndin skoðar pyntingar út frá sjónarhorni þeirra sem telja réttlætanlegt að nota pyntingar í ákveðnum tilfellum og líka þeirra sem eru á móti pyntingunum. ➜ Mea Maxima Culpa, 2010 Myndin fjallar um fjóra mállausa menn sem voru misnotaðir af kaþólskum prestum á sjötta áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. Menn- irnir fjórir voru þeir fyrstu sem sökuðu kaþólska presta opinberlega um misbeitingu. Í myndinni er fjallað um hvernig kirkjan reyndi á öllum stigum málsins að þagga það niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.