Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 12
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 ÚKRAÍNA Júlía Tímósjenkó, fyrrver- andi forsætisráðherra Úkraínu, seg- ist reiðubúin til að hvetja Evrópu- sambandið til að falla frá kröfu um að hún verði látin laus úr fangelsi, ef það megi verða til þess að Úkra- ínustjórn undirriti samstarfssamn- ing við ESB á leiðtogafundi þess í næstu viku. Tímósjenkó hefur afplánað tvö ár af sjö ára fangelsisdómi fyrir spill- ingu, en Mannréttindadómstóll Evr- ópu komst í vor að þeirri niðurstöðu að handtaka hennar hefði orkað tví- mælis. Úkraínustjórn hefur unnið að samstarfssamningi við Evrópusam- bandið, sem til stóð að undirrita í næstu viku, en stjórnin hætti við nú í vikunni vegna þess að hún treysti sér ekki til að uppfylla það skilyrði ESB að Tímósjenkó fái heimild til að leita sér lækninga utan Úkraínu. Þess í stað vill stjórnin að skip- uð verði sameiginleg nefnd með fulltrúum frá Úkraínu, ESB og Rússlandi, sem fái það verkefni að bæta tengslin milli ESB og landanna tveggja. Rússnesk stjórnvöld hafa verið mjög andsnúin því að Úkraína styrki tengslin við Evrópusamband- ið, en langvarandi pólitískur ágrein- ingur hefur verið innan Úkraínu um það hvort landið eigi frekar að halla sér að Rússlandi eða Evrópu. - gb Úkraínustjórn vill hafa Rússland með í ráðum: Tímósjenkó býðst til að fórna sér fyrir ESB Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár LETTLAND Öll fyrirtækin, sem unnið hafa að byggingu og breytingum á Maxima-verslunarmiðstöðinni í Riga, þverneita að hafa brotið lög og vísa á bug allri ábyrgð á því hvern- ig fór. Þak byggingarinnar hrundi að stórum hluta á fimmtudag, með þeim afleiðingum að 47 manns hið minnsta létu lífið. Björgunarfólk vann við að leita í rústum bygging- arinnar í allan gærdag, og hækkaði tala látinna jafnt og þétt eftir því sem fleiri lík fundust. Ekki er vitað hve margir gætu leynst í rústunum til viðbótar, en síðdegis í gær átti enn eftir að bera kennsl á sex hinna látnu. Að auki slösuðust 35 og þurfti að senda 28 þeirra á sjúkrahús. Meðal hinna látnu voru þrír slökkviliðsmenn og meðal hinna slösuðu voru tíu slökkviliðsmenn, en þeir voru komnir snemma á vettvang að leita að fólki til að bjarga þegar meira hrun varð úr þakinu. Verslunarhúsið var reist árið 2011 og hafði fengið verðlaun fyrir góðan arkitektúr. Verið var að vinna að breytingum á þaki húss- ins þegar það hrundi. Verktakar voru að leggja þar göngustíga og koma fyrir bekkjum, því ofan á þakinu átti að vera lítið útivistarsvæði. Talið er að of mikið af efni hafi verið geymt í pokum á þakinu þar sem það hrundi. Úrkoma síðustu daga er hugsanlega einnig talin hafa átt þátt í því að þakið þoldi ekki álagið. Um 500 fermetra svæði af þak- inu gaf sig og jafnframt eyðilagð- ist stór hluti af veggjum bygging- arinnar. Á blaðamannafundi í gær sögð- ust fulltrúar verktakanna, sem reistu húsið og unnu að breytingun- um, ekki hafa farið á svig við nein- ar reglur. Þakið hafi síðast verið skoðað á þriðjudaginn og ekkert athugavert komið í ljós, að því er fram kemur á fréttavefnum Baltic Course. Í tilkynningu á heimasíðu Max- ima, fyrirtækisins sem rak versl- unina, segir hins vegar að fyrir- tækið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða fórnar- lömb þessa harmleiks. Meðal ann- ars muni fyrirtækið greiða fyrir allan sjúkra- og meðferðarkostnað þeirra sem slösuðust, ásamt því að greiða fyrir útför þeirra sem lét- ust og veita aðstandendum þeirra stuðning. gudsteinn@frettabladid.is Leitað í rústunum allan daginn í gær Að minnsta kosti 47 manns létust þegar þak verslunarmiðstöðvarinnar í Riga hrundi á fimmtudag. Byggingin var reist árið 2011 og hafði fengið verðlaun fyrir góðan arkitektúr. Verktakafyrirtækin vísa öll á bug ábyrgð á því hvernig fór. MÓTMÆLÍ KIEV Um þúsund manns tóku í fyrrakvöld þátt í mótmælum gegn ákvörðun þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA LEITAÐ Í RÚSTUNUM Tala látinna hækkaði jafnt og þétt þegar leið á daginn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Austurstræti 8-10 Nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. Prófaðu fjölbreytta rétti og kokteila í skemmtilegu umhverfi. 544-TRIO 544-8746 PI PA R\ TB W A - SÍ A - 13 31 31 Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fordæmdi í vikunni þann þrýsting, sem Rússar eru sagðir hafa beitt Úkraínustjórn í þessu máli: „Fréttir um að Rússar hafi heldur betur aukið þrýsting á Úkraínu. Ruddaleg pólitík hótana og kúgunar. Vilja undirgefni,“ skrifaði Bildt á Twitter-síðu sína. Íbúar í austurhluta Úkraínu líta margir nánast á sig sem Rússa og vilja hafa tengslin við Rússland áfram sem nánust. Íbúar vesturhlutans líta hins vegar frekar á sig sem Úkraínumenn og vilja heldur tengjast Evrópu en Rússlandi. Rússar sagðir hóta Úkraínustjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.