Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 16
23. nóvember 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 A fstaða innlendra kjúklingaframleiðenda til innflutnings á útlendu kjúklingakjöti hefur tekið ánægjulegum breyt- ingum, ef marka má fréttir síðustu daga. Talsmenn stóru verksmiðjubúanna sem framleiða kjúkling ofan í okkur voru lengi vel á móti frjálsum inn- flutningi á erlendu kjúklingakjöti. Þeir héldu því einkum á lofti að íslenzki kjúklingurinn væri svo miklu heilnæmari og öruggari en útlendir frændur hans og meðal annars þess vegna ætti að viðhalda ofurtollum á innfluttan kjúkling – til að vernda neytendur fyrir hugsanlegum matarsýkingum. Samt gilda strangari reglur um innfluttan kjúkling en innlendan. Hann verður að vera frystur til að koma í veg fyrir kamfýlóbakter- smit og hafa vottorð um að hann sé salmon ellufrír. Þegar kamfýlóbakter- og salmonellusýkingar fóru að hrjá íslenzk kjúklingabú fyrir nokkrum árum og ollu kjúklingaskorti neituðu stjórnvöld að rýmka um innflutning á kjúklingi með því að lækka tolla. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hélt því þá ennþá fram að íslenzki kjúklingurinn væri heilbrigðari en sá útlendi. Þegar sýkingarnar voru farnar að valda stóru framleiðendunum búsifjum, fóru þeir fram á að slakað yrði á heilbrigðisreglum fyrir innlenda framleiðslu og leyft að setja salmonellusýktan kjúkling úr eldishópum á markað með því skilyrði að hann yrði fulleldaður til að drepa bakteríurnar. Því höfnuðu stjórnvöld sem betur fór. Á dögunum olli Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, dálitlu uppnámi þegar hann sakaði innlenda kjúklinga- framleiðendur um að flytja inn frosinn erlendan kjúkling, þíða hann og selja sem ferskan íslenzkan kjúkling. Neytendasamtökin báru þetta undir kjúklingabúin, sem sóru slíka viðskiptahætti af sér. Það var bara verst að þær yfirlýsingar stönguðust á við viðtal við Jón M. Jónsson, einn af eigendum Ísfugls, á Bylgjunni nokkrum dögum áður. Hann viðurkenndi þar greiðlega að það að þíða kjúkling og umpakka hefði „tíðkast hjá öllum fyrirtækjunum í bransanum“. Svo tók hann fram að Ísfugl ætlaði að hætta þessu. Í framhaldi af gagnrýni þingmannsins hafa allir stóru kjúklingaframleiðendurnir lofað að merkja innlenda kjúklinginn sérstaklega. Innlend kjúklingabú eru á meðal þeirra sem hafa fengið kvóta á lægri tollum til að flytja inn kjúklingakjöt. Í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi viðurkenndi sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs að innflutti kjúklingurinn væri notaður í unnar matvörur og líka seldur beint til mötuneyta og veitingahúsa. Viðhorfið er augljóslega breytt. Innlendu kjúklingaframleiðend- urnir hafa fulla trú á útlenda kjúklingnum, fyrst þeir hafa verið til í að kynna hann fyrir neytendum sem íslenzkan kjúkling og sjá ekkert að því að nota hann í vörur sínar. Þá er hins vegar líka orðið alveg æpandi augljóst að rökin um íslenzka ofurkjúklinginn voru allan tímann tómur fyrirsláttur. Út frá hagsmunum neytenda er bezt að innflutningur á kjúklinga- kjöti sé frjáls og tollalaus, að sömu ströngu heilbrigðisreglur gildi um innlent kjöt og innflutt og að allar vörur séu merktar rækilega þannig að fólk átti sig á því hvaðan þær koma. Þá hafa neytendur frjálst val og samkeppnin er sanngjörn. SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Skuldaniðurgreiðslutillög-urnar hafa ekki verið birtar. Þegar svör yfirmanna Seðla- bankans verða forsætisráðherra tilefni til að lýsa því yfir að hann ætli ekki að láta þá stöðva áform- in er hann þó í raun að gefa til kynna að fyrirspyrjandinn á þing- nefndarfundinum hafi farið nærri lagi um efni þeirra. Í Seðlabankalögunum segir að bankinn skuli „stuðla að fram- gangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmark- miði sínu …“ Samkvæmt bókstaf laganna er meginmarkmiðið svo „að stuðla að stöðugu verðlagi“. Með öðrum orðum: Bankanum er óheimilt að framfylgja ríkis- stjórnarstefnunni ef hún stangast á við meginmarkmiðið um stöðugt verðlag. Að þessu virtu sýnist álita- málið vera þetta: Annaðhvort áforma yfirmenn Seðlabankans að brjóta gegn því lagaákvæði að framfylgja stefnu ríkisstjórnar- innar eða að væntanlegar tillög- ur stangast á við það lögbundna meginhlutverk bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þó að for- sætisráðherra hafi gefið í skyn hvernig ætlunin er að fjármagna niðurgreiðslurnar er óvarlegt fyrr en tillögurnar sjást að stað- hæfa hvort líklegra er að honum eða yfirmönnum Seðlabankans skriki fótur. Fari sem horfir er engin mála- miðlun sýnileg. Árekstur af þessu tagi hlýtur að hafa afleiðingar. Annar hvor aðilinn tapar trúverð- ugleika sínum. Hvorugur getur búið við það. Að vísu er unnt að breyta Seðla- bankalögunum og afnema stöð- ugleikamarkmiðið eða heimila bankanum að vinna að tveimur gagnstæðum markmiðum sam- tímis. En hætt er við að þá fjúki trúverðugleiki beggja út í veður og vind. Það yrði versta niðurstað- an fyrir efnahag heimilanna. Afl eiðingin er brestur í trúverðugleika Í vikunni varð árekstur á milli forsætisráðherra og Seðla-bankans, þótt Arnarhóllinn skilji aðsetur þeirra vel í sund- ur. Áreksturinn gat ekki komið þeim sem til þekkja í opna skjöldu. Orsakir hans eru kunnar en afleið- ingarnar eiga eftir að koma fram. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skoðunum ráðherra og Seðlabank- ans lýstur saman. Frá gildistöku Seðlabankalaganna á fyrsta ári ald- arinnar má finna dæmi frá tíð allra ríkisstjórna þar sem ráðherrar gagnrýna vaxtaákvarðanir bank- ans. Ýmist hafa þær verið álitnar óskiljanlegar eða að mat á áhrifum þeirra hefur verið annað sunnan megin Arnarhólsins en norðan. Af tveimur á st æ ð u m er erfitt fyrir ráð- herra að kasta hnútum í Seðla- bankann vegna vaxtaákvarð- ana. Þær eru annars vegar teknar lögum samkvæmt til að fylgja fram efnahagsstefnu ríkis- stjórna á hverjum tíma og hins vegar á grundvelli verðbólgu- markmiðs sem þær bera stjórn- skipulega ábyrgð á en ekki bank- inn. Ekki hafa þó verið sjáanleg eft- irmál af þessum árekstrum. En þeir sýna að ríkisstjórnir og Seðla- bankinn hafa í of mörgum tilvik- um stefnt í ólíkar áttir, hver eftir sínum vegpresti. Afleiðingarnar hafa aftur á móti komið fram í heimilisbókhaldi landsmanna. Árekstur forsætisráðherra og Seðlabankans í vikunni er harka- legri en fyrri árekstrar sem orðið hafa vegna vaxtaákvarðana. Yfir- menn bankans eru nú sagðir hafa blandað sér í pólitík og farið út fyrir hlutverk sitt með því að vara við niðurgreiðslu húsnæðisskulda með seðlaprentun þegar þeir svör- uðu spurningum fyrir þingnefnd. Þar sem hlutverk Seðlabankans er lögbundið felst í þessu ásökun um lögbrot. Árekstur á Arnarhóli Í byrjun maí var það álit látið í ljós á þessum vettvangi að lík-legt væri að ágreiningur myndi rísa milli Seðlabankans og ríkis- stjórnarinnar ef nýr stjórnar- sáttmáli yrði byggður á tillögum Framsóknarflokksins um niður- greiðslu húsnæðisskulda. Árekst- urinn í vikunni bendir til að þær líkur hafi aukist. Á loforði Framsóknarflokksins voru tvær hliðar. Annars vegar var fyrirheit um mestu niður- greiðslu húsnæðisskulda í heim- inum. Hins vegar var loforð um að kostnaðurinn myndi ekki lenda á ríkissjóði eða skattgreiðend- um, hvorki beint með sköttum né óbeint eftir leiðum verðbólgunnar. Lögin um Seðlabankann kveða skýrt á um að ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum hans. Með gagnrýni sinni á Seðla- bankann lét forsætisráðherra í veðri vaka að Seðlabankinn eigi að fjármagna niðurgreiðsluna. Ef það er raunin er það sami hluturinn og að láta ríkissjóð kosta hana beint. Engu er líkara en forysta Fram- sóknarflokksins meti stöðuna svo að hún geti ekki uppfyllt hvort tveggja niðurgreiðsluloforðið og skaðleysi skattgreiðenda af fjár- öfluninni. Umræðan hefur meir snúist um að standa verði við gefið loforð en minna um efnahagslega skynsemi þess. Í því ljósi er rétt að draga líka fram þessa hlið lof- orðsins sem gjarnan gleymist. Er ekki siðferðilega jafn rangt að svíkja þá hlið loforðsins eins og hina? Tvær hliðar á miklu loforði Innlendir framleiðendur bjóða útlendan kjúkling: Ofurkjúklingur lækkar flugið GERSEMI JYJ / Fréttablaðið RÁ / Pressan.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.