Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 28
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Í skugga hverfandi stjörnu Halldór Halldórsson og Dagur B. Eggertsson. Tveir menn sem sækjast eftir forystu í Reykjavík. Báðir telja sig hafa það sem til þarf. Sammála um mikilvægi mannréttindamála en deila um skipulagsmál, skattalækkanir og niðurskurð hjá borginni. Það verða breytingar í borgarstjórn eftir kosn-ingarnar næsta vor hver sem niðurstaðan verður. Vinsæll borgarstjóri er á förum og skilur eftir sig pólitískan arm í Bjartri fram- tíð sem nýtur um 30 prósenta stuðnings samkvæmt könnun, þótt enginn frambjóðandi sé kominn fram fyrir hönd flokksins og sjálf- stæðismenn hafa nýlega valið sér nýjan oddvita í borginni. Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs, stefnir á að leiða lista Samfylkingarinnar en flokkurinn á enn eftir að ákveða framboðslista sinn. Hann segir fylgi Bjartrar framtíðar í borg- inni benda til þess að borgarbúar séu sáttir við kjörtímabilið. „Ég held að fólk kunni að meta þann stöðugleika og festu sem þessum meirihuta hefur tekist að sýna eftir býsna umbrotasöm ár. Það hafa auð- vitað verið mjög stór mál sem við höfum tekist á hendur eins og Orkuveitumálið og fjármál borgarinnar,“ segir Dagur. Samfylkingin hafi líka notið þess með auknu fylgi í könnun- um upp á síðkastið og sé komin yfir kjörfylgi. „Mér finnst ekki skipta öllu máli hvaða fylgi Samfylking- in fær heldur að sú stefna sem meirihlutinn hefur fylgt fái meirihluta áfram,“ bætir hann við. Þótt vissulega myndi hann vilja sjá fylgi flokksins aukast. Bæjarstjóri að vestan Halldór Halldórsson er gjör- kunnugur sveitarstjórnarmál- um. Hefur verið bæjarstjóri á Ísafirði til margra ára og er nú formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá ólst hann upp í Vesturbænum áður en hann flutti vestur með foreldrunum og stundaði sitt framhaldsnám í Reykjavík. Hann tekur nú for- ystusæti hjá Sjálfstæðisflokkn- um sem ekki hefur haft meiri- hluta í borginni í tuttugu ár eða frá því að Reykjavíkurlistinn sigraði í kosningum árið 1994. „Ég held að það hljóti alltaf að vera markmiðið að ná meirihluta og þurfa ekki að reiða sig á stuðn- ing annarra flokka. Ég er sann- færður um að við vorum með mjög hæfileikaríkt fólk í prófkjörinu þannig að við höfum mikla mögu- leika á að stilla upp góðum lista,“ segir Halldór. En í vikunni sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sig frá listanum eftir að hafa stefnt á forystusætið en endað í fjórða sæti. Hún sagði við það tækifæri að hún liti svo á að áherslum henn- ar í prófkjörinu hafi verið hafnað. „Mér þykir eftirsjá af Þor- björgu Helgu. Ég er hins vegar ekki sammála henni um að mál- efni sem hún hélt fram í prófkjör- inu hafi verið hafnað. Það er alveg klárt að sjónarmið varðandi flug- völlinn urðu ofan á,“ segir Hall- dór. En sjónarmiðum Þorbjargar Helgu í skólamálum og slíkum málum hafi alls ekki verið hafnað. „Mín skoðun er sú og ég lagði áherslu á það í prófkjörinu að það eigi að vera jafnt kynjahlutfall,“ segir Halldór. En það eru auðvitað dæmi um að mjög karllægum framboð- um gangi vel. Þannig voru karl- menn í öllum efstu sætum Besta flokksins fyrir síðustu kosningar. Hvernig ætlar Samfylkingin að haga sínum framboðsmálum og ætlar Dagur að bjóða sig fram til forystu næsta vor? „Já, ég ætla að gera það og stefni að því að verða oddviti Samfylkingarinnar í kosningun- um. Samfylkingin er búin að fara í gegnum þessi mál fyrir löngu síðan. Okkar reglur tryggja ein- faldlega breidd á listanum þannig að svona slys gerast ekki hjá Sam- fylkingunni,“ segir Dagur. Borgin glímir við skuldavanda Reykjavíkurborg hefur verið í kröggum eftir hrunið eins og flest önnur sveitarfélög og fjár- hagsstaða borgarinnar er slæm þegar fyrirtæki hennar eru tekin með í reikninginn. „Já, og sérstaklega var hún slæm. Stóri hlutinn af þessu er auðvitað Orkuveitan. Við þurft- um að loka 50 milljarða gati sem var á fjármögnun Orkuveitunnar til næstu fimm ára og fórum í það. Settum í gang neyðaráætlun fyrir Orkuveituna,“ segir Dagur og að sú áætlun hafi gengið eftir. Þess vegna sé nú lögð fram fimm ára áætlun um niðurgreiðslu skulda um 80 milljarða króna, langmest út af Orkuveitunni. „Þetta er eitt af því sem við erum stoltust af eftir kjörtíma- bilið,“ segir Dagur. Nú nýlega ákvað borgarstjórn- armeirihlutinn að draga til baka ákvarðanir um hækkun ýmissa gjalda í borginni, svo sem eins og fyrir leikskóla. Dagur segir það ekki dæmi um að menn bogni fyrir umræðunni skömmu fyrir kosningar. Borgin hafi hlustað á gagnrýni verkalýðshreyfingarinn- ar og viljað sýna gott fordæmi og önnur sveitarfélög og ríkisstjórn fari sömu leið. „Og við viljum að ríkisstjórn- in svari þessu ekki með skætingi eins og mér finnst að fjármála- ráðherra hafi gert. Og Samtök atvinnulífsins hafa fullvissað okkur um það að þau muni fara í mjög alvarleg samtöl við versl- unina, við innlenda matvæla- framleiðslu og svo framvegis til að þetta verði sú breiða sam- staða sem þarf til að ná breytingu á verðbólgu og verðlagsþróun,“ segir Dagur. Halldór telur að allir hefðu brugðist svipað við og núverandi meirihluti varðandi skuldir Orku- veitunnar. Það hafi orðið að endur- skipuleggja Orkuveituna og sú vinna hafi byrjað áður en núver- andi kjörtímabil hófst. „Orkuveitan hafði aukið skuldir sínar. Hafði fjárfest í misgáfuleg- um verkefnum, sérstaklega í tíð R- listans,“ segir Halldór. „Ég fagna því hins vegar að Reykjavíkurborg hefur ákveðið að draga gjaldskrárhækkanir til baka. Það þurfa allir að taka þátt í því að búa til einhvers konar þjóðarsátt um að ná verðbólgunni niður,“ segir Halldór. Ekki sé hægt að semja um miklar launa- hækkanir, en þær verði að tolla í veskjum launafólks. Borgin nýtir ekki stærð sína Halldór segist hins vegar vilja sjá borgina nýta sér stærðar- hagkvæmnina í rekstrinum betur en nú sé gert. „Og lækka rekstrarkostnað og þar með álög- ur á borgarbúa,“ segir hann. Ef skoðuð séu meðaltöl hjá borg- inni í samanburði við önnur sveitarfélög, til dæmis varðandi launakostnað, sé borgin vel yfir meðal talinu á landsvísu. „Ég tel að það sé hægt að nýta sér starfsmannaveltuna. Það þarf ekki að leggjast í uppsagnir eða neitt slíkt en ég tel að það sé hægt að nýta starfsmannaveltuna til að ná niður þeim kostnaði. Þá væri hægt að halda gjaldskrám í því horfi sem þær eru núna og jafn- vel hægt að lækka þær,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn talar gjarnan mikið um skattalækk- anir og þegar hann réð ríkjum í borginni stærði hann sig af því að vera með útsvarið í lágmarki en núverandi meirihluti hefur inn- heimt hámarksútsvar. „Við teljum við núverandi aðstæður ekki ábyrgt að gera annað,“ segir Dagur. Honum finnist Halldór skauta létt yfir fjármál Reykjavíkurborgar. Ekki megi horfa framhjá því að sparað hafi verið á öllum sviðum í rekstri borgarinnar, í stofnunum, skólum og velferðarmálum. „Og ég held að það séu mjög mikilvæg skilaboð til starfs- manna sem staðið hafa með okkur í þessum verkefnum að við skilj- um við hvaða aðstæður þau hafa verið að starfa undanfarin ár,“ segir Dagur. Þegar létti til verði eitthvað af þessum niðurskurði skilað til baka. Reykjavíkurborg hafi um sjö milljörðum minna í skattgreiðslur miðað við 2008 og útgjöldin séu um níu milljörðum lægri. Álögur á Ísafirði í toppi „Ég kynnti mér ársreikning Ísa- Heimir Már Pétursson hmp@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.