Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 23. nóvember 2013 | HELGIN | 29 Formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga frá árinu 2006, formennska á sveitarstjórnarvettvangi EFTA, vara- bæjarfulltrúi á Ísafirði Viðskiptafræðingur MBA og með MS- gráðu í mannauðsstjórnun Bæjarstjóri á Ísafirði 1998 til 2010, verkstjórn í fiskvinnslu, sjómennska og rekstur eigin fyrirtækja í fjölbreyttri starfsemi. ➜ HALLDÓR HALLDÓRSSON 49 ÁRA ODDVITI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK Formaður borgarráðs, borgarfulltrúi frá árinu 2002 2005 meistarapróf í mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, 1999 embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2003-2004 læknir á slysa- og bráðasviði Landspítalans– háskólasjúkrahúsi 2002 læknir á sýkladeild Landspítalans– háskólasjúkrahúsi 2001 heilsugæslulæknir á Ísafirði 2000-2001 aðstoðarlæknir á Landspítalanum– háskólasjúkrahúsi Höfundur ævisögu Steingríms Hermannssonar, I-III (útg. 1998, 1999, 2000) ➜ DAGUR B. EGGERTSSON 41 ÁRS ODDVITI SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK fjarðarbæjar 2010 fyrir árið 2009 þegar Halldór var að skila af sér Ísafjarðarbæ,“ segir Dagur. Ísa- fjarðarbær hafi fullnýtt útsvars- heimildina, fasteignagjöld hafi verið tvöfalt hærri en í Reykja- vík, holræsagjöld þrefalt hærri og gjaldskrár bæjarins þær hæstu á landinu. „Mér finnst það því ekki alveg trúverðugt að koma hér á hvítum hesti og segja við starfsfólk borgarinnar sem búið er að skera niður ár eftir ár, búið að sýna mikið aðhald og standa með okkur og segja: nú er einfalt að fara í skattalækkanir,“ segir Dagur. „Ég tala um starfsmannaveltu því á bak við tölurnar er fólk og það er af virðingu fyrir starfsfólk- inu sem ég nálgast þetta með þess- um hætti. Ég geri mér grein fyrir því að í öllum sveitarfélögum, líka hjá Reykjavíkurborg, er starfsfólk- ið búið að leggja mikið á sig. Þess vegna segi ég það ef spara á í launa- kostnaði sé mögulegt að nýta starfs- mannaveltu,“ segir Halldór. Þannig að ekki verði ráðið í vissar stöður þegar fólk hættir. „Þegar ég nefndi stærðarhag- kvæmni borgarinnar sem er með 120 þúsund íbúa hafði ég einmitt í huga að svona samanburður væri mjög líklegur til að koma fram í dagsljósið,“ segir Halldór. Ísa- fjarðarbær sé mun minna bæjar- félag og hafi misst frá sér íbúa á undanförnum árum og þar sé fast- eignamat líka miklu lægra en í Reykjavík. Ef takist að ná árangri í rekstri borgarinnar ætti að skap- ast svigrúm til að lækka útsvarið. Mannréttindamál eru mikilvæg Jón Gnarr hefur verið mjög áberandi í starfi og um margt haft aðrar áherslur en fólk á að venj- ast af borgarstjórum. Þurfa þeir sem vilja í þetta embætti að hafa stjörnueiginleika, og telja þeir Dagur og Halldór sig hafa slíka eiginleika? „Ég fékk að spreyta mig í hundr- að daga og ég held að hlutfall þeirra Reykvíkinga sem voru ánægðir með það hafi tvöfaldast á þeim stutta tíma og var kominn vel yfir 50 pró- sent. Þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Þær áherslur sem hann brenni fyrir í húsnæðismálum, vel- ferðarmálum, skólamálum og gera betur í skipulagsmálum sé ástæða þess að hann gefi sig að borgarmál- efnum. „Ég tel að þeir sem bjóði sig fram og verði oddvitar sinna lista séu þar með búnir að sanna að þeir hafi ákveðna eiginleika sem nýtist vel í þessu starfi. Ég var fleiri en hundr- að daga framkvæmdastjóri sveitar- félags, var það í tólf ár. Þannig að ég hafi reynslu þótt hér sé allt önnur stærð, þá eru sveitarfélög lík,“ segir Halldór. Hann eins og Dagur brenni fyrir áherslur í skólamálum og breytingum í skipulagsmálum. Til að mynda telji hann að ýmsar breyt- ingar þurfi að gera á aðalskipulagi borgarinnar. Bæði Halldór og Dagur telja áherslur Jóns Gnarr í mannrétt- indamálum hafa verið til fyrir- myndar. En hann hefur látið sig varða mál „Mér finnst Jón hafa staðið sig gríðarlega vel á mörgum sviðum, meðal annars þessum. Og þegar kemur að jafnréttismálum hefur borgin lengi beitt sér alþjóð- lega og leitt ýmsa þróun í þeim efnum,“ segir Dagur. En Jón hafi hins vegar brillerað á þessu sviði. Halldór segist alltaf hafa látið mannréttindamál sig varða. „Ég hef unnið að mannréttindamálum síðan ég byrjaði í félagsstörfum. Ég held að ég hafi gengið í Rauða krossinn sextán, sautján ára gam- all og var í björgunarsveit í mörg ár,“ segir Halldór. Jón hafi stað- ið sig mjög vel í þessum málum. Hann sé ekki aftur á móti ekki viss um að þeir Dagur nái að dressa sig eins vel upp og Jón. Þannig að þú myndir ekki dressa þig upp fyrir Hinsegin daga? „Við skulum ekki útiloka neitt,“ segir Halldór. Viðtalið við Dag og Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.visir.is. visir.is » » » » » »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.