Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 34
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Það gerði hann um borð í forseta- flugvélinni á leið frá Dallas, með ekkju Kennedys sér við hlið. Hann hafði verið í bílalest forsetans og fylgdi honum á spítalann eftir skotárásina. Oswald neitaði við yfirheyrslur að hafa skotið forsetann en var eigi að síður ákærður um kvöldið, bæði fyrir morðið á Kennedy og einnig fyrir morðið á lögreglumanninum Tippit. Oswald fór þó aldrei fyrir rétt, þar sem hann var skotinn til bana tveimur dögum síðar þegar verið var að flytja hann frá lög- reglustöðinni í Dallas í fangelsi. Það var veitingamaðurinn Jack Ruby sem skaut Oswald í bringuna í kjallara lögreglustöðvarinnar rétt fyrir hádegi 24. nóvember 1963, en hann birtist fyrirvara- laust í miklum mannfjölda sem fylgdist með fangaflutningnum. Oswald var fluttur á sama spítala og Kennedy hafði verið fluttur á tveimur dögum áður, og lést þar af sárum sínum skömmu eftir klukk- an eitt eftir hádegi. Ruby sagðist við yfirheyrslur hafa viljað hlífa ekkju Kennedys við löngum og sársaukafullum réttarhöldum og því ákveðið að drepa Oswald. Árið 1964 var hann dæmdur fyrir morðið og hlaut dauðadóm. Hann lést í fangelsi árið 1967. Warren-nefndin, rannsóknar- nefnd undir stjórn Earls Warren dómsmálaráðherra, komst að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði verið einn að verki. Margir Banda- ríkjamenn trúa því hins vegar ekki og telja að morðið hafi verið samsæri. Fimmtíu ár voru í gær liðin frá því að John Fitzgerald Kennedy, for-seti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í borg-inni Dallas í Texas. Fréttamiðlar um allan heim minn- ast hans af því tilefni, en morðið hefur verið endalaus uppspretta gróusagna og samsæriskenninga í gegn um tíðina. Skotárásin var gerð klukkan hálf eitt eftir hádegi 22. nóvember 1963 í borginni Dallas í Texasríki. Forsetaflugvélin hafði lent á Love Field-flugvellinum tæpri klukku- stund áður og var forsetahjónun- um John og Jackie ekið í gegn um miðborg Dallas þar sem áhorfend- ur stóðu í röðum og fylgdust með. Með hjónunum í eðalvagni for- setans var John Connally, ríkis- stjóri Texas, og kona hans, auk bíl- stjórans og leyniþjónustumanns. Þegar bifreiðinni var ekið inn Elm-stræti á Dealey-torgi heyrð- ist hávær hvellur. „Þeir ætla að drepa okkur öll“ Margir töldu fyrsta byssuskotið vera púðurkerlingu eða spreng- ingu úr púströri forsetabifreiðar- innar. Fljótlega varð fólki þó ljóst að ekki væri allt með felldu. Þá ber vitnum ekki saman um hversu mörgum skotum var hleypt af. Niðurstaða Warren-nefndarinnar, sem skipuð var viku eftir árásina, var sú að þremur skotum hefði verið hleypt af. Eitt þeirra hæfði forsetann í hálsinn og það síðasta í höfuðið. Uppi varð fótur og fit og reyndi forsetafrúin, Jackie Kennedy, að hlúa að eiginmanni sínum. Hann var þó nærri örugglega þegar látinn, enda hafði síðasta skotið gert stórt gat á höfuðkúpu hans við hægra gagnaugað og dreift ögnum úr heila hans og höfuð- kúpu yfir bifreiðina. Connally ríkisstjóri var einnig alvarlega særður, en hann fékk skotsár á bringu, líklega af sömu byssukúlu og hafði áður farið í gegn um háls forsetans. „Nei, nei, nei. Guð minn góður. Þeir ætla að drepa okkur öll,“ öskraði Connally eftir að skotið hæfði hann. Bifreið- in staðnæmdist ekki heldur ók rak- leitt á sjúkrahús þar sem Kennedy var úrskurðaður látinn klukkan eitt. Hann var 46 ára. Handtekinn í kvikmyndahúsi Vitni sagðist hafa séð mann vopn- aðan riffli í glugga á sjöttu hæð bókasafns við Elm-stræti og stað- festi fjöldi annarra að skotið hefði verið þaðan. Tæpri klukkustund eftir skotárásina fundu lögreglu- menn riffil í herbergi á sjöttu hæð- inni, auk þriggja skothylkja við fyrrnefndan glugga. Grunur beindist strax að Lee Harvey Oswald, 24 ára gömlum starfsmanni bókasafnsins, en sést hafði til hans í byggingunni nokkrum sekúndum eftir árásina. Lýst var eftir honum í kjölfarið og var hann stöðvaður af lögreglu- manninum J.D. Tippit skammt frá Dealey-torgi. Oswald skaut Tippit fjórum sinnum og lést hann af sárum sínum. Starfsmaður skóbúðar sá Oswald laumast inn í kvikmynda- hús nokkrum mínútum síðar og gerði lögreglu viðvart. Oswald var handtekinn í kvikmyndahúsinu klukkan 13.50, 80 mínútum eftir skotárásina á Dealey-torgi. Oswald skotinn til bana Fréttastofur um öll Bandaríkin fluttu fréttir af skotárásinni og voru venjubundnir dagskrárlið- ir rofnir til þess að færa þjóðinni tíðindin. Fyrstu fréttir fóru í loft- ið um tíu mínútum eftir árásina, en þá var ekki vitað um ástand forsetans. Það var skömmu eftir klukkan tvö sem landsmönnum voru færðar þær fregnir að hann væri látinn. Klukkan 14.38 sór Lyndon B. Johnson varaforseti embættis- eið sem forseti Bandaríkjanna. Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is Heimsbyggðin minnist JFK Í gær voru fimmtíu ár liðin frá því að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í borginni Dallas í Texas. Fréttamiðlar um allan heim minnast hans af því tilefni, en Kennedy var dýrkaður og dáður um víða veröld. Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 20. desember 2013.. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi einnig með. Öllum tilboðum verður svarað. VR óskar eftir orlofshúsum FRÆG FORSÍÐA - þessi mynd af Lee Harvey Oswald birtist á forsíðu Life SÍÐUSTU AUGNABLIKIN herra og frú kennedy við komu á flugvellinum í dallas, 22. nóvember 1963
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.