Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 38
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Rakel Garðarsdóttir og Steinar Bragi gáfu nýverið út bókina Reimleikar í Reykjavík. Bókin er byggð á viðtölum við lifandi og í sumum tilfellum dána Íslendinga um nokkr-ar af alræmdustu draugasögum Reykjavíkur. „Ég hafði lengi safnað að mér draugasögum úr bænum,“ segir Rakel, „eins og hann.“ Hún bendir á Steinar Braga. „Ég hafði samband við Forlagið, kynnti fyrir þeim hugmynd að bókinni og þau vísuðu mér á Steinar. Við hittumst og fengum miðla í lið með okkur, bönkuðum upp á hér og þar og fundum fleiri sögur. Loks völdum við úr það besta og Steinar Bragi færði í stílinn.“ Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni, bæði nýjar og gamlar, og aftast er kort þar sem byggingarnar eru merktar inn á. „Því er alveg kjörið að fara draugarúnt með fjölskyldunni,“ segir Rakel. Þeim finnst báðum draugasögur skemmtilegar og þær höndli alveg áreiðanlega með furður mannsand- ans. „Ég treysti líka fólki til þess, alla jafna, að ljúga ekki upp á sig mörgum ærsladraugum og umskipting- um – það er ekki eins og það njóti upphefðar af því. Ég veit líka að skynfæri okkar spanna ekki nema brot af litrófi verunnar, og er ekki bjánalegt að eigra aleinn um miðnæturmyrkrið veifandi vasaljósi, neitandi myrkri? Það rúmast fleira í þessum heimi en brauð og ví-si-ndi!“ segir Steinar Bragi. En skyldu þessar draugasögur sem þau hafa valið eiga eitthvað sameiginlegt? Skyldi vera einhver rauður þráður, sem gengur í gegnum þær allar? Rakel jánkar því og segir: „Við lögðum upp með að finna nýjar og sem minnst þekktar sögur, og höfðum sem skilyrði að þær hefðu ekki áður verið skrásettar. Sumar rötuðu á pappír með hjálp miðla sem fóru með okkur í bygg- ingarnar. En áherslan var á þær sem féllu vel að lengri söguþræði, væru ekki eintómar atvikalýsingar sem nóg er af í bænum en leiða aldrei að neinu meira – brak í gólfi, dularfull lykt, spilað á píanó þar sem enginn er. Í stað þess að koma okkur upp tæmandi lista af braki bæjarins vildum við persónugera vandann, nálgast furðurnar með upphafi, miðju og endi.“ Ætlunin er að búa svo til þáttaröð úr bókinni – með hvaða sniði verða þættirnir? Þættirnir verða ansi ólíkir bókinni, segir Rakel sem sýslar með þáttagerð- ina. „Stjórnandi þáttarins gengur um götur Reykjavík- ur með hinum ýmsum viðmælendum og kynnir fyrir áhorfandanum valdar byggingar sem allar búa yfir draugasögum. Við spjöllum við fólk sem hefur upplifað eitthvað óvenjulegt í byggingunum og blöndum inn í þetta gömlu myndefni. Byggingarnar eru allar þekktar byggingar í Reykjavík og með þessu fær áhorfand- inn heima í stofu nýja sýn á Reykjavík og þær fallegu byggingar sem í henni standa en vilja gleymast í hraða dagsins.“ Þau hafa bæði áhuga á frekara samstarfi. „Drauga- trú hefur fylgt okkur Íslendingum afar lengi – en lítið verið tekið saman af sögum nú í seinni tíð,“ segir Rakel, „Ég er alveg til í að safna fleiri svona frábær- um sögum saman, með honum Steinari Braga, áður en allar þessa sögur sem í dag eru munnmælasögur, gleymast að eilífu,“ heldur hún áfram. „Já, það þarf að klára þetta land,“ segir Steinar, „kíkja á það sem hefur gerst nýlega í eyðibýlum, hellum, gljúfrum, jöklum, ám og á söndunum og fara svo á sjóinn – það er svo margt sokkið og sjórekið. Ég heyrði af þorsktorfu sem gengi aftur í hausnum á forstjóra Samherja, verðum við ekki að skoða það?“ segir Steinar Bragi að lokum. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Fólk lýgur ekki upp á sig ærsla- draugum og umskiptingum Steinar Bragi og Rakel Garðarsdóttir gáfu út bókina Reimleikar í Reykjavík nú á dögunum. Í bókinni skrásetja þau nýjar og lítið þekktar draugasögur úr höfuðborginni. Ætlunin er að fylgja bókinni eftir með þáttaröð úr smiðju Vesturports. Stein- ar Bragi og Rakel útiloka ekki frekara samstarf og Steinar segir fleira rúmast í þessum heimi en einungis brauð og vísindi. HEILLAST AF DRAUGASÖGUM Rakel Garðarsdóttir og Steinar Bragi hafa gaman af draugasögum. Þau segjast vita að skynfæri okkar spanni ekki nema brot af litrófi verunn ar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Núllið í Bankastræti var opnað 17. júní árið 1930, sama dag og Hótel Borg en með minni viðhöfn. Það var með elstu almenn- ingssalernum Reykjavíkur og fékk nafn sitt af stöðu sinni neðst í Bankastræti, en kannski einnig af dulvitaðri löngun til að breiða yfir óaflátanlega losunarkröfu líkamans. Samkvæmt Sigmund Freud er slíkt yfirklór ávísun á nevrósu. Árið 2005 var kvennadeild Núllsins lokað en hinum megin götunnar (Stjórnarráðsmegin) var karladeildin gerð samkynja þartil einnig henni var lokað ári síðar. Í aðdraganda lokunarinnar var einn klósettvarðanna með hærri laun en borgarstjórinn, og þarmeð hæstlaunaði starfsmaður borgarinnar, vegna óhóflegs svigrúms til yfirvinnu sem hann ku hafa nýtt sér– að sumra sögn vegna ítrekaðra veikindaleyfa samstarfsmanns hans. Raunar er löng hefð fyrir því að klósettverðir beggja megin götu hafi reynst klókir í viðskiptum; framan af rekstri klósettanna gátu konur nálgast pottaleppa, klukkustrengi og dömubindi sunnanmegin, en karlarnir rakspíra, greiður og smokka norðanmegin. Með tímanum urðu klósettin subbulegri, þau urðu vinsæl hjá sprautufíklum, sniffurum, hórum, rúnkurum og unglingum, og um helgar, þegar opið var fram á nótt, leitaði fólk af öllum stéttum þangað inn til að halda framhjá mökum sínum eða kasta upp. Eftir að Núllinu var lokað hefur sest að fúi í gólfi og veggjum, flísar fallið af veggjum og brotnað og fólk brotist inn og gengið erinda sinna alls staðar nema í klósettin. Hugmyndir eru uppi um að opna þar myndlistargallerí. Við karlaklósettin, bakatil, má gægjast inn um lítinn glugga og ef lýst er inn um hann með vasaljósi sjást þar rottur og í mildu veðri má greina í þeim tístið. Hvað varðar reimleika á Núllinu sást þar löngum til eldri manns í rakaraslopp sem talinn var einn af fyrstu klósettvörð- unum. Lítið bar á honum en þó settist hann á stól í varðarklef- anum, skipti um klósettrúllu, gekk sópandi um gólf og drollaði stundum í gættinni. Í seinni tíð hefur sést til hans neðst í tröppunum þar sem hann gægist upp úr þessu handanlífi sínu og fylgist með fólkinu streyma hjá, svipurinn hvorki tiltakanlega glaður né týndur. Kannski veltir hann því fyrir sér hversu fáir komi nú í heimsókn, eða gáir til veðurs, og kannski er veðrið alltaf jafn grátt. Sjáðu ljósið, maður!“ Núllið í Bankastræti– úr Reimleikum í Reykjavík NÚLLIÐ Í BANKASTRÆTI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.