Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 6
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða dómstóll hefur ákveðið að taka fyrir mál Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu vegna Landsdóms- málsins? 2. Í hversu mörgum löndum eru ís- lensk fyrirtæki og stofnanir með jarð- varmaverkefni? 3. Hvaða sundkona segist alltaf vera svöng? SVÖR: 1. Mannréttindadómstóll Evrópu. 2. Í 40 löndum. 3. Eygló Ósk Gústafsdóttir FERÐAÞJÓNUSTA Stjórn Ferða- málasamtaka Íslands leggur til að höggvið verði á hnútinn um fyrir- hugaða gjaldtöku af ferðamönnum með tímabundinni frjálsri fjölda- fjármögnun (crowd funding). Hug- myndin snýst um að fá almenn- ing, fyrirtæki og ferðamenn til að kaupa ígildi náttúrupassa og styðja með því samfélagsverkefni sem snýst um uppbyggingu ferða- mannastaða um land allt. Ásbjörn Björgvinsson, formaður FÍ, segir hugmyndina vera leið út úr því öngstræti sem umræðan um náttúrupassa er komin í. „Meðan engin samstaða er um eina tiltekna leið þá væri þetta millileikur sem hægt væri að byrja á strax næsta vor. Við sjáum fyrir okkur að þetta yrði valkvætt og ekki þröngvað upp á einn eða neinn. En það er með þetta eins og allt annað sem þú ert að selja að ef það er gert nægilega fýsi- legt, áhugavert, þá er hægt að ná árangri,“ segir Ásbjörn. Útfærsla verkefnisins yrði sú að kynningin færi fram í gegn- um erlendar sem innlendar ferða- skrifstofur og aðra ferðaþjón- ustuaðila. Komið yrði fyrir lógói á heimasíðum þar sem hægt væri að leita upplýsinga og fróðleiks um til hvers átakið væri ætlað. „Þar velur hver og einn það sem honum hentar og fyrir vissa upp- hæð fengist lykill á leiki og fjöl- breytta kosti til að vinna til verð- launa. Eins mætti hugsa sér að hægt væri að fá afslátt af þjónustu hjá ferðaþjónustunni, svona svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Ásbjörn og bætir við að netið yrði vett- vangur átaksins en einnig þyrfti að virkja stóra aðila eins og olíu- félögin til að styðja verkefnið. Eins næði þetta til allra upplýsingamið- stöðva ferðamála út um land. „Við verðum að fá alla greinina til leiks og að taka þátt í kynningunni.“ Spurður um fordæmi segir Ásbjörn að ekki þurfi annað en að gúgla „crowd funding“ til að átta sig á að þetta fyrirkomulag er að ryðja sér til rúms um allan heim þar sem ótrúlegustu hlutir eru fjármagnaðir. Það sem FÍ telur ekki síst skipta máli er að átakið gæti, ef vel tekst til, nýst hér innanlands til að auka skilning og velvild almennings gagnvart því að vernda viðkvæma ferðamannastaði og gefa þjóðinni kost á að vera virkir þátttakendur í verkefni með jákvæðum formerkj- um. svavar@frettabladid.is Fjöldafjármögnun lausn til bráðabirgða Ferðamálasamtök Íslands gera það að tillögu sinni að reyna fjöldafjármögnun við uppbyggingu ferðamannastaða á meðan álitamál um gjaldtöku eru til lykta leidd. Ótrúlegustu hlutir eru fjármagnaðir með þessum hætti um heim allan. HUGMYNDASMIÐUR Telur að hugsa verði út fyrir rammann á meðan bestu varan- legu lausnar á gjaldtöku af ferðamönnum er leitað. Ferðamálasamtökin sjá fyrir sér að söfnunarféð myndi renna í sjóð sem lyti sérstakri fagstjórn. Fjármunum yrði síðan deilt út til uppbyggingar, þróunar nýrra áfangastaða, til sveitarfélaga, landeigenda og annarra. Við þennan hluta verkefnisins er litið til tillögu Boston Consulting Group (BCG) sem kynnt var fyrir stuttu. Að mati BCG væri tekjunum af nátt- úrupassa best varið þannig að fjórðungi yrði útdeilt sem styrkjum en sama upphæð rynni í lágvaxta lánasjóð fyrir ferðaþjónustuna. Tíu prósent myndu fara til umsýslu en 40% rynnu beint til ferðamannastaðanna í hlutfalli við aðsókn. Framkvæmdin undir stjórn fagfólks LETTLAND, AP Valdis Dombrovskí, forsætisráðherra Lettlands, sagði af sér í gær. Ástæðan er harm- leikurinn sem varð í Riga í síð- ustu viku þegar þak stórverslunar hrundi með þeim afleiðingum að 54 manns létu lífið og tugir slösuðust. „Varðandi þennan harmleik og allt sem honum tengist, þá þarf landið ríkisstjórn sem hefur meiri- hlutastuðning á þingi og getur komið með lausn á þeirri stöðu sem komin er upp í landinu,“ sagði Dombrovskí við blaðamenn eftir að hann hafði gengið á fund And- ris Berzins forseta til að tilkynna honum um afsögn sína. Lögreglan rannsakar þakhrunið sem sakamál og skoðar í þeim tengslum hugsanlegar orsak- ir hrunsins. Nefnt hefur verið að hönnunargallar gætu hafa verið á húsinu eða byggingarefnin hafi ekki verið nægilega vönduð, og einnig hefur verið nefnt að spill- ing kunni að hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. Dombrovskí varð forsætis- ráðherra árið 2009, þegar djúp efnahagskreppa var að skella á í Lettlandi. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir harkalegar aðhalds- aðgerðir, bæði skattahækkanir og niðurskurð á ríkisútgjöldum, sem hann taldi óhjákvæmilegt til að ráða við kreppuna. - gb Forsætisráðherra Lettlands segir af sér vegna þakhrunsins í Riga: Forsætisráðherra axlar ábyrgð VALDIS DOMBROVSKÍ Segir að Lett- land þurfi nú ríkisstjórn sem hafi meiri- hlutastuðning á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVEITARSTJÓRNIR „Enn þann dag í dag hafa hvorki borist formlegar né óformlegar óskir um viðræður eða skoðanaskipti frá Smyril-Line, þrátt fyrir munnlegt boð bæjar- stjóra Seyðisfjarðar til forstjóra Smyril-Line í símtali um slíkt,“ segir bæjarstjórn Seyðisfjarðar vegna umleitana skipafélagsins um nýja viðkomuhöfn fyrir ferj- una Norrænu. Smyril-Line hefur átt í viðræðum við Fjarðabyggðarhafnir um við- komu fyrir Norrænu að vetrarlagi á Eskifirði eða Reyðarfirði. Ástæð- an er ótrygg leið yfir Fjarðarheiði. „Þessi ákvörðun stjórnenda Smyril-Line var tekin án þess að ræða við eða tilkynna Hafnarsjóði Seyðisfjarðar, aðila samnings um hafnaraðstöðu á Íslandi, svo sem kveðið er á um samkvæmt samn- ingnum,“ segir bæjarstjórnin og minnir á að ferjulægið á Seyðisfirði sé sérstaklega byggt til að þjóna ferjusiglingum Norrænu. Það hafi verið fjármagnað af ríkissjóði og Hafnarsjóði Seyðisfjarðar. - gar Seyðfirðingar ósáttir við leit að nýrri viðkomuhöfn fyrir ferjuna Norrænu: Boði um viðræður ekki svarað NORRÆNA Á SEYÐISFIRÐI Mikil fjár- festing er í ferjuhöfninni á Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Náttúrulækninga- félag Akureyrar mótmælir áform- uðum 5 prósenta niðurskurði á framlagi ríkisins til Heilsustofn- unar NLFÍ í Hveragerði. „Þeim niðurskurði er bætt við ótæpilegan niðurskurð liðinna ára þegar stofnunin hefur mátt þola meiri lækkun framlaga en aðrar heilbrigðisstofnanir þrátt fyrir að viðurkennt sé að stofnun- in veiti góða þjónustu gegn lægra verði en aðrar stofnanir,“ segir í ályktun félagsfundar. - gar Mótmæli frá Akureyri: Skeri ekki niður í Hveragerði VEISTU SVARIÐ? ATVINNUMÁL Ísfisktogari HB Granda, Helga María AK, er nú á heimleið eftir umfangsmiklar breytingar og endurbætur sem gerðar voru á skipinu í Alkor-skipa- smíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Er reiknað með því að heimsigl- ingin taki rúma fimm sólarhringa þannig að ef allt gengur að óskum er von á Helgu Maríu til hafnar í Reykjavík nú um miðja viku, eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins. Stjórn HB Granda tók þá ákvörð- un fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitogara í ísfisktogara og var samið við Alkor-skipasmíðastöðina um verk- ið. Var skipið komið til Póllands um mánaðamótin júní og júlí. Að sögn Gísla Jónmundssonar, skipaeftirlitsmanns HB Granda, sem haft hefur eftirlit með fram- kvæmd verksins í Póllandi fyrir félagið, eru breytingarnar á Helgu Maríu umfangsmiklar og þótt skip- ið sé farið frá Póllandi muni enn nokkur tími líða þar til það kemst á veiðar. Helgast það m.a. af því að eftir er að setja niður nýtt vinnslu- dekk í skipið. Það verk munu starfsmenn 3X Stáls (3X Technology) sjá um en að auki koma fleiri fyrirtæki að lokafrágangi á Helgu Maríu. - shá Skip HB Granda á heimleið eftir breytingar: Úr frystingu á ísfisk HELGA MARÍA AK Skipið hefur tekið stakkaskiptum eftir breytingar í Alkor- stöðinni í Póllandi. MYND/RÓSA MARÍA TÓMASDÓTTIR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.