Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 12
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
BRETLAND Verði hugmyndir Boris
Johnsons, borgarstjóra í London,
að veruleika verður ný eyja gerð
úti fyrir mynni Thamesár. Á eyj-
unni verður nýr flugvöllur, sem
tæki við af Heathrow-flugvelli
sem mikilvægasti alþjóðaflug-
völlur Bretlands.
Undirbúningur er þegar kom-
inn nokkuð á veg og hefur fyrir-
tækið Testrad, sem sér um undir-
búninginn, nú þegar kynnt fyrstu
drög að hönnun og útfærslu flug-
vallarins.
Íbúar í London hafa nefnt
áformin eftir borgarstjóranum og
kalla eyjuna Boris-eyju. Í plögg-
um frá Testrad og í opinberum
skjölum er hins vegar talað um
Brittania-flugvöllinn, sem á að
kosta 47,3 milljarða punda, eða
jafnvirði rúmlega 9.000 milljarða
króna.
Hugmyndin er sú að ný flug-
vallarbygging verði reist við norð-
urbakka Thamesárósa, en nýjar
hraðlestir flytji farþega til og frá
London.
Flugvöllurinn yrði í 80 kíló-
metra fjarlægð frá Charing Cross
lestarstöðinni í London, en hrað-
lestirnar eiga að geta flutt fólk
þessa vegalengd á 30 til 40 mín-
útum.
Reiknað er með að flugvöllur-
inn geti orðið að veruleika innan
sjö ára, en á næstu árum er því
spáð að flugfarþegum muni fjölga
verulega. Howard Davies, for-
maður flugvallanefndar bresku
stjórnarinnar, skýrði nýlega frá
því að á næstu árum verði að
finna lausn á þessu og fjölga flug-
brautum í suðausturhluta Bret-
lands.
Töluverð umræða hefur verið
um nauðsyn þess að stækka Heath-
row-flugvöll til að anna þessari
væntanlegu auknu eftirspurn.
Johnson borgarstjóri segir
marga kosti við að gera nýjan
flugvöll á tilbúinni eyju úti fyrir
ströndinni. Þar með losni íbúar í
grennd flugvalla bæði við linnu-
lítinn hávaða og hættuna á flug-
slysum, sem fylgir flugumferð
yfir íbúðarhúsum þeirra.
Auk þess losni fólk við það rask
sem fylgir nýjum flugbrautum á
landi, því þær yrði vart hægt að
leggja nema með því að rífa mikið
af byggingum á því landsvæði,
sem færi undir framkvæmdirnar.
Líklegt þykir að Heathrow-flug-
velli verði lokað fari svo að nýja
flugvallareyjan verði að veruleika.
gudsteinn@frettabladid.is
Bretar spá í nýjan flugvöll
úti fyrir mynni Thamesár
Borgarstjórinn í London hefur sýnt mikinn áhuga á því að nýr flugvöllur rísi úr sæ. Hann á að vera á mann-
gerðri eyju úti fyrir mynni Thamesár og kosta andvirði 9.000 milljarða króna samkvæmt nýjum áætlunum.
BORIS-EYJA Íbúar í London hafa nefnt áformin eftir borgarstjóranum, Boris
Johnson. MYND/TESTRAD
SKIPULAGSMÁL „Vistvænar sam-
göngur“ yfir Fossvog eru komnar
inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi
og í Reykjavík eftir að nýsam-
þykktar breytingar á aðalskipu-
lagi hvors sveitarfélags fyrir sig.
„Þetta þýðir að nú eru komnar
forsendur til þess að taka þetta
verkefni áfram á næsta stig ef
vilji er til þess,“ segir Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Starfshópur á vegum sveitar-
félaganna lagði fyrr á þessu ári
til hjóla- og göngustíg frá vestur-
hluta Kársness að brautarenda
Reykjavíkurflugvallar.
„Næstu skref gætu falist í því
að fara yfir fjármögnun Kópa-
vogs, Reykjavíkur og Vegagerð-
arinnar en einnig þarf að fara
vel yfir alla umhverfisþætti og
hvernig mannvirkið gæti sam-
rýmst siglingum á svæðinu,“
segir Ármann. Brú með vistvæn-
um samgöngum myndi breyta
stöðu Kársness innan höfuð-
borgarsvæðisins og tengja betur
saman byggðir í Fossvogi. - gar
Nýjar leiðir opnast með breyttu aðalskipulagi beggja vegna Fossvogs:
Brú yfir Fossvog sett á skipulag
FOSSVOGSBRÚIN Hugmyndin er að
Fossvogsbrú þjóni gangandi vegfarendum
og hjólreiðafólki en mögulega gæti hún
líka þjónað strætisvögnum. MYND/ALARK
ALÞINGI Þingmenn Bjartrar fram-
tíðar vilja seinka klukkunni á
Íslandi um klukkustund og fá
þannig bjartari morgna. Í gær
lögðu þeir fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar. Þar segir að
valin verði hentug tímasetning,
innan árs frá samþykkt tillögunn-
ar, til að breyta klukkunni. Þó að
lokinni kynningu í þjóðfélaginu.
Í greinargerð segir að miðað
við gang sólar sé Ísland rangt
skráð og síðan 1968 hafi alltaf
verið stillt á sumartíma. - skó
Þingsályktunartillaga frá BF:
Vilja seinka
klukkunni
y g
starts delivering power in 2012
LONDON ARRAY
Turbines: 341
Output: 1,000 megawatts –
sufficient to power 750,000
homes, 25% of all those
in Greater London
Area: 245 sq km
Cost: $3bn
First phase of four-year London
Array project due to be completed
in 2012 – 175 turbines will deliver
630MW to London Olympics
LONDON
Cleve
Hill
THANET OF
b
THAMES EST
UK
R i v e r T h a m e s
Rich
Bretland
Tham á
London „Boris-eyja“
➜ Staðsetning vallarins
MM Pajero 3,2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 43.000 km, sjálfsk.
Mitsubishi ASX
Árgerð 2011, dísil
Ekinn 28.000 km, beinsk.
Ásett verð
8.490.000,-
MM Pajero 3,5 Dakar
Árgerð 2005, bensín
Ekinn 119.000 km, sjálfsk.
MM Pajero 3,2 Intense
Árgerð 2009, dísil
Ekinn 102.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
2.790.000,-
Ásett verð
3.950.000,-
Ásett verð
5.690.000,-
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
MM Lancer Invite 1.8
Árgerð 2009, bensín
Ekinn 19.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð
2.190.000,-
GOTT ÚRVAL
AF NÝLEGUM
GÆÐABÍLUM
Tilboð 2.190.000,-
Nicovel®
lyfjatyggigúmmí
VILTU HÆTTA
AÐ REYKJA?
Nicovel Fruit og Nicovel Mint
lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af
nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel
er ætlað reykingamönnum 18 ára
og eldri. Ekki má nota Nicovel ef
um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni
eða einhverju öðru innihaldsefni
tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki.
Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel
er notað ef: þú hefur nýlega fengið
hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur
fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur)
eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig
ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla
sem hefur áhrif á hraða eða takt
hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting,
lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki,
ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg
(krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í
vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri
ættu ekki að nota Nicovel nema því sé
ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur
fyrir fullorðna getur haft mikil
eituráhrif eða verið banvænn fyrir
lítil börn. Þungaðar konur og konur
með barn á brjósti skulu eingöngu
nota Nicovel í samráði við lækni.
Skammtar eru einstaklingsbundnir
og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er
nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag.
Hámarksskammtur er 24 stykki á dag.
Nánari upplýsingar um notkun er að
finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan
fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað
er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi:
Orifarm Generics A/S. Umboð á
Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13,
110 Reykjavík.
NEY131002
598 kr