Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 16

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 16
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 KALT Í KASMÍR Nyrst á Indlandi sátu þessir veiðimenn í bátum sínum úti á Dal-vatni, umluktir þoku í kuldanum þar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÓTMÆLENDUR Í TAÍLANDI Mikið skrið er komið á mótmælendur í Taílandi sem krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér hið fyrsta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEIÐIMAÐUR Á SRÍ LANKA Þessi veiðimaður ber afla sinn áleiðis til fiskmarkaðar í höfuðborginni Kólombó, þar sem hann vonast til að fá þokkalegt verð fyrir. NORDICPHOTOS/AFP FLÓÐ Í JEMEN Mikið úrhelli kom með skyndiflóðum í Jemen, syðst á Arabíuskaganum, og þurftu stjórnvöld að grípa til ráðastafana vegna aurskriða og grjóthruns. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA EFTIR HAMFARIRNAR Á FILIPPSEYJUM Jaysel Mosquito, sex ára gömul, ásamt föður sínum Jason sem er að brýna sögina fyrir utan bráðabirgða- húsnæði þeirra í bænum Palo. Fellibylurinn Haiyan olli þar miklu tjóni eins og víðar á eyjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDGOS Á INDÓNESÍU Þorpsbúar á vélhjóli skammt frá fjallinu Sinabung, sem hefur verið að spúa ösku undanfarna daga. Fjallið hefur gosið af og til síðustu árin, en hafði fram að því ekkert látið á sér kræla í fjögur hundruð ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HERMIR EFTIR KIM JONG UN Í HONG KONG Tónlistarmaðurinn Howard, sem er fæddur í Ástralíu en býr í Hong Kong, hefur klætt sig upp eins og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á FARALDSFÆTI Í BANDARÍKJUNUM Shay Owens og Bryan Jordan eru í hópi milljóna Bandaríkjamanna sem hafa ferðast á milli landshluta síðustu daga til að heimsækja ættingja sína á þakkargjörðardeginum, sem er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTAND HEIMSINS 1 4 2 5 3 6 8 7 14 2 5 3 6 8 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.