Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 20
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20 Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólk- ursamsölunni (MS). Meira en fimmtungs- söluaukning er sögð hafa verið á haustmán- uðum. „Við venjulegar kring- umstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkur- framleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjör- fitu nú í desember í nokkrar vinnsluvör- ur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í fram- haldsvinnslu eða til mat- argerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppi- staðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúa- mjólk.“ - óká Sala á smjöri hefur á haustmánuðum verið fimmtungi meiri en alla jafna: Grípa til innfluttrar smjörfitu Neytendastofa gerði könnun í sumar á ástandi verðmerkinga hjá 78 matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu og var verð- merkingum ábótavant hjá 36 verslunum. Könnuninni var fylgt eftir í október og voru þá enn 22 versl- anir sem höfðu ekki bætt verð- merkingar. Samkvæmt Neytendastofu er ljóst að eftirlit er nauðsynlegt til að halda verslunareigendum við efnið svo verðmerkingar séu í samræmi við lög og reglur. Vök- ulir neytendur veiti góða hjálp við eftirlitið í formi ábendinga. - ebg Verðmerkingum ábótavant: Helmingur fékk áskorun VERÐMERKING Enn eru 22 verslanir sem ekki hafa bætt verðmerkingar þrátt fyrir áskorun Neytendastofu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Markaðurinn hefur áhuga á að kaupa betri vörur hérna heima. Framleiðendur þurfa bara að fara að hlusta á það,“ segir Arn- dís Thorarensen, framkvæmda- stjóri Lifandi markaðar. Sala á lífrænum kjúklingi úti í heimi hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, þar á meðal í Skandinavíu. Hér á landi eru slík- ir kjúklingar ekki framleiddir og hefur Arndís því þurft að panta þá frosna frá Danmörku fyrir versl- un sína. „Það hefur verið tekið ágætlega í þetta. Viðskiptavinir okkar sækjast eftir svona vörum. Ef við myndum auglýsa almenni- lega er ég viss um að það væri enn meiri áhugi,“ segir Arndís. Hún segir að færri fuglar séu á hvern fermetra í lífrænu ræktun- inni en hinni hefðbundnu, eða tíu á hvern fermetra í búinu þar sem hún kaupir frosna kjúklinginn á móti nítján sem kjúklingabú hafa leyfi fyrir hér heima. Auk þess eru dönsku kjúkling- arnir á lífrænu fóðri, fá að fara út undir bert loft og eru ekki í gluggalausum rýmum. Þeir mega ekki heldur þyngjast meira en 35 grömm á dag. „Þetta eru eðlilegri aðstæður fyrir dýrin og þarna er bæði verið að hugsa um heilnæmi fæðunnar og meðferð dýranna.“ Að sögn Arndísar er meira kjötbragð af lífrænum kjúkling- um en venjulegum og mjölbragð- ið er minna. „Við segjum oft að ódýr matur sé dýrasta blekkingin í dag. Ef þú kaupir lífræna vöru ertu að kaupa vottun um gæði. Fólk er orðið miklu upplýstara um að það er verið að bæta efnum í mat sem það kærir sig ekki um.“ Hún viðurkennir að lífræni kjúklingurinn sem hún selur sé dýrari en hinn hefðbundni. Þann- ig kostar 1.200 gramma lífrænn kjúklingur 1.449 krónur á til- boði hjá henni. „Það væri miklu betra ef þetta væri framleitt á Íslandi,“ segir hún og hvetur framleiðendur til að stíga skref í átt að lífrænni framleiðslu. freyr@frettabladid.is Markaðurinn vill lífrænan kjúkling Sala á lífrænum kjúklingi hefur aukist víða erlendis. Engin slík framleiðsla er hér á landi. Arndís Thorarensen hjá Lifandi markaði vonast til að breyting verði á því. KAUPIR FRÁ DANMÖRKU Arndís Thorarensen kaupir frosna lífræna kjúklinga frá Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lífrænt svínakjöt ekki heldur framleitt Lífrænt svínakjöt er heldur ekki framleitt á Íslandi nema í tilraunaskyni. „Ég veit að margir sem eru lífrænt þenkjandi sneiða hjá svínakjöti af því að það er ekki hægt að kaupa það lífrænt,“ segir Arndís. Franska lyfjafyrirtækið HRA Pharma hefur varað við því að neyðarpilla fyrir getnaðarvarnir sem það framleiðir virki hugsan- lega ekki á þyngri konur. Samkvæmt rannsókn við háskólann í Edinborg árið 2011 virkaði pillan Norlevo ekki vel á konur sem voru yfir 75 kíló að þyngd og ekkert á konur sem voru yfir 80 kíló. Í rannsókninni kom fram að konur sem þjáðust af offitu og notuðu pilluna voru fjór- um sinnum líklegri til að verða þungaðar en þær sem voru léttari. Í viðtali við BBS segir talsmað- ur HRA Pharma niðurstöðurnar koma á óvart og að þær hafi leitt til þess að efast sé um virkni efn- isins levonorgestrel sem er í pill- unni. - fb Neyðarpillan Norlevo: Virkar ekki á þyngri konur NORLEVO Getnaðarvarnarpillan virkaði ekki á konur sem þjáðust af offitu. Munur á ódýrustu fargjöldum félaganna þriggja sem fljúga til London upp úr miðjum febrú- ar er núna rúmar tvö þúsund krónur, að því er segir á vefnum turisti.is. Icelandair er sagt vera með lægsta verðið, 40.790 krónur en könnunin var gerð síðastliðinn þriðjudag, 26. nóvember. Á sama degi í fyrra var munur- inn tæpar 24 þúsund krónur en þá var WOW air með ódýrasta farið, 35.825 krónur. Ferð til Kaupmannahafnar upp úr miðjum febrúar kostar næst- um því jafnmikið núna og í fyrra. Fargjaldið með WOW air er núna 35.301 króna en 39.440 krónur með Icelandair. Könnun Túrista: Lítill munur á fari í febrúar Í KAUPMANNAHÖFN Ferð til borgar- innar kostar næstum því jafnmikið og í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þriðja farfuglaheimið á Íslandi hlaut Svaninn, umhverfismerki Norðurlandanna, þegar farfugla- heimilinu Loft var veitt vottun norræna umhverfismerkisins. Á fréttavef Umhverfisstofn- unar segir að Loft sé nýtt og glæsilegt farfuglaheimili í miðbæ Reykjavíkur en vottunin staðfesti framúrskarandi árangur þess í umhverfismálum. Athygli veki hve Farfuglaheimilin í Reykjavík standa sig vel í að vinna að sam- félagslegri ábyrgð. Farfuglaheimilið Loft: Hlýtur Svansvottun Þórarinn Sveinsson sérfræðingur í krabbameinslækningum opnar hinn 5. desember nk. stofu í Læknasetrinu Sigfús Gizurarson sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 7. janúar n.k. stofu í Læknasetrinu Læknasetrið Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700 Það getur verið skynsamlegt að nýta gjafabréf sem fyrst, að því er segir á vef Neytendasamtakanna. Bent er á að andvirðið geti rýrnað eftir því sem tíminn líður auk þess sem alltaf sé sú hætta fyrir hendi að seljandi hætti starfsemi eða verði gjaldþrota. Fari svo sé krafan í flestum tilfellum töpuð. Seljendur eru hvattir til að hafa í huga að kaupandi hafi greitt fyrir gjafabréfið og að inneignin sé í vörslu seljandans þar til eigandi bréfsins tekur út vöru eða þjónustu. Stuttur gildistími sé engin afsökun. Kaupendur eru hvattir til að kanna alltaf gildistíma gjafabréfa og kaupa ekki gjafabréf með stutt- um gildistíma. Eigendur eru hvattir til að hafa í huga að seljandinn sé búinn að fá greitt fyrir gjafabréfið. Neiti hann um þjónustu jafngildi það því að hann taki gjöfina og stingi henni í vasa sinn. Eigendur eru hvattir til að gera kröfu um að fá að nýta gjafa- bréfið. Fái þeir neitun eigi þeir að leita til Neytendasamtakanna. - ibs Neytendasamtökin ráðleggja seljendum, kaupendum og eigendum jólagjafabréfa: Skynsamlegt að liggja ekki á gjafabréfum GJAFABRÉF Neytenda- samtökin hvetja selj- endur til að hafa í huga að kaup- endur hafa greitt fyrir gjafabréfin. NORDICPHOTOS/ GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.