Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 22

Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 22
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Verðbólga í nóvembermánuði hækk- ar í 3,7 prósent úr 3,6 prósentum í október. Er þá horft til verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Hagstofa Íslands birti nýjustu mælingu sína á vísitölu neysluverðs (verðbólguvísitölunni) í morgun. Fram kemur að miðað við verðlag í nóvember sé vísitalan 416,7 stig og hefur hækkað um 0,36 prósent frá fyrra mánuði. „Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,5 stig og hækk- aði um 0,20 prósent frá október,“ segir á vef Hagstofunnar. „Kostn- aður vegna eigin húsnæðis hækk- aði um 1,4 prósent á milli mánaða,“ segir í frétt Hagstofunnar, en bent er á það í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að hækkun á mark- aðsvirði húsnæðis sé stærsti áhrifa- valdurinn í verðbólguaukningu nóvembermánaðar. Sjá má í tölum Hagstofunnar að þótt ársverðbólga mælist 3,7 prósent í mánuðinum, þá sé verðbólga án hús- næðis 2,9 pró- sent. Greining Íslandsbanka bendir á að húsnæðis- liðurinn í heild hafi hækkað um 0,8 prósent á milli október og nóvember, sem vegi til 0,20 prósenta hækkun- ar á vísitölu neysluverðs. „Og skýrir þar með ríflega helming mánaðar- hækkunar vísitölunnar nú,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Mest er hækkunin á íbúðaverði milli mán- aða utan höfuðborgarsvæðisins, 2,5 prósent. Þá hækkar fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu um 1,9 prósent en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæði stendur í stað milli mánaða.“ - óká Tólf mánaða verðbólga í nóvembermælingu Hagstofu Íslands er 3,7 prósent, örlítið hærri en í október: Húsnæði vegur þungt í verðbólgumælingu Mánuður Vísitala Verðbólga Janúar 403,3 4,2% Febrúar 409,9 4,8% Mars 410,7 3,9% Apríl 411,5 3,3% Maí 411,3 3,3% Júní 413,5 3,3% Júlí 412,4 3,8% Ágúst 413,8 4,3% September 415,2 3,9% Október 415,2 3,6% Nóvember 416,7 3,7% ➜ Þróun 12 mánaða verðbólgu á árinu Óróleiki og aukin velta á skulda- bréfamarkaði síðustu daga hefur verið rakið til þess að nær dragi skilum á tillögum sérfræðinga- hóps um höfuðstólslækkun verð- tryggðra húsnæðislána. Boðað hefur verið að tillögunum verði skilað í dag. Velta á skuldabréfamarkaði það sem af er viku er hátt yfir meðal- veltu ársins. Í gær var veltan 20,8 milljarðar króna, 14,5 milljarðar á þriðjudag og 21,9 milljarðar á mánudag. Síðastliðinn föstudag var veltan 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréf- um yfir árið 2013 er mun minni, eða 7,2 milljarðar króna. „Það virðist vera nokkuð mik- ill uggur í fjárfestum út af þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Það hefur verið mikil hreyf- ing á veltu og ávöxtunarkraf- an hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þess- um tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint,“ segir hann. Þá virðist fjárfestar líka óttast að ein afleiðinganna verði aukin verðbólga og þar með hærri stýrivextir Seðlabankans. „Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ - sáp, óká ÓRÓLEIKI Uggur er í fjárfestum, segir Jón Bjarki Bentsson hjá Íslandsbanka. Velta á skuldabréfamarkaði hátt yfir meðalgildi: Órói vegna boðaðrar skuldaleiðréttingar Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum þessa árs er rúmum fimm prósentum minni en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn nú er 15,4 milljarðar króna, en var 16,2 milljarðar í fyrra. Bankinn birti uppgjör sitt í gær, en í því kemur jafnframt fram að hagnaður eftir skatta á þriðja árs- fjórðungi einum hafi verið tæplega 4,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 4,6 mánuði á þriðja árs- fjórðungi 2012. Þar munar 8,9 pró- sentum. Munurinn á afkomu er einna helst sagður skýrast af samdrætti í vaxtatekjum bankans á milli ára, en á þriðja fjórð- ungi nemur sam- dráttur þeirra 5,1 prósenti. „Vaxta- tekjur fara lækk- andi í takt við áætlanir eftir því sem afföll á lána- safni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans,“ segir í afkomutilkynn- ingu Íslandsbanka. Hagnaður af reglulegri starf- semi var tæpir 9,7 milljarðar króna fyrstu níu mánuðina, samanborið við 10,8 milljarða í fyrra. Þá var arðsemi eigin fjár eftir skatta 10,6 prósent á fjórðungnum en 13,4 prósent fyrstu níu mánuði ársins. Lækkun á arðsemi er sögð skýrast að mestu af hærra eigin fé, sem hækkaði um þrjú prósent á milli fjórðunga og um fjórtán pró- sent á milli ára. Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, stendur upp úr í níu mánaða uppgjörinu sá árangur sem náðst hafi í rekstrar- hagræðingu. Kostnaður bankans BIRNA EINARSDÓTTIR Afföll lánasafns rýra hagnað Íslandsbanka Hagnaður Íslandsbanka er 824 milljónum minni fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Hagrætt hefur verið fyrir 732 milljónir. Þóknanatekjur aukast. Hlutfall lána í endurskipulagningu (LPA-hlutfall) hjá Íslandsbanka hefur lækkað hratt síðustu misseri og var í lok september komið í 9,8 prósent. Í september 2012 var hlutfallið 17,4 prósent og 44 prósent árið 2009. Þá var hlutfall lána bankans sem var í meira en 90 daga vanskilum komið niður í fimm prósent í lok þriðja fjórðungs 2013. Frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. Hlutur einstaklinga í þeirri upphæð er 111 milljarðar, eða rúmur fimmtungur. Fyrirtækin eiga tæp 78 prósent, 413 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka er hlutfall afskrifta til fyrirtækja og einstaklinga nokkurn veginn í samræmi við útlánasamsetningu bankans. Færri lán í endurskipulagningu en áður Tíu tæknifyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi ætla á næstu mán- uðum að kynna á alþjóðamarkaði tæknilausnir sem stuðla að bættu umhverfi. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í á annað ár og er afraksturs samstarfs tæknifyrir- tækja innan Íslenska sjávarklas- ans, samkvæmt tilkynningu. Þar segir að umræddar tækni- lausnir byggi meðal annars á betri nýtingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar og betri nýt- ingu í vinnslu hráefna. - hg Samstarf tæknifyrirtækja: Kynna grænar tæknilausnir ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur kynnt breytingar á reglum um tímabundinn opinberan stuðning við fjármálafyrirtæki. Samkvæmt nýju reglunum þurfa bankar að leggja fram áætl- un um endurskipulagningu, þar á meðal áætlun um hvernig auka eigi eigið fé auk þess að sýna með trúverðugum hætti hvernig lang- tímarekstur eigi að verða arðbær, áður en hann má fá ríkisaðstoð. Reynist bankinn ekki lífvænleg- ur þarf í staðinn að leggja fram áform um slit hans. Meira aðhald varðandi opin- bera fjárhagsaðstoð við banka í nýju reglunum eru í raun sagðar hafa í för með sér að tímabundin ríkisaðstoð til að bjarga banka sé ekki lengur heimil. Nýju reglurnar nefnast Reglur um bankastarfsemi 2013 (e. 2013 Banking Guidelines) og koma í stað Reglna um bankastarfsemi 2008 (2008 Banking Guidelines). Reglurnar eru í fimm liðum og taka til sértækra ráða sem ríki geta gripið til í aðstoð við fjár- málafyrirtæki í kröggum. - óká ESA breytir reglum um neyðaraðstoð við banka: Ríkisaðstoð bönnuð VIÐ KIRKJUSAND 125 milljóna tap var á aflagðri starfsemi Íslandsbanka á þriðja fjórð- ungi. Á liðinn hafa helst áhrif eignasafn Miðengis og minni áhrif eru af leigutekjum og tekjum frá fullnustueignum, segir í afkomutilkynningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM hafi lækkað um 732 milljónir sem sé raunlækkun um 7,5 prósent á milli ára. Bankinn vekur sömuleiðis athygli á því að auknar þóknanatekjur, sem jukust um þrettán prósent á milli ára, í 7,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, vegi upp á móti óreglulegum liðum tengdum lána- safni bankans. olikr@frettabladid.is H eim ild: H agstofa Íslands Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný teg- und loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á norður- slóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutninga- miðstöð loftskipa. Þetta var staðfest með viljayfir- lýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuld- binding felist í þessu af hálfu Ice- landair, loftskipið sé enn á tilrauna- stigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur. Aeroscraft hefur á undanförn- um árum verið að þróa nýja teg- und loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn. Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að banda- ríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæð- um norðurhjarans, eins og á Græn- landi, í Kanada og Alaska. - kmu Icelandair í samstarf um tilraunir með notkun loftskipa á norðurslóðum: Gæti orðið spennandi kostur TILRAUN Frumgerð loftskips Aeroscraft tekur á loft í tilraunaflugi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.