Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 24
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Dapurlegar fregnir berast okkur nú
frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu
okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur
búið við skertan kost undanfarin ár eins
og aðrar stofnanir hins opinbera eftir
hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari
þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í
samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlut-
verki að gegna við að tryggja upplýsta og
lýðræðislega umræðu, sinna menningu
og mannlífi og veita upplýsingar þegar
óvæntir atburðir verða.
Síðastliðið vor samþykkti Alþingi
Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau
voru afrakstur mikillar vinnu þar sem
leitast var við að skilgreina almanna-
þjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin
var ennfremur að breyta stjórnarfyrir-
komulagi stofnunarinnar þannig að val-
nefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum
listamanna og háskólasamfélaginu, gerði
tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi
skýrara en um leið víðtækara hlutverk
en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar
til ákveðnar takmarkanir á þátttöku
Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði
en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið,
sem allir greiða, ætti að renna óskert til
útvarpsins.
Nú er það hins vegar svo að meðal
fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að
bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnar-
skipun þar sem flokkarnir á Alþingi til-
nefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir
árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu
um að útvarpsgjaldið renni óskert til
RÚV verði frestað til 2016 en það verði
um leið lækkað þannig að tekjur RÚV
aukist ekki að sama skapi. Og síðasta
útspil ríkisstjórnarinnar er að boða til-
lögur um að teknar verði til baka að
hluta þær takmarkanir sem settar voru á
öflun auglýsingatekna.
Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarps-
ins verið veikt stórlega á tíma þar sem
hefði átt að vera svigrúm til að bæta
hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagn-
ir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og
dapurleg framtíðarsýn þar sem búast
má við minni getu til að sinna því mikil-
væga hlutverki sem stofnunin hefur að
gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi.
Við hljótum að gera kröfu um skýra for-
gangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess
hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til
að sinna því.
Fyrirætlunum um skerðingu útvarps-
gjalds er hægt að breyta við afgreiðslu
fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér
verði áfram rekinn öflugur almanna-
þjónustumiðill og vilja tryggja framtíð
hans.
Verjum Ríkisútvarpið
RÍKISÚTVARPIÐ
Katrín
Jakobsdóttir
alþingismaður og
formaður Vg
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Póstsendum
www.lifstykkjabudin.is
Laugavegi 82
sími 551-4473
Ný sending af
undirfatnaði frá París
Til bjargar Gnarr
Þingmenn Bjartrar framtíðar vilja
mannanafnanefnd feiga. Þeir hafa
lagt fram frumvarp þess efnis á
Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að
þær kvaðir sem lög um mannanöfn
fela í sér varðandi ættarnöfn verði
felldar niður. Samkvæmt því verður
hverjum manni heimilt að kenna
sig til föður eða móður nema hann
kjósi að bera ættarnafn. Það sem
Gerir málið sérlega skemmtilegt
er að tveir flutningsmanna
bera ættarnöfn, þeir Óttarr
Proppé og Róbert Marshall.
Þetta leiðir líka hugann
að því að Jón Gnarr
borgarstjóri er ekki par
sáttur við manna-
nafnanefnd og
hefur velt því
fyrir sér að flytja úr landi svo hann
geti fengið að breyta millinafni sínu
formlega úr Gunnar í Gnarr.
Meintar Hótanir
Menn ræddu uppsagnir á RÚV á
Þingi í gær og sagði Helgi Hjörvar
að Vigdís Hauksdóttir hefði haft í
hótunum við RÚV; ef stofnunin gerði
ekki hitt eða Þetta fengi hún minni
peninga á fjárlögum. Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra
gaf ekki mikið fyrir þessi
ummæli. Hann kvaðst
ekki til viðræðu um að
taka lán til að halda
úti óbreyttri dagskrá
eða óbreyttri starf-
semi Ríkisútvaps-
inis. Það yrði að
spara.
Þarf meiri peninga
Það hljómar einhvern veginn öfug-
snúið þegar allir eiga að spara og
skera niður hjá ríkinu að þá skuli
ríkisstjórnin biðja um meiri peninga.
Í fjáraukalögum sem lögð voru fram
á Alþingi í gær kemur fram að kostn-
aður vegna nýrrar ríkisstjórnar, fjölg-
unar ráðherra og aðstoðarmanna
eykst um 97 milljónir á þessu ári og
það þarf aukafjárveitingu til
að mæta þessum kostnaði. Í
hagræðingartillögum sem
nýlega voru kynntar var
ekkert minnst á að þarna
mætti kannski eitthvað
klípa af fitulaginu.
johanna@frettabladid.isU
ppsagnir hátt í fjörutíu starfsmanna Ríkisútvarpsins
í gær vekja athygli og umræður. Gott fagfólk, sem
margt hvert hefur orðið heimilisvinir landsmanna
í gegnum viðtækin, missti vinnuna og að því er að
sjálfsögðu eftirsjá.
Samdráttur í umsvifum RÚV frá hruni er þó sízt minni en hjá
einkareknum fjölmiðlafyrirtækjum, sem líka hafa þurft að taka
sársaukafullar ákvarðanir um að fækka starfsfólki. Það er ein-
faldlega úr minni peningum að spila á Íslandi. Auglýsingamarkað-
urinn hefur ekki rétt úr kútnum og ríkissjóður, sem leggur RÚV
til stærstan hluta rekstrarfjárins, er rekinn með halla. Það er ekki
hægt að fara til skattgreiðenda
og biðja um meiri peninga. Starf-
semi sem rekin er fyrir þeirra fé
verður að sníða stakk eftir vexti.
Það á við um RÚV eins og önnur
ríkisfyrirtæki.
Skerðing á þjónustu RÚV
er boðuð og er óhjákvæmileg,
miðað við að lækka þurfi árlegan
rekstrarkostnað um 500 milljónir króna, eins og Páll Magnússon
útvarpsstjóri metur það.
Hins vegar má draga í efa að það sé rétt stefna að segja upp
nokkrum hér og nokkrum þar. Að minnsta kosti til lengri tíma
hlýtur að þurfa að forgangsraða í starfseminni, þannig að RÚV
sinni því hlutverki sem ríkisútvarp á að gera; að veita þjónustu
sem einkareknir fjölmiðlar gera ekki eða ekki er hægt að ætlast
til að þeir geri, en hætti því sem aðrir gera jafnvel eða betur.
Í undirskriftasöfnun, sem nú er hafin til að mótmæla sparnað-
inum hjá RÚV, er vikið að lögbundnu menningar- og öryggishlut-
verki þess, gildi RÚV sem óháðs fréttamiðils, fræðsluhlutverki
og framlagi til skemmtunar og afþreyingar. Ríkisútvarpið á að
sjálfsögðu að einbeita sér að menningar- og öryggishlutverkinu,
upplýsingunum og fræðslunni. Um skemmtunina sjá aðrir.
RÚV þarf til dæmis ekki tvær útvarpsstöðvar til að sinna þessu
hlutverki. Svo vitnað sé til orða Páls Magnússonar, þegar hann
var útvarpsstjóri á einkamiðli: „Til hvers í ósköpunum er ríkið að
halda úti afþreyingarrás á borð við Rás 2, þegar sprottið hafa upp
frjálsar stöðvar sem eru að gera nákvæmlega það sama?“
Ríkisútvarpið þarf heldur ekki að verja hundruðum milljóna
króna til að kaupa útsendingarrétt að erlendum íþróttakappleikj-
um, í harðri samkeppni við einkafyrirtæki. Yfirboð RÚV í slíkum
viðskiptum benda til að þar hafi menn fyrir löngu misst sjónar
á hvað sé skynsamleg meðferð skattpeninganna sem þeim er
treyst fyrir. Og RÚV þarf ekki að senda út Hollywood-bíómyndir,
amerískar eða ameríkaníseraðar þáttaraðir eða skemmtiþætti.
Það er nóg af slíku á einkastöðvunum.
RÚV getur sinnt með sóma sínu öryggis-, menningar-, upp-
lýsinga- og fræðsluhlutverki fyrir minni peninga. Þegar Páll
Magnússon tók við útvarpsstjórastarfinu sagði hann að RÚV
þyrfti að „gera upp við sig hvernig það vill verða og raða hlut-
verkum í ákveðinn forgang og ég tel að á þeim sviðum, sem
Ríkisútvarpið ætlar á annað borð að beita sér, eigi það að gerast
af fullum krafti ...“ Páll ætti að taka mark á þessum skynsamlegu
eigin orðum.
Sparnaður hjá Ríkisútvarpinu er óhjákvæmilegur:
Minna RÚV með
skýrara hlutverk