Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 30

Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 30
„Ég fékk hugmyndina að þessari mynd þegar ég var staddur á Íslandi sumarið 2011 í þrjá mánuði með konunni minni. Við keyrðum um allt Ísland og ég var svo heppinn að fá að fljúga yfir landið. Þá hreifst ég svo mjög af útsýninu og úr varð þessi mynd,“ segir landslagsljós- myndarinn Marco Nescher sem sýnir myndina The Colors of Iceland, sem hann gerði ásamt félaga sínum, þyrlu- flugmanninum Matthias Vogt, í Bíói Paradís í kvöld og næstu daga. Marco og Matthias eru báðir frá Liechtenstein Heimildarmynd þeirra félaga, The Colors of Iceland, samanstendur af ljós- myndum af náttúru Íslands sem teknar voru úr lofti í ferð þeirra um landið sum- arið 2012. „Ég sagði við Matthias að við þyrftum hreinlega að framkvæma þessa hugmynd því náttúrufegurðin á Íslandi væri svo mikil og mig dreymdi um að taka myndir af henni úr þyrlu. Þetta byrjaði því sem draumur og hann hefur nú ræst. Matthiasi þótti þetta brjáluð hugmynd en samþykkti að lokum, sem betur fer. Það er eins gott að ég er ekki þyrluflugmaður sjálfur því þá hefðum við eflaust ekki náð alla leið til Íslands,“ segir Marco og hlær, en alls flugu þeir í um sextán klukkustundir alls yfir land- inu og tóku myndir. „Svo höfum við hist nokkrum sinnum síðasta eina og hálfa árið til að fara yfir hlutina og fínpússa. Úr varð þessi blanda af fallegum mynd- um og fallegri tónlist,“ bætir Matthias við. Marco segir The Colors of Ice- land hafa hlotið gríðarlega góðar við- tökur þar sem hún hefur verið sýnd. „Liechten stein er lítið land, með aðeins um 35.000 íbúa, en samt komu 1.400 manns á sýninguna okkar þar. Í Þýska- landi, þar sem við sýndum myndina á stórri náttúruljósmyndaráðstefnu, stóðu áhorfendur upp og klöppuðu að sýningu lokinni,“ segir hann og vonast til að ein- hverjir ferðamenn ákveði að ferðast til Íslands eftir að hafa séð myndina. „Von- andi koma bara ekki of margir.“ Matthiasi leist svo vel á Ísland í ævin- týraferð hans og Marcos að hann ákvað stuttu síðar að flytjast til landsins. Nú stundar hann MA-nám í alþjóðaviðskipt- um við Háskólann í Reykjavík og kann vel við sig. „Mig langaði að flytja til ein- hvers annars lands til að halda náminu mínu áfram og hugsaði: hvers vegna ekki til Íslands? Ég sé ekki eftir ákvörð- uninni því hér er frábært að vera,“ segir Matthias, sem býr í kjallaraherbergi í Kópavogi. Aðspurður segist hann stund- um vilja búa nær miðbænum í Reykja- vík, en hann hafi þó flutt bílinn sinn með sér til landsins. „Líklega er það bara ágætt að hann búi ekki nær öllum skemmtistöðunum,“ segir Marco félagi hans. kjartan@frettabladid.is TÍMAMÓT 28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KLARA VERMUNDSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Skjóli, andaðist fimmtudaginn 14. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Skjóls sendum við þakklæti okkar fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hafsteinn Ársæll Ársælsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMUNDAR ÁRNASONAR frá Kópaskeri. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og einstaka hlýju. Árni Ingimundarson Stefanía Björnsdóttir Gunnlaugur Ingimundarson Rakel Guðný Pálsdóttir Ari Ingimundarson Hildur Traustadóttir Sigurveig Ingimundardóttir Stefán Friðgeirsson Sólrún Ingimundardóttir Skúli Arnfinnsson barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir mín, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR áður Dalbraut 27, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 26. nóvember. Útförin auglýst síðar. Magnús Stefánsson Lilja Kristinsdóttir Ólafía Ragnarsdóttir Björgvin Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri AÐALSTEINN VALDIMARSSON frá Hvallátrum í Breiðafirði, Kirkjuvöllum 9, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 24. nóvember. Guðfinna Vigfúsdóttir Ásta Valdís Roth Aðalsteinsdóttir Andreas Rolf Roth Snædís Gíslín Heiðarsdóttir Ragnar Ólafur Guðmundsson Jens Valdimarsson Ella Margret Roth Ian Arthur Roth fjölskylda og aðrir aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN HANNESSON Kaupangi, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn í Kaupangi 30. nóvember kl. 13.30. Olga Ágústsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir Karl Guðmundsson Sigríður Kristjánsdóttir Lúðvík Elíasson Helga Kristjánsdóttir Hannes Kristjánsson Elva Ásgeirsdóttir Ágúst Kristjánsson Sólveig Sveinsdóttir Laufey Kristjánsdóttir og barnabörn. Sýna draum sinn frá Íslandi sem rættist Landslagsljósmyndarinn Marco Nescher og þyrlufl ugmaðurinn Matthias Vogt frá Liecht- enstein sýna heimildarmynd sína um náttúru Íslands, The Colors of Iceland, í Bíói Paradís í kvöld og næstu daga. Myndin samanstendur af ljósmyndum sem teknar voru á fl ugi. LITIR ÍSLANDS Marco Nascher og Matthias Vogt segjast hafa fengið góðar viðtökur við mynd sinni meðal annars í föðurlandinu Liechtenstein og í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSLAND Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem bregður fyrir í The Colors of Iceland. MYNDIR/MARCO NESCHER Vegna stærðar blaðsins á morgun, föstudag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í föstudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.