Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 31

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 31
ELDVARNIR Jón Pét- ursson slökkviliðsmaður leiðbeinir Sólveigu Arn- arsdóttur um eldvarnir á heimilinu. Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna býður upp á forvarnar- fræðslu í skólum og fyrirtækjum. MYND/STEFÁN Jón Pétursson slökkviliðsmaður heim-sótti Sólveigu en hann er forvarnar-fulltrúi hjá Landssambandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. „Það var fínt að fá Jón hingað,“ segir Sólveig. „Þótt maður telji sig vita allt um eldvarnir er gott að fá áminningu. Ég myndi ráðleggja lesendum að standa strax upp og setja upp reykskynjara. Ef hann er kominn upp nú þegar ætti að athuga með rafhlöður. Þegar eldur kom upp hér í götunni varð mér mjög brugðið þegar ég áttaði mig á að reykskynjarinn okkar var rykfallinn uppi á ísskáp. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki en mikið tjón og óþægindi hljótast af bruna,“ segir Sólveig. „Jón var undrandi þegar í ljós kom að við ætluðum eingöngu að hafa reyk- skynjara í aðalrými hússins. Nauðsynlegt er að hafa reykskynjara í öllum herbergj- um. Einnig þarf að hafa slökkvitæki og eldvarnarteppi sjáanlegt og við höndina,“ segir Sólveig. „Ég er viss um að margir eru eins og við með reykskynjarann liggjandi einhvers staðar þar sem hann gerir ekkert gagn. Það er því áskorun mín til lesenda að hafa þessa hluti í lagi. Reyk- skynjarinn er ódýrt öryggistæki,“ segir hún enn fremur. „Þá þarf að vera réttur reykskynjari nálægt eldhúsi sem ekki fer í gang þegar brauð er ristað.“ Jón Pétursson segir að Sólveig hafi gert sér fulla grein fyrir að hún þyrfti að bæta úr eldvarnarmálum á heimilinu. „Hún þarf að bæta við reykskynjurum. Það er nauðsynlegt að hafa reykskynjara í öllum rýmum sem við viljum að fólk komist lifandi úr ef eldur kemur upp. Reykskynjarinn hefur bjargað mörgum mannslífum. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður árlega. Til að draga úr brunahættu þarf að hafa alla hluti á heimilinu í reglu, hafa hreinlegt í kringum sig, geyma aldrei neitt á eldavél né fara frá henni á meðan verið er að elda. Þá er mikilvægt að lesa alltaf leiðbeiningar með tækjum og fara eftir þeim,“ útskýrir Jón. „Þar sem Sólveig býr í timburhúsi sem er verið að byggja við og breyta er mjög mikilvægt að allar brunavarnir séu í lagi. Hún ætti að fá sér slökkvitæki, ég mælti með 6 lítra léttvatni. Tækið á að vera sýnilegt. Eldvarnarteppi á sömuleiðis að vera á öllum heimilum og aðgengilegt í eldhúsi.“ REYKSKYNJARINN VEITIR ÖRYGGI LSS KYNNIR Sólveig Arnarsdóttir leikkona býr í timburhúsi í miðborginni en hún sótti sér fræðslu um eldvarnir eftir að eldur kom upp hjá nágranna. TÍSKUDÚKKUR Á UPPBOÐI Chanel, Dior og Lanvin eru meðal tískufyrirtækja sem hafa hannað einstakar dúkkur sem seldar verða á UNICEF-uppboði 2. desember. Dúkkurnar verða til sýnis í Petit Palais í París til 1. desember. AFNÝ SENDING !JÓLAFÖTUM NÚTSALA HAFI Á ÚLPUM Skipholti 29b • S. 551 0770 Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is Mikið af flottum tilboðum TÆKIFÆRISGJAFIR T IL B O Ð Margar gerðir f. 12 m. með fylgihl. Frábær úrval af buxum í góðum sniðum. Allar buxur á 20% afslætti. Stærðir 34-46

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.