Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA Tískuvikan, sem ber nafnið World MasterCard Fashion Week, vekur mikla athygli víðar en í Kanada, enda sýna margir ungir hönnuður þar vöru sína. Aðrir hafa þegar getið sér gott orð í tískuheiminum. Þar má nefna hinn gríska Stephan Caras sem sýndi fallega galakjóla í rómantískum litum. Caras menntaði sig í Ástralíu og sökkti sér ungur í heim tískunnar. Hann hefur verið leiðbeinandi í fatavali helstu fegurðardrottn- inga heimsins, til dæmis Miss Universe. Honum hefur verið boðið að taka þátt í tískusýningum í París, London, New York, Los Angeles og víðar þar sem hann sýnir með heimsþekktum hönnuðum. Caras þykir hafa einstaka framtíðarsýn fyrir hönnun og næmt auga fyrir kvenlegum glæsileika. Mikael D er ungur kanadískur hönnuður sem getið hefur sér gott orð fyrir listræna sköpun og hönnun. Foreldrar hans hönnuðu og framleiddu barnafatnað svo hann á ekki langt að sækja hæfileikann. Mikael D sýndi galakjóla fyrir næsta sumar, líkt og Caras og báðir lögðu þeir áherslu á róm- antík, blúndur og fínar línur. Mikael D selur hátískuföt undir eigin merki. Margir aðrir sýndu hönnun sína á tískuvikunni í Toronto en gaman er að skoða hvaða hugmyndir þeir Mikael D og Caras hafa um fallega kjóla, nú þegar jólin og nýársfagnaðir eru á næsta leiti. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 GALAKJÓLAR Í KANADA TÍSKA Ein stærsta tískuvika í Kanada fór fram í Tor- onto þar sem fjölmenni fylgdist með innlendum og erlendum hönnuðum sýna vor- og sumartísku 2014. SUMARLEGUR Stephen Caras hannaði þennan fallega galakjól og lætur vítt, bleikt pilsið njóta sín vel. SVART OG BLÚNDA Svartir blúndu kjólar voru áberandi á tísku- sýningum í Toronto en ljósir litir eru ekkert síður vinsælir. BLEIKT OG SVART Það er greinilegt að bleikt og svart verður áberandi næsta sumar. Stephan Caras hannaði þennan kjól. MYNDIR/GETTY MEÐ SILFURÞRÁÐUM Þessi fall- egi, stutti, hvíti og silfurliti kjóll er hannaður af hinum unga Mikael D. MEIRI BLÚNDA Fallegur kjóll, hannaður af Mikael D fyrir vorið 2014. HAFMEYJAN Fallega blár hafmeyjukjóll hannaður af Mikael D. af fiski og frönskum gegn framvísun þessa miða. Aðeins 1.900 kr. fyrir tvo. Gildir til 31.12.2013. Sjavarbarinn.is s: 517-3131 2 1FY RI R Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávar- barnum, hefur sett sam- an einstaklega girnilegt hlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki sem er upplagt í jólagleðina á vinnu- staðnum, í veislusal eða heima. „Þetta er einfalt og ódýrt jólahlaðborð en á því eru bæði heitir og kaldir klassískir réttir og verð á mann er aðeins 1.990 krónur,“ segir Magnús Ingi. „Á borðinu eru karrísíld og rauðrófu- síld, sjávarrétta fantasía, purusteik, hangikjöt og kjúklingur. Meðlætið er ríkulegt; heit sósa, brún- aðar kartöflur, kartöflu- jafningur, fjölbreytt græn- meti, ferskt salat, kaldar sósur og úrval af brauði.“ Lágmarksfjöldi er 10 manns en allar nánari upplýsingar er að finna á vef Sjávarbarsins, sjavarbarinn.is. JÓLAHLAÐBORÐ Á AÐEINS 1.990 KR.! SJÁVARBARINN KYNNIR Pakkar og töskur með Meguiar’s bóni og hreinsivörum frá Máln-ingarvörum eru vinsælar jólagjafir til bíleigenda á öllum aldri. Steindór Reykdal, starfsmaður hjá Málningar- vörum, segir marga koma til þeirra fyrir hver jól og kaupa pakka enda er um sérlega heppilegar og gagnlegar gjafir að ræða. „Við höfum sérstaklega selt mikið af stóru og veglegu töskunum okkar en þær innihalda flest þessi helstu efni sem bílaáhugamenn þurfa að eiga. Í töskunni eru sápa, bón, felgu- hreinsir, mælaborðshreinsir, dekkjagljái, þvottahanski og örtrefjaklútur. Öll efnin koma saman í handhægri tösku á frá- bæru jólatilboði.“ Auk þess bjóða Málningarvörur líka minni pakka og svo geta viðskiptavinir að sjálfsögðu búið til sinn eigin pakka að vild segir Steindór. Málningarvörur eru í Lágmúla 9 í Reykjavík sem er bakhúsið hjá Nova. „Þar er svo sannarlega stórmarkaður bílaáhugamanna með allar helstu hreinsivörur fyrir bíla, bæði að innan sem utan. Viðskiptavinir njóta líka góðs af því að ræða við fagmenn sem hafa svör við öllum spurningum um hreins- un og viðhald bílsins. Hjá Málningar- vörum vinnur hópur reyndra manna sem hafa starfað lengi í þessum bransa og viðskiptavinir okkar eru í góðum höndum.“ Helsta nýjungin hjá Málningarvörum núna er Water Spot Remover sem er efni sérstaklega ætlað til að fjarlægja för eftir vatnsdropa á öllum glansandi flötum. „Efnið fjarlægir för eftir vatns- dropa af til dæmis lakki, gleri, plasti og fleiri yfirborðsefnum. Þetta töfraefni leysir úr vanda hér sem annars staðar þar sem áfall vegna regns getur skapað bletti. Þetta á sérstaklega við á stórum svæðum í og við gufuafls- virkjanir eins og til dæmis hér á suð- vesturhorni landsins.“ BÓN OG HREINSI- VÖRUR FYRIR JÓLIN MÁLNINGARVÖRUR KYNNA Bón og hreinsivörur frá Málningarvörum eru vin- sælar jólagjafir handa bíleigendum. Vörurnar fást í fallegum pökkum og töskum. GÓÐ GJÖF Stóru tösk- urnar innihalda helstu efnin sem bílaáhuga- menn þurfa að eiga að sögn Steindórs Reykdal hjá Málningarvörum. MYND/GVA JÓLAGJÖFIN Tösk- urnar eru veglegar og tilvalin jólagjöf fyrir bíla- áhugamanninn. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.