Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 35

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 35
TÍSKA | FÓLK | 5 Iris Apfel er sannkölluð tískugyðja. Hún er kaupsýslukona sem hefur einnig starfað sem innanhússhönnuður og hefur ótrúleg- an áhuga og vit á öllu sem tengist tísku. Iris Apfel fæddist í Queens í New York árið 1921. Hún stundaði nám í listasögu við háskólann í New York og lærði einnig við listadeild háskólans í Wisconsin. Sem ung kona starfaði Apfel fyrir tískutímarit- ið Woman‘s Wear Daily og fyrir innan- hússhönnuðinn Elinor Johnson. Hún giftist Carl Apfel árið 1948 og tveimur árum síðar setti hún á fót textílfyrirtækið Old World Weavers sem hún rak til ársins 1992. Apfel starfaði einnig sem innanhússhönn- uður og tók þátt í ýmsum verk- efnum, til dæmis fyrir Hvíta húsið í tíð níu forseta, Tru- mans, Eisen howers, Nixons, Kennedys, Johnsons, Carters, Reagans og Clintons. Apfel er í dag ráðgjafi og heldur fyrirlestra um stíl og önnur málefni sem snúa að tísku. Í ár var hún á lista yfir fimm- tíu best klæddu Banda- ríkjamennina sem valinn var af tímaritinu The Guardian. Árið 2005 setti Metro- politan-safnið í New York upp sýningu um Apfel sem hét Rara Avis (sjaldgæfur fugl): hin lotningarlausa Iris Apfel. Sýningin vakti svo mikla lukku að hún var sett upp víðar um Bandaríkin. Þá hefur safnið Lifestyle & Fashion History í Flórída ákveðið að hanna byggingu sem mun hýsa gallerí til- einkað Apfel þar sem verða til sýnis föt hennar, fylgihlutir og húsgögn. NÍRÆÐ TÍSKUGYÐJA Iris Apfel vekur athygli hvar sem hún fer enda skart- ar þessi 92 ára kaupsýslukona áberandi klæðnaði. LITRÍK Áberandi gleraugu Apfel eru einkennismerki hennar. Hún klæðist gjarnan skærum og áberandi flíkum og fyrirferðarmiklum fylgihlutum. Í bígerð er að reisa safn sem mun hýsa fatnað, skart, fylgihluti og húsgögn sem hafa verið í eigum tísku- gyðjunnar. Vertu vinur okkar á Facebook Túnikur og kjólar í stærðum 42-52. Vertu einstök – eins og þú ert Finndu þinn eigin fatastíl Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.