Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 70
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58
Þeir staðir sem ég fer nú oftast á
eru í beinni línu frá vinnustofunni,
Lemon, Gló og svo auðvitað Snaps.
Það er besti staðurinn til að hitta
gott fólk, plotta heimsyfirráð yfir
hvítvíni og Confit de Canard.
Ási Már Friðriksson, fatahönnuður
BESTI BITINN
„Þetta verður mjög leiðinlegt. Fólk
mun örugglega ganga út eftir tíu
mínútur,“ segir spéfuglinn Hug-
leikur Dagsson um uppistandið sitt
Djókaín í Háskólabíói á föstudag-
inn. „Nei, ég er að sjálfsögðu að
grínast. Þetta verður mjög gaman.
Ég tækla allt milli himins og jarðar,
tala um kynlíf, hið íslenska tungu-
mál, barneignir og allt mögulegt.“
Uppistandið verður tekið upp en
Reykjavík Studios sér um fram-
leiðsluna. Afraksturinn verður
síðan sýndur á Stöð 2.
„Þetta uppistand er samansafn
af því efni sem ég hef flutt síðustu
þrjú árin. Ég ætla að klára þetta og
halda næst uppistand þegar ég verð
búinn að semja nýtt efni,“ segir
Hugleikur sem treður líka upp í
Hofi á Akureyri 19. desember.
„Ég held að þetta sé stærsta uppi-
stand sem íslenskur uppistandari
hefur haldið einn á Íslandi. Ég er í
raun ekkert stressaður enda of upp-
tekinn til að spá í það. Ég er búinn
að vera að fínstilla þetta efni fram
að þessu þannig að þetta verður
frábært.“
Aðspurður hvort framhald verði
á grínþáttunum Hulla sem sýndir
voru á RÚV segir Hugleikur það til-
tölulega öruggt.
„Ég held að það sé alls staðar
áhugi á að það komi meira. Fram-
leiðsluferlið er hægt og eiginlega
hægara núna vegna ríkisstjórnar-
innar. Ef fólk þarf að bíða of lengi
eftir þáttunum er það ríkisstjórn-
inni að kenna.“ - lkg
Börn, kynlíf og íslensk tunga
Hugleikur Dagsson heldur eitt stærsta uppistand á Íslandi í Háskólabíói.
EKKERT STRESSAÐUR Hugleikur hefur
ekki tíma fyrir stress. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ef fólk þarf að bíða of
lengi eftir þáttunum er það
ríkisstjórninni að kenna.
Egill Björnsson rekur viðburða-
fyrirtækið T-Street í London, sem
er eins konar systurfélag Tjarnar-
götu, íslensku auglýsingastof-
unnar. Hann hefur starfað með
Samuel L. Jackson og fyrir knatt-
spyrnufélagið Chelsea.
„Samuel L. Jackson heldur golf-
mót til styrktar ýmsum góðgerðar-
samtökum. Lokahnykkur mótsins
er svo kvöldverður og skemmtun
tengd honum. Við tökum kvöld-
ið upp á myndband og sjáum um
hljóðvinnu,“ segir Egill. Starf-
ið með Chelsea snýst meðal ann-
ars um verðlaunaafhendingu sem
sýnd er á Chelsea TV, sjónvarps-
stöð félagsins.
„Við sjáum um grafíska vinnu
í útsendingunni og veitum ýmiss
konar tæknilegan stuðning. Ann-
ars störfum við mikið á Stamford
Bridge [heimavelli Chelsea]. Þar
eru alls kyns viðburðir og flott-
ur tónleikastaður á neðstu hæð-
inni í eigu Romans Abramovich,“
segir Egill. Hann segir aðstöðuna
þar vera frábæra. „Allar græjur
þarna eru af bestu gerð, þarna
hefur greinilega verið keypt inn
það dýrasta og besta.“
Samstarfsfélagar Egils í T-
Street bera Jose Mourinho vel
söguna. „Knattspyrnustjórar
hafa auðvitað komið og farið hjá
Chelsea undanfarin ár. En mér er
sagt að Mourinho sé eini gæinn
sem tekur í spaðann á almennum
starfsmönnum,“ segir Egill.
Samhliða kvikmyndanáminu,
sem var dýrt að hans sögn, aðstoð-
aði Egill fólk við uppsetningu á
viðburðum og ákvað að stofna fyr-
irtæki í tengslum við Tjarnargötu.
Nóg er af verkefnum hjá Agli, en
jólavertíðin er stór í London. „Jólin
byrjuðu í nóvemberbyrjun hérna.
Það verður nóg að gera alveg fram
á jóladag,“ segir Egill. - kak
Vinnur með Samuel L. Jackson
Egill Björnsson rekur fyrirtækið T-Street og hefur unnið við stóra viðburði í London.
ÁSAMT JACKSON Hér er Egill með
Samuel L. Jackson á lokakvöldi golfmóts
sem Jackson heldur.
Hljómsveitin Hjaltalín tilkynnti
í gær að hún héldi tónleika í Eld-
borgarsal Hörpu á næsta ári. Sveit-
in forsýndi nýtt myndband við lagið
I Feel You í Hörpu í gærkvöldi.
Myndbandið verður frumsýnt á
Íslandi á visir.is í dag.
„Hjaltalín verður þá í raun fyrsta
hljómsveitin af yngri kynslóðinni
sem heldur sína eigin tónleika þar,“
segir Steinþór Helgi Arnsteins-
son, umboðsmaður sveitarinnar.
„Við viljum vera með smá „state-
ment“ og hlökkum mikið til að
taka þetta skref,“ segir Steinþór og
bætir við að fleiri valmöguleikar
fyrir ungt fólk til að fara á tónleika
í Hörpu hafi vantað, sérstaklega
stærri einstaka viðburði, þó svo að
hátíðir á borð við Airwaves og Sónar
hafi þjónað þessum kúnnahópi frá-
bærlega. „Við ætlum þess vegna
að stilla miðaverði í hóf en samt að
leggja allt í þetta varðandi hljóð, ljós
og ætlum að frumflytja nýtt efni og
fleira til,“ segir Steinþór jafnframt.
Miðasala hefst á hádegi á föstu-
dag. „Þetta verða stærstu tónleikar
sem við höfum haldið og auðvitað
erum við strax orðin hrikalega
spennt,“ segir Steinþór að lokum.
- ósk
Hjaltalín spilar í Eldborg
Frumsýnir nýtt myndband við lagið I Feel You á Vísi í dag.
LEGGJA ALLT Í TÓNLEIKANA Hjaltalín
verður með tónleika í Hörpu á næsta ári.
MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
J
A
V
ÍK
HLUSTAÐ EFTIR JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON
„Nýr höfundur hefur stigið fram í sviðs-
ljósið með sérlega raunsæja og
kraftmikla glæpasögu.“
IÞK, Bokmenntir.is
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
J
A
V
ÍK
Útgáfuréttur
seldur til
Noregs og
Frakklands
„RÍGHELDUR“
„Hlustað er spennandi, rígheldur
og fléttan gengur smekklega upp.“
ÞÞ, FRÉTTATÍMINN, 22. NÓV.
„eftirhruns-
tryllir af bestu s
ort
... lesandinn nöt
raði
síðustu hundrað
síðurnar.“
HALLGRÍMUR HE
LGASON
„Í nýju skartgripalínunni Scarab
er sóttur innblástur til skordýra,“
segir Helga Gvuðrún Friðriksdótt-
ir, sem kynnir nýja skartgripalínu
á Loftinu í Austurstræti í kvöld
klukkan hálf níu, ásamt Orra Finn-
bogasyni. Saman skipa þau hönn-
unarteymið Orri Finn.
Þau Helga og Orri halda áfram
að vinna með tákn, líkt og þau
gerðu með síðustu línu sinni, Akk-
eri. „Þetta tákn er forn-egypskt.
Við erum að líkja eftir bjöllu af
ýflaætt [scarab]‚ en það eru bjöllur
sem lifa í heitari löndum og í eins
konar sandhólum. Forn-Egyptar
heilluðust mjög af bjöllunum og
töldu þær heilagar, aðallega vegna
þess að þær sýndu af sér hegðun
sem var hliðstæð hegðun sólguð-
sins,“ útskýrir Helga.
„Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjón-
deildarhringinn á hverjum morgni
og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á
undan sér. Inni í kúlunni var að
finna matarforða dýranna og svo
fylltu bjöllurnar hana af eggjum
og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr
henni,“ heldur Helga áfram.
„Þannig að táknið nær yfir
hringrásina, endurfæðingu og
umbreytingu.“
Orra og Helgu fannst heillandi
að heiðra þessi tákn á sama hátt og
Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst
líka svo skemmtilegt að þetta
form, og þessi bjalla, var vernd-
argripur. Formið var skorið út í
steina og svo jafnvel grafið með
faraóum og múmíur skreyttar með
þessu,“ segir Helga.
Helga hefur lengi heillast af
verndargripnum. „Ég fékk svona
stein að gjöf þegar ég var barn.
Ég gekk alltaf með hann og var
eiginlega með hann á heilan-
um,“ segir Helga létt í bragði.
Sýningin í kvöld verður í formi
hefðbundinnar tískusýningar,
þar sem koma fram tíu atvinnu-
fyrirsætur, fimm af hvoru kyni.
„Við leggjum áherslu á að skart-
gripirnir okkar eru fyrir bæði
kynin,“ segir Helga, en tónlistar-
maðurinn Biggi Bix fer með tón-
listarstjórn á sýningunni. „Hann
er búinn að semja eins konar
skordýrahljóðverk sem verður
flutt meðan á sýningunni stend-
ur,“ bætir Helga við.
olof@frettabladid.is
Táknin notuð til að
skreyta múmíur
Helga Gvuðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason kynna nýju skartgripalínuna
Scarab á Loft inu í kvöld. Innblástur í línuna er sóttur til Forn-Egypta og faraóa.
ORRI FINN
Þau Helga
Gvuðrún
Friðriks-
dóttir og Orri
Finnbogason
skipa saman
hönnunar-
teymið Orri
Finn. Þau
kynna nýja
skartgripalínu
á Loftinu í
kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
HEILÖG TÁKN Forn-Egyptar heilluðust
mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu
þær heilagar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI