Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.12.2013, Qupperneq 4
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 109.000 tonn af úrgangi voru tekin í almennri sorphirðu frá heimilum landsins árið 1995 Fimm árum síðar var sú tala 88.000 tonn, en árið 2005 voru tonnin aðeins 55.000. Það sem skýrir þessa þróun er síaukin endurvinnsla. Heimild: Hagstofa Íslands LÖGREGLUMÁL Gunnar Kristján Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar, sem var skotinn til bana í Hraunbæ á mánudaginn, telur að lögreglan hafi brugðist rétt við á vettvangi. „Ég hugsa til þeirra sem lentu í kúlnahríðinni og get ekki séð að þeir hafi getað brugðist á nokkurn annan hátt við. Satt best að segja átti maður alltaf von á því að fá fréttir af þessum manni á hinn veginn, að hann hefði orðið ein- hverjum að bana,“ segir Gunnar. Í samtali við kvöldfréttir Stöðv- ar 2 í gær sagði Anna Jóna Jónas- dóttir, systir Sævars, að hann hafi fyrir nokkrum mánuðum hótað því að grípa til vopna og drepa annað fólk. „Við erum harmi slegin yfir þessum atburði, en þökkum fyrir að hann hafi fallið en ekki einhver annar.“ Systkini Sævars vilja að harm- leikurinn verði nýttur til góðs, þannig að hægt verði að benda á það sem betur má fara í geðheil- brigðismálum. „Það er mjög sér- stakt að svona fólk skuli búa á meðal venjulegs fólks þegar vitað er að það stafar af því hætta,“ segir Gunnar. „Þetta er sorgarsaga fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi hvernig tekið er á þessu. Við viljum að það fari í gang umræða um þessi mál.“ Gunnar segist hafa verið í litlu sambandi við Sævar. „Því miður hefur það verið þannig. Það var ekki hægt að vera í miklu sam- bandi við hann. Systur hans lögðu það á sig svolítið en hann var bara ekki hæfur til neinna sam- skipta, hann var það veikur. Hann var búinn að vera veikur í ára- tugi, frá því hann var um tvítugt. Hann hafði „droppað“ inn og út úr fangelsum og verið í stuttum heimsóknum á stofnunum. Síðan var honum bara hent út í straum- inn sem hann ræður ekkert við og kann engin sundtök.“ Gunnar heldur áfram: „Þetta var mjög hæfileikaríkur ein- staklingur sem ungur maður en um leið og fíknin náði tökum á honum þá hvarf karakterinn og einhver annar, bara fíkill, varð til og réð síðan ríkjum. Því miður er þetta bara sorgarsaga.“ freyr@frettabladid.is Líklegra að bróðirinn banaði manni Bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem var skotinn til bana í Hraunbæ á mánudagsmorgun bjóst frekar við því að hann yrði einhverjum að bana en ekki öfugt. Hann hafði verið í fangelsi og á stofnunum allt sitt líf. Eftir að fíknin náði tökum á honum hvarf karakterinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru sérþjálfaðir samningamenn, sem eru hluti af sérsveitinni, á vettvangi í Hraunbæ á mánudaginn. Reyndu þeir ítrekað að ná sambandi við Sævar Rafn en án árangurs. Fréttablaðið hefur reynt að fá upplýsingar um fleiri aðgerðir lögregl- unnar, þar á meðal hvort hægt hafi verið að fá starfsmann heilbrigðissviðs á vettvang til að reyna að ræða við Sævar og hvort ekki hefði verið hægt að bíða eftir því að hann kláraði skotfæri sín og ráðast svo inn til hans, en fékk þau svör frá embætti ríkislögreglustjóra að það mætti ekki veita slíkar upplýsingar á meðan rannsókn málsins stæði yfir. ➜ Með sérþjálfaða samningamenn Hrannar Jónsson, formaður Geð- hjálpar, telur að sérsveitin hefði ekki átt að ráðast til inngöngu gegn Sævari Rafni. „Þeir ráðast til inngöngu eftir tvo klukkutíma þegar allt fólkið er farið og engin hætta á ferðum. Þegar upp er staðið er ein manneskja sem hefur beðið varanlegan skaða af þessu og það er þessi maður,“ segir Hrannar, aðspurður. Hann telur að sá sem gaf skipunina um að ráðast inn í íbúð mannsins hafi brugðist. „Þegar menn gefa svona skipun eru miklar líkur á að einhver deyi. Þetta eru menn sem fá þjálfun í að skjóta til að taka menn út. Ég held að það sé mjög gott að fjölmiðlar séu gagnrýnir og haldi umræðunni áfram, því þetta er mjög stórt mál.“ Hrannar telur einnig að best væri ef lögreglan gæti kallað í vettvangs-„geðteymi“ sem gæti brugðist við í tilfellum sem þessum. Hann kallar einnig eftir því að gerð verði opinber rannsókn á aðdraganda aðgerðar- innar og vill ekki að ríkissaksóknari annist hana. Honum finnst að ekki ætti að einblína á geðröskun mannsins og kenna henni um það sem gerðist. „Rann- sóknir sýna fram á að fólk með geðraskanir er ekkert hættulegra en aðrir. En þegar menn eru komnir með fíkniefni og önnur lyf þá getur allt gerst,“ segir hann og telur að fleiri úrræði vanti fyrir fólk eins og hann. „Þetta er tvöfaldur vandi. Langvarandi fíkniefna- notkun, skilst mér, og geðraskanir. Það er spurning hvar annað byrjar og hitt endar.“ Sérsveitin hefði aldrei átt að ráðast inn í íbúðina HRANNAR JÓNSSON [Sævar] var hæfileika- ríkur einstaklingur sem ungur maður en um leið og fíknin náði tökum á honum þá hvarf karakterinn Gunnar Kristján Jónasson bróðir Sævars Rafns Jónassonar Á VETTVANGI Tæknideild lögreglu var við störf á vettvangi í gær. Á myndinni sést inn í íbúð Sævars Rafns, og kúlnagöt á veggn- um eftir að hann skaut á lögreglumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra hefur látið hefja endurskoðun laga um heilbrigðisstarfsmenn vegna ákvæðis um að heilbrigðisstarfs- manni sé óheimilt að reka eigin stofu eftir sjötugt. Frumvarp verð- ur lagt fram á vorþingi og litið til þess að breyta lögum til samræmis við löggjöf nágrannaríkja. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi eru engin aldursmörk fyrir sjálfstætt starf- andi lækna. Þetta kom fram í svari Kristjáns Þórs við fyrirspurn Sigríðar Ingu Ingadóttir, þingmanns Samfylk- ingarinnar, á Alþingi á mánudag. Kristján sagði að flestir þeirra lækna sem hann hefði rætt við um málið væru fullfrískt fólk sem hefði mikið fram að færa og bætti við að „það skal viðurkennt að þjóðfélagið hefur fulla þörf fyrir hæfni þessara einstaklinga til að sinna þeim verk- um sem þeir telja sig best færa til“. Samkvæmt eldri lögum mátti læknir starfa á eigin stofu til 75 ára aldurs og sækja þá um leyfi til land- læknis til eins árs í senn. - shá Aldurstakmarkanir heilbrigðisstarfsfólks í lögum endurskoðaðar: Eldri læknar fá að starfa lengur KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR BRETLAND Alan Rusbridger, rit- stjóri The Guardian, segir aðeins um eitt prósent gagna frá upp- ljóstraranum Edward Snowden hafa verið birt. Alls hafi blaðinu borist um 58 þúsund skjöl frá Snowden. Þetta sagði hann í yfirheyrslu hjá innanríkismálanefnd breska þingsins í gær. Hann sakar bresk stjórnvöld um að hafa beitt bein- um og óbeinum hótunum í von um að hræða blaðið frá því að birta upplýsingar frá Snowden. - gb Ritstjóri um uppljóstranir: Eitt prósent gagnanna birt AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Fimmtudagur Hæg breytileg átt, vaxandi SA-átt SV-til. KÓLNAR UM ALLT LAND Fremur hæg norðanátt í dag með heldur kólnandi veðri um allt land. Frost að 12 stigum í innsveitum í dag en allt að 20 stiga frost inn til landsins á fimmtudag og föstudag. -9° 7 m/s -5° 7 m/s -4° 5 m/s -1° 10 m/s Á morgun Víðast hægur vindur, hvassast A-lands. Gildistími korta er um hádegi -9° -12° -11° -15° -14° Alicante Basel Berlín 18° 8° 4° Billund Frankfurt Friedrichshafen 7° 4° 8° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 7° 7° 24° London Mallorca New York 8° 18° 11° Orlando Osló París 27° 1° 6° San Francisco Stokkhólmur 11° 3° -4° 8 m/s -3° 12 m/s -5° 8 m/s -6° 10 m/s -8° 7 m/s -8° 6 m/s -12° 7 m/s -8° -11° -10° -11° -10°

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.