Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 42
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26 Nú ætla ég að einbeita mér að fótbolta og lifa rólegra lífi. Það hefur verið mikil keyrsla á mér síðastliðin ár. Hannes Þór Halldórsson SPORT FÓTBOLTI „Ég er virkilega ánægð- ur með að þetta sé loksins í höfn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og íslenska lands- liðsins, eftir að hann skrifaði undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Sandnes Ulf. Hann hefur því leikið sinn síð- asta leik á Íslandi í bili að minnsta kosti og tekst á við nýjar áskoranir í sterkari deild. Sandnes Ulf var að klára sitt annað tímabil í norsku úrvalsdeild- inni en áður en liðið komst upp í efstu deild árið 2011 hafði Sand- nes verið eina borgin af þeim tíu fjölmennustu í Noregi sem ekki hafði átt lið í deild þeirra bestu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Mér líst mjög vel á allt sem félagið hefur upp á að bjóða. Liðið er ungt og efnilegt, aðstaðan góð og öflugt 100 þúsund manna bæjar- félag að baki félaginu. Liðið hefur verið að festa sig í sessi í úrvals- deildinni og ég tel spennandi tíma fram undan,“ segir Hannes. Hann segir það hafa verið lykil- atriði fyrir sig að hafa verið aðal- markvörður íslenska landsliðsins í nýliðinni undankeppni HM 2014 sem gekk svo vel. Hannes æfði einmitt með Sandnes Ulf eftir að tímabilinu lauk hér á landi til að halda sér í formi fyrir umspilsleik- ina gegn Króatíu. „Sú vika vó þungt enda stóð ég mig vel á æfingum og náði að sýna úr hverju ég er gerður. Í gegnum tíðina hefur verið mikið af símtöl- um og þreifingum hjá hinum ýmsu félögum en sá áhugi hefur ávallt fjarað út. Áhuginn hjá Sandnes Ulf risti dýpra og þeir voru tilbúnir að ganga langt til að fá mig.“ Hannes verður þrítugur á næsta ári og á því mörg ár eftir í boltan- um ef allt gengur að óskum. „En það er alveg ljóst að þetta mátti ekki koma mikið síðar. Ég held að ég sé nú á leiðinni í mín bestu ár sem markvörður og þessi félaga- skipti veita mér þá hvatningu sem ég þurfti. Ég átti þrjú frábær ár hjá KR þar sem ég bætti mig mikið en ef ég hefði ekki farið nú hefði verið hætt við stöðnun hjá mér. KR-ing- ar sýndu því mikinn skilning og studdu ákvörðun mína.“ Hannes hefur getið sér gott orð sem leikstjóri en nú fara þau mál öll í biðstöðu. „Nú ætla ég að ein- beita mér að fótbolta og lifa rólegra lífi. Það hefur verið mikil keyrsla á mér síðastliðin ár og kærkomið að geta einbeitt sér að fótboltanum og fá aðeins að draga andann. Ég ætla að taka mér Gulla [Gunnleif Gunn- leifsson] til fyrirmyndar og verða betri með hverju árinu sem líður.“ eirikur@frettabladid.is Einmitt það sem ég þurft i Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er farinn frá KR þar sem hann gekk í gær frá tveggja ára samningi við Sandnes Ulf í Noregi. „Hætt við stöðnun hefði ég ekki farið nú,“ sagði Hannes Þór. Á ÚTLEIÐ Hannes Þór Halldórsson fagnar hér Íslandsmeistaratitli KR í sumar með Gary Martin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hannes Þór Halldórsson er þriðji aðalmarkvörður A-landsliðsins sem fer í atvinnumennsku til Noregs eftir að hafa spilað allan sinn feril fram að því á Íslandi. Bjarni Sigurðsson fór til Brann árið 1985, þá 25 ára, og Birkir Kristinsson samdi einnig við Brann árið 1996 þegar hann var 32 ára. Bjarni var eins og Hannes markvörður Íslandsmeistaraliðs þegar hann gerðist atvinnumaður í fyrsta sinn eftir tímabilið 1984. Bjarni hafði þá hjálpað ÍA að vinna tvöfalt og var kosinn leikmaður ársins eftir sumarið. Bjarni lék hjá Brann til ársins 1988. Birkir var búinn að spila 200 leiki í efstu deild á Íslandi þegar hann fór út í atvinnumennsku eftir 1995-tímabilið. Hannes hefur leikið 147 leiki með Fram og KR í úrvalsdeild karla. Birkir var í tvö ár hjá Brann en seinna árið var hann varamarkvörður. - óój Fetar í fótspor Birkis og Bjarna FÓTBOLTI Alls fara níu leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hér á landi eru í þeirri einstöku aðstöðu að geta valið á milli þeirra allra. Tveir þeirra eru sýndir í ólæstri dagskrá. „Við eigum rétt á að sýna alla leikina í beinni útsendingu og við viljum gera allt sem við getum til að nýta það,“ sagði Hjörvar Haf- liðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „Það gefur augaleið að við eigum ekki nógu margar hlið- arrásir á sportinu til að sýna alla leikina og því fáum við aðstoð til að geta boðið upp á alla leikina. Arsenal, besta liðið á Englandi í dag, verður til að mynda í ólæstri útsendingu á Stöð 3 og einn leikur verður einnig sýndur á Vísi,“ segir Hjörvar en bendir á að aðeins þeir sem eru staddir á Íslandi geta horft á leikinn á Vísi. Þá verður viðureign Swansea og Newcastle sýnd á Chelsea TV en sú rás er opin öllum áskrifendum Stöðvar 2 Sports. Hjörvar segir spennandi tíma framundan í desembermánuði í ensku úrvalsdeildinni. „Fyrir mér hefur deildin aldrei verið jafn spennandi. Það sést best á því að liðin sem eru í 8. [Manchest er United] og 9. sæti [Tottenham] eiga enn möguleika á meistaratitl- inum.“ - esá Níu leikir í beinni Allir leikir kvöldsins í enska boltanum verða sýndir. LEIKIR KVÖLDSINS 19.45: STOKE - CHELSEA SPORT HD 19.45: MAN. UTD. - EVERTON SPORT 2 HD 19.45: LIVERPOOL - NORWICH SPORT 3 20.00: FULHAM - TOTTENHAM SPORT 4 20.00: WBA - MAN. CITY SPORT 5 19.45: STOKE - CARDIFF SPORT 6 19.45: ARSENAL - HULL STÖÐ 3 19.45: S‘TON - ASTON VILLA VÍSIR.IS 19.45: SWANSEA - NEWCASTLE CHELSEA TV SKORAR OG SKORAR Aaron Ramsey og félagar í Arsenal fagna. NORDICPHOTOS/GETTY Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður miðvikudaginn 18. desember 2013 kl. 20:30 í Fylkishöll. Stjórn knattspyrnudeildar Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Tilboð: 4.850.000 kr. Ford Kuga Titanium S AWD AEE45 Skráður júní 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfskiptur Ekinn 58.000 km. Ásett verð: 5.150.000 kr. Tilboð: 3.990.000 kr. Volvo XC90 SE+ AWD YD872 Skráður apríl 2007, 4,4i bensín, sjálfskiptur Ekinn 122.000 km. Ásett verð: 4.190.000 kr. Tilboð: 2.590.000 kr. Ford Edge SEL+ AWD SIS80 Skráður ágúst 2007, 3,5i bensín, sjálfskiptur Ekinn 133.000 km. Ásett verð: 2.790.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖR NOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS Öflugur, rúmgóður og glæsilegur *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til og með 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair JEPPAR Í GÓÐU ÚRVALI Vertu með! Fjórhjóladrifinn, sparneytinn og vel búinn Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Glæsilegur, öruggur og tilbúinn í ófærðina FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdóttir er stödd í Potsdam í Þýskalandi þar sem hún mun æfa með stór- liði Turbine Potsdam. Margrét Lára Viðarsdóttir lék með liðinu í fyrra og skoraði þá eitt mark í sjö leikjum. „Það er ekki hægt að hunsa eitt stærsta félag heims þegar það sýnir manni áhuga. Ég mun æfa með liðinu þriðjudag og miðviku- dag en eftir það funda ég með forráðamönnum félagsins,“ sagði Guðbjörg í samtali við norska fjölmiðla. - esá Guðbjörg hjá Potsdam EFTIRSÓTT Guðbjörg hefur slegið í gegn. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.