Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 12
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS „Útvarpið er dásamlegur hlutur, það lætur rætast drauma kynslóðanna um hrafna Óðins, Mímisbrunn, viskustein.“ Þetta voru orð Arnar Arnarsonar skálds á upphafsárum útvarpsins. Fögnuður alþýðu manna yfir útvarpinu átti sér lítil takmörk og gleðin yfir því sem það miðl- aði hungruðum hugum landsmanna hefur verið lýst svo víða að fyllt gæti marga hillumetra. Í tímans rás hefur nýnæmið og tilfinn- ingahitinn tvístrast og dofnað sem eðli- legt er með tilkomu sjónvarps og fleiri rása. Nú held ég að kominn sé tími til að skerpa hugsunina á ný. Rás 1 hefur löngum haft sérstöðu hvað snertir tengsl og skyldleika við skýr og háleit markmið útvarps í árdaga. Fjölbreytni, vönduð dag- skrárgerð og öflug nýliðun meðal kvenna hefur enda skapað henni traust umfram aðrar rásir. Enginn getur séð fyrir hvaða óaftur- kræf áhrif það mun hafa ef menn lama útvarpið, fæla frá og segja upp mennt- uðu, þjálfuðu og fágætu starfsfólki sem er kjarni starfseminnar í dag. Án kjarna – ekkert líf. Ef að líkum lætur skapast með þeim aðgerðum meira svigrúm fyrir ódýrt og innihaldsrýrt efni og innistæðulausa æsingaþætti, sem nóg er af fyrir og efla varla skilning okkar eða ratvísi um menn- ingarlendur nútíðar eða fortíðar. Útvarpið er sterkur þáttur í samvitund þjóðarinnar og lifandi afl í mótun og varn- arbaráttu íslenskrar tungu og menningar. Það á nú í vök að verjast og sótt er að því úr ýmsum áttum. Lokist sú vök kann að verða bið á að hún opnist að nýju.Við yrðum nauðbeygð að gera okkur að góðu það sem úti frýs … og ættum þá ekki betra skilið. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is MENNING Guðrún Hannesdóttir rithöfundur ➜ Enginn getur séð fyrir hvaða óaft- urkræf áhrif það mun hafa ef menn lama útvarpið, fæla frá og segja upp menntuðu, þjálfuðu og fágætu starfs- fólki sem er kjarni starfseminnar í dag. Án kjarna – ekkert líf. Útvarp – lifandi afl (í tilefni uppsagna) LEGGUR SPILIN Á BORÐIÐ! 5. sæti Bóksölulistin n Ævisögur 25.11.- 1.12. 2013 ★★★★ HEIMIR MÁR PÉTURSSON, FRÉTTABLAÐIÐ Banna gott veður? Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði út í kæru Alþingis gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á Landsímareitnum í kvosinni. Þingið hefur kært borgina fyrir að „sýna menningarminjum, þjóðþingi Íslendinga og sögu landsins vanvirðingu og brotið gegn stjórnarskránni“. Valgerður spurði í fyrirspurn sinni hversu margir stæðu að baki kærunni og sagði aukna umferð í nágrenninu mikið áhyggjuefni samkvæmt henni. Valgerður sagðist lítið hafa orðið vör við mikla umferð eða mikið mannlíf í nágrenninu nema á fallegum vor- og sumardögum. Valgerður spurði enn fremur: „Hefur það truflað aðra alþingismenn hér? Eigum við kannski von á því að við bönnum þessa veitingastaði á meðan þing situr eða ætlum við kannski bara að athuga hvort við getum bannað gott veður? „Taka undir orð Framsóknar“ Vigdís Hauksdóttir, for- maður fjárlaganefndar, boðar meiriháttar breytingar á fjárlögum fyrir aðra umræðu. Hún segir meiri þunga og meira fjármagn fara í heilbrigðismálin. Læknaráð LSH sendi umsögn um fyrir- liggjandi fjárlagafrumvarp sem lýsir furðu og gífurlegum vonbrigðum með skilningsleysi ráðamanna á vanda spítalans. Viðbrögð Vigdísar við umsögninni voru að læknaráðið væri „alveg að taka undir raun- verulega orð Framsóknarmanna í kosningabaráttunni“. Bíðum nú hæg. Var Vigdís ekki örugglega bæði formaður fjár- laganefndar og framsóknarmaður þegar fjárlögin voru samin? Ef læknaráð „tekur undir orð fram- sóknarmanna“ af hverju var þá ekki meira fjármagn og áhersla á heilbrigðiskerfið í frumvarpinu sem fjárlaganefndin lagði fram upphaflega? fanney@frettabladid.is E kki þarf að efast um að þeir sem eiga rétt á lækkun höfuðstóls húsnæðislánsins síns samkvæmt skulda- lækkunartillögunum sem kynntar voru um síðustu helgi verði ríkisstjórninni þakklátir fyrir greiðann. Eftir stendur eins og fyrr sú spurning hvort hópurinn sem nú fær aðstoð frá ríkinu sé endilega sá sem þurfti mest á henni að halda og hvort þetta sé skynsamlegasta ráðstöfun fjár- ins sem sameiginlegur sjóður okkar hefur til ráðstöfunar. Það er jákvætt að skuldalækk- unaraðgerðirnar eru umfangs- minni en í fyrstu var látið skína í. Fyrir kosningar talaði Fram- sóknarflokkurinn um skulda- niðurfellingu upp á 240 til 300 milljarða, sem átti að fjármagna með „svigrúminu“ í samningum við erlenda kröfuhafa. Nú liggur fyrir að bein skuldaniðurfelling er ekki nema upp á áttatíu milljarða. Svo gefst fólki kostur á að greiða niður lánin sín um sjötíu milljarða í viðbót með því að nýta iðgjöld til séreignarlíf- eyrissparnaðar. Á móti gefur ríkissjóður skattaafslátt. Út af fyrir sig er ágætt að skýjaborgir framsóknarmanna um að nota „svigrúmið“ komu ekki til framkvæmda, því að fáir skildu hvernig þær hugmyndir áttu að virka. Á endanum hafa þeir líklega ekki skilið það sjálfir. En um leið er ljóst að ekki hefur verið staðið við loforðin um að ríkissjóður bæri ekki kostnað eða áhættu af skuldaniðurfærslunni. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar segja að áhrifin á ríkis- sjóð verði „óveruleg“, þrátt fyrir að hann verði látinn bera tuga milljarða króna kostnað á ári og rökstyðja það með því að þeir muni á móti afla nýrra tekna með bankaskatti. Það er hætt við að þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son hefðu ekki látið síðustu ríkisstjórn komast upp með svona málflutning. Auðvitað er hér verið að taka áhættu fyrir hönd skattgreið- enda. Áhættu- og óvissuþættirnir í málinu eru raunar allmarg- ir. Tekjurnar eru ekki í hendi, deilt er um lögmæti bankaskatts- ins og líklegt að á það verði látið reyna fyrir dómstólum. Sömuleiðis er óvíst um áhrifin á verðbólguna. Hagfræðingar telja líklegt að þótt aðgerðirnar ýti undir hagvöxt með því að efla eftirspurn, muni þær jafnframt skapa þrýsting á verðlagið og gengi krónunnar. Það er líka óvíst hvaða áhrif það hefur á álit fjárfesta á Íslandi og mat alþjóðlegu matsfyrirtækjanna á lánshæfi ríkis- sjóðs að þrengja enn að kröfuhöfum föllnu bankanna, eins og klárlega er gert með þessum aðgerðum. Allt á þetta eftir að koma í ljós og úr því sem komið er lítið annað að gera en að vona það bezta. Það er dálítið kaldhæðnislegt að ríkisstjórn flokkanna sem gagnrýndu fyrri stjórnvöld hvað mest fyrir skort á aðgerðum í þágu atvinnulífsins, vaxtar og fjárfestingar, hafi gert einhverja umfangsmestu millifærsluaðgerð Íslandssögunnar að sínu fyrsta og stærsta forgangsmáli. En þá er það kannski líka frá og þessi stjórn, sem margir í atvinnulífinu bundu miklar vonir við, getur snúið sér að því verkefni að reyna að stækka kökuna sem er til skiptanna í stað þess að brjóta heilann svona fast um hvernig eigi að útdeila henni. Ýmsir óvissuþættir í skuldalækkunartillögum: Kökunni útdeilt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.