Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 18
 | 2 4. desember 2013 | miðvikudagur Hlutabréfavelta jókst um 11 pró- sent milli október og nóvember í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland) samkvæmt mánaðarlegu viðskiptayfirliti Kauphallarinn- ar. Þá hækkaði Úrsvalsvísitalan (OMXI6) um 3,56 prósent. Í lok nóvember voru hlutabréf 17 félaga skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar og First North. Heildarmarkaðsvirði þeirra nam 547 milljörðum króna, 48 prósent- um yfir virðinu í nóvember í fyrra þegar það var 369 milljarðar. Viðskipti með hlutabréf í nóvember námu 19.952 milljónum eða 950 milljónum á dag, að jafn- aði. Í október námu viðskipti með hlutabréf 855 milljónum á dag. „Milli ára er þetta 63 prósenta hækkun,“ segir í tilkynningu Kauphallarinnar, en í nóvember í fyrra námu viðskipti að jafnaði 583 milljónum króna á dag. Mest voru viðskipti með hluta- bréf Icelandair Group, fyrir rúma 6,2 milljarða króna og bréf Mar- els fyrir 2,9 milljarða. Þar á eftir komu VÍS með tæplega 2,9 millj- arða og TM með tæpa 2,7 millj- arða króna. „Viðskipti með skuldabréf námu 169 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,1 milljarðs veltu á dag. Þetta er 56 prósenta hækk- un frá fyrri mánuði,“ segir í til- kynningu Kauphallar, en í októ- ber var skuldabréfavelta á dag 5,2 milljarðar á dag. Veltuaukn- ing milli ára var eitt prósent. Dag- velta í nóvember í fyrra nam átta milljörðum króna. - óká KAUPHÖLL ÍSLANDS Nasdaq OMX gefur mánaðarlega út viðskiptayfirlit frá kauphöllum sínum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hlutabréfavelta í Kauphöllinni var 63% meiri en á síðasta ári í nóvember: Markaðsvirðið er 48% hærra Verðbólga hér á landi er enn sú næstmesta í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sam- kvæmt samanburði í október. Mest mælist verðbólgan þá í Tyrklandi, 7,7 pró- sent, en 3,6 prósent á Íslandi. Í þriðja sæti er svo Mexíkó með 3,4 prósenta verðbólgu. Minnst er verð- bólga í mánuðinum í Grikklandi, en þar sýndi mæl- ingin tveggja prósenta verðhjöðnun. Þá er smávægi- leg verðhjöðnun eða stöðugleiki í Portúgal, á Spáni, Í Svíþjóð og í Sviss. Í tilkynningu OECD í gær kemur fram að hægt hafi á verðhækkunum í löndum stofnunarinnar fjórða mánuðinn í röð. Meðaltalsársverðbólga í lönd- um OECD hafi þannig farið í 1,3 prósent í október, en hún náði hámarki í júlí síðastliðnum í 2,0 pró- sentum. Aukinn slaki í verðbólguþróun er sagður skýrast af minni verðbólgu í orku- og matvælaverði. Í evrulöndunum fór ársverðbólga í 0,7 prósent í október, en var 1,1 prósent í september. - óká Í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkar meðalverðbólga í október: Verðbólgan er enn næstmest hér VERÐBÓLGUSEÐILL Hér á landi er nýkominn út 10.000 króna seðlill. Í Simbabve kom út árið 2008 seðill upp á 100 milljarða dala. NORDICPHOTOS/AFP DAGSKRÁ TÍMI: 5. des. kl. 8:30 – 10:00 STAÐUR: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1 Fylgstu með á Twitter og Facebook #samfelagsabyrgd SKRÁNING: www.csriceland.is Samfélagsábyrgð: tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki MORGUNFUNDUR FESTU – MIÐSTÖÐVAR UM SAMFÉLAGSÁBYRGÐ Miðvikudagur 4. desember ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshlutum Fimmtudagur 5. desember ➜ Vöruskipti við útlönd nóvember 2013, bráðabirgðatölur ➜ Gistinætur og gestakomur á hótelum í október 2013 ➜ Skráning N1 - Fundur VÍB Föstudagur 6. desember ➜ Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2013 ➜ Vísitala launa á 3. ársfjórðungi 2013 ➜ Útboð ríkisbréfa Mánudagur 9. desember ➜ Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2013 Þriðjudagur 10. desember ➜ Fjöldi þinglýstra leigu- samninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum Miðvikudagur 11. desember ➜ Vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands Fimmtudagur 12. desember ➜ Vísitala launakostnaðar á 3. ársfjórðungi 2013 ➜ Útboð Ríkisvíxla Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 164,50 36,0% 0,0% Atlantic Petroleum (DKK) 145,00 -21,2% 0,0% Bank Nordic (DKK) 130,00 26,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 247,50 7,6% 2,7% Fjarskipti (Vodafone) 26,15 -19,7% -8,9% Hagar 37,65 65,5% 1,5% Icelandair Group 16,85 105,0% 3,4% Marel 133,50 -5,0% 0,8% Nýherji 3,65 -9,9% 0,0% Reginn 14,20 29,1% 2,0% Tryggingamiðstöðin* 31,10 16,5% 1,5% Vátryggingafélag Íslands** 11,00 19,3% 3,3% Össur 222,50 14,7% 1,1% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.224,81 15,6% 1,9% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 13,50 43,6% 0,0% HB Grandi 18,00 20,0% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 13,0% 0,0% *fyrsta verð 8. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ICELANDAIR GROUP 105% frá áramótum ICELANDAIR GROUP 3,4% í síðustu viku MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROLEUM (DKK) -21,2% frá áramótum FJARSKIPTI (VODAFONE) 8,9% í síðustu viku 9 1 4 Save the Children á Íslandi VIÐSKIPTI Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Hömlur, dótturfélag Landsbank- ans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýs- ingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlits- ins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfar- andi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboð- inu. Hátækni hefur verið um- boðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niður- sveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrir- tækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþró- uninni við. Fyrri eigendur fyrir- tækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta tap- rekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niður- sveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgj- ar vildu ekki gera nýja umboðs- samninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Wind- ows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerð- um við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-um- boðið geti á endanum farið til um- boðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrann- sóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Micro- soft, svo það komi fram,“ segir Kristján. haraldur@frettabladid.is Landsbanki kaupir allt hlutafé Hátækni Stjórn Hátækni segir að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður. Þar skipti mestu samdráttur í sölu á Nokia-símum og rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn tekur við Nokia-umboðinu. Það verður fram- tíðarrannsóknar- efni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.